Netanjahú kominn í sóttkví og Hamas herðir aðgerðir á Gasa Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2020 12:31 Þrátt fyrir að smitrakningu sé ekki lokið er Netanjahú farinn í sóttkví ásamt fleiri ráðgjöfum hans. Vísir/EPA Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, ætlar í sóttkví eftir að náinn ráðgjafi hans greindist smitaður af nýju afbrigði kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum. Fleiri ráðgjafar hans fara einnig í sóttkví. Ísraelska dablaðið Haaretz segir að ráðgjafi Netanjahú í þingmálum hafi greinst smitaður í dag. Ákvörðunin um að setja forsætisráðherrann í sóttkví hafi verið tekin í varúðarskyni og áður en faraldsfræðilegri rannsókn væri lokið. Fleiri ráðgjafar Netanjahú fylgja honum í sóttkví. Hamas-samtökin sem ráða ríkjum á Gasaströndinni vinna nú að því að setja upp tvær stórar sóttkvíarmiðstöðvar til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar þar. Þær eiga að geta vistað um þúsund manns og vera tilbúnar innan viku. Gasaströndin er eitt þéttbýlasta svæði jarðar þar sem um tvær milljónir manna búa á landsvæði sem er minna en höfuðborgarsvæðið. AP-fréttastofan segir að enginn viti hversu mikið veiran hafi breiðst út á Gasa. Talið er að fyrstu smitin hafi borist til Gasa með tveimur mönnum sem fóru á trúarráðstefnu í Pakistan. Aðeins um fimmtungur þeirra 1.700 sem hafa farið í sóttkví hafa verið skimaðir. Verkamenn vinna að smíði miðstöðvar fyrir sóttkví á sunnanverðri Gasaströndinni. Svæðið er eitt það þéttbýlasta í heimi og heilbrigðiskerfið þar er veikt. Kórónuveirufaraldur þar gæti því valdið miklum usla.AP/Khalil Hamra Heilbrigðisþjónusta er í ólestri á Gasaströndinni vegna herkvíar Ísraelsmanna, ítrekaðra stríða við Ísraelsher og innbyrðisdeilur Hamas og annarra samtaka Palestínumanna. Aðeins sextíu öndunarvélar eru á Gasa og eru 45 þeirra þegar í notkun, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Upphaflega kom Hamas á föt bráðabirgðastöðvum fyrir sóttkví. Eftir að myndir bárust af fólki að halda afmælisveislur og reykja vatnspípur saman í slíkum stöðvum var gripið til harðari aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísrael Palestína Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, ætlar í sóttkví eftir að náinn ráðgjafi hans greindist smitaður af nýju afbrigði kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum. Fleiri ráðgjafar hans fara einnig í sóttkví. Ísraelska dablaðið Haaretz segir að ráðgjafi Netanjahú í þingmálum hafi greinst smitaður í dag. Ákvörðunin um að setja forsætisráðherrann í sóttkví hafi verið tekin í varúðarskyni og áður en faraldsfræðilegri rannsókn væri lokið. Fleiri ráðgjafar Netanjahú fylgja honum í sóttkví. Hamas-samtökin sem ráða ríkjum á Gasaströndinni vinna nú að því að setja upp tvær stórar sóttkvíarmiðstöðvar til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar þar. Þær eiga að geta vistað um þúsund manns og vera tilbúnar innan viku. Gasaströndin er eitt þéttbýlasta svæði jarðar þar sem um tvær milljónir manna búa á landsvæði sem er minna en höfuðborgarsvæðið. AP-fréttastofan segir að enginn viti hversu mikið veiran hafi breiðst út á Gasa. Talið er að fyrstu smitin hafi borist til Gasa með tveimur mönnum sem fóru á trúarráðstefnu í Pakistan. Aðeins um fimmtungur þeirra 1.700 sem hafa farið í sóttkví hafa verið skimaðir. Verkamenn vinna að smíði miðstöðvar fyrir sóttkví á sunnanverðri Gasaströndinni. Svæðið er eitt það þéttbýlasta í heimi og heilbrigðiskerfið þar er veikt. Kórónuveirufaraldur þar gæti því valdið miklum usla.AP/Khalil Hamra Heilbrigðisþjónusta er í ólestri á Gasaströndinni vegna herkvíar Ísraelsmanna, ítrekaðra stríða við Ísraelsher og innbyrðisdeilur Hamas og annarra samtaka Palestínumanna. Aðeins sextíu öndunarvélar eru á Gasa og eru 45 þeirra þegar í notkun, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Upphaflega kom Hamas á föt bráðabirgðastöðvum fyrir sóttkví. Eftir að myndir bárust af fólki að halda afmælisveislur og reykja vatnspípur saman í slíkum stöðvum var gripið til harðari aðgerða til að hefta útbreiðsluna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísrael Palestína Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira