Hefur tekist að sveigja faraldurinn niður Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2020 14:48 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma Möller, landlæknir, sögðu bæði að faraldurinn væri nú í hægum vexti á upplýsingafundi dagsins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Ljóst er að tekist hefur að sveigja vöxt kórónuveirufaraldursins niður á við með aðgerðum yfirvalda, að sögn sóttvarnalæknis. Fjöldi tilfella fylgir nú bjartsýnustu spám og gæti faraldurinn náð hámarki í byrjun apríl. Fjöldi alvarlegra tilfella fylgir þó svartsýnustu spám spálíkana. Sextíu og sex ný kórónuveirusmit bættust við á milli daga og hafa nú 1.086 einstaklingar greinst með COVID-19-sjúkdómin sem veiran veldur samkvæmt nýjustu tölum yfirvalda. Tíu einstaklingar liggja á gjörgæslu, þar af sjö í öndunarvél. Frá upphafi faraldursins hafa fimmtán verið lagðir inn á gjörgæslu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði að faraldurinn væri nú í tiltölulega hægum línulegum vexti en ekki veldivexti eins og ef hann fengi að geisa óheftur á upplýsingafundi almannavarna, landlæknis og sóttvarnalæknis í dag. Hann fylgi nú spálíkani sem gefið var út í síðustu viku. „Það er alveg ljóst að það hefur tekist að sveigja vöxtinn á faraldrinum af leið, að sveigja faraldurinn niður,“ sagði Þórólfur. Miðað við stöðuna nú sé líklegt að faraldurinn nái hámarki í fyrrihluta apríl. Þá sé reiknað með að um 1.500-1.600 manns hafi greinst með COVID-19-sjúkdóminn sem veiran veldur. Benti Þórólfur á að 50% þeirra sem greinist smitaðir séu þegar í sóttkví og skimun Íslenskrar erfðagreiningar bendi til þess að samfélagssmit sé lítið. Frá upplýsingafundi 30. mars 2020. Frá vinstri: Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason, Alma Möller, Páll Matthíasson, Kristín S. Hjálmtýsdóttir.Lögreglan Stóra áskorunin hvenær eigi að slaka á aðgerðum Alma Möller, landlæknir, sagði að faraldurinn væri alvarlegur og full ástæða til að hlýða fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda sem miði að því að teygja á faraldrinum og hefta útbreiðslu hans. Heilbrigðiskerfið ráði við að fá marga veika yfir langan tíma en ekki ef þeir komi allir á örfáum dögum. Núverandi spálíkan geri ráð fyrir að 24-44 þurfi inn á gjörgæslu vegna veikindanna og sagði Alma það í samræmi við svartsýnustu spá og jafnvel ríflega það. Vonir séu einnig bundnar við að takist að teygja á faraldrinum vinnist tími til að þróa meðferð við sjúkdómnum. Sagði Alma að um 300 rannsóknir væru nú í gangi í heiminum en eins og stendur snúist viðbrögðin um almenna gjörgæslumeðferð. Þórólfur sagði að stóra áskorunin sem yfirvöld standa nú frammi fyrir væri hvenær eigi að aflétta aðgerðum sem gripið hefur verið til í baráttunni gegn útbreiðslu veirunnar. Halda yrði áfram þeim aðgerðum sem nú eru í gildi og varaði Þórólfur við því að landsmenn ættu að búa sig undir að þær yrðu það áfram um eitthvert skeið og í einhverri mynd. Aflétta þurfi aðgerðum hægt því að öðrum kosti sé hætta á að faraldurinn blossi upp aftur. Þá sagði Þórólfur engin áform uppi um að herða á aðgerðum. Vika sé liðin frá því að reglur um takmarka samkomur fólks hafi verið hertar fyrir viku og árangur af því eigi enn eftir að koma í ljós. Faraldurinn sé ekki í slíkum vexti að það réttlæti harðari aðgerðir. Spurður að því hvort að komið gæti að því að smit væru svo útbreidd að sóttkví væru ekki lengur ákjósanleg ráðstöfun neitaði Þórólfur því alfarið. Hátt hlutfall þeirra sem greinist smitaðir séu í sóttkví og þannig hafi verið komi í veg fyrir að það fólk smitaði út frá sér. „Það eru engin rök til að hætta því, ekki nema við viljum sleppa þessum faraldri lausum,“ sagði hann. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Ljóst er að tekist hefur að sveigja vöxt kórónuveirufaraldursins niður á við með aðgerðum yfirvalda, að sögn sóttvarnalæknis. Fjöldi tilfella fylgir nú bjartsýnustu spám og gæti faraldurinn náð hámarki í byrjun apríl. Fjöldi alvarlegra tilfella fylgir þó svartsýnustu spám spálíkana. Sextíu og sex ný kórónuveirusmit bættust við á milli daga og hafa nú 1.086 einstaklingar greinst með COVID-19-sjúkdómin sem veiran veldur samkvæmt nýjustu tölum yfirvalda. Tíu einstaklingar liggja á gjörgæslu, þar af sjö í öndunarvél. Frá upphafi faraldursins hafa fimmtán verið lagðir inn á gjörgæslu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði að faraldurinn væri nú í tiltölulega hægum línulegum vexti en ekki veldivexti eins og ef hann fengi að geisa óheftur á upplýsingafundi almannavarna, landlæknis og sóttvarnalæknis í dag. Hann fylgi nú spálíkani sem gefið var út í síðustu viku. „Það er alveg ljóst að það hefur tekist að sveigja vöxtinn á faraldrinum af leið, að sveigja faraldurinn niður,“ sagði Þórólfur. Miðað við stöðuna nú sé líklegt að faraldurinn nái hámarki í fyrrihluta apríl. Þá sé reiknað með að um 1.500-1.600 manns hafi greinst með COVID-19-sjúkdóminn sem veiran veldur. Benti Þórólfur á að 50% þeirra sem greinist smitaðir séu þegar í sóttkví og skimun Íslenskrar erfðagreiningar bendi til þess að samfélagssmit sé lítið. Frá upplýsingafundi 30. mars 2020. Frá vinstri: Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason, Alma Möller, Páll Matthíasson, Kristín S. Hjálmtýsdóttir.Lögreglan Stóra áskorunin hvenær eigi að slaka á aðgerðum Alma Möller, landlæknir, sagði að faraldurinn væri alvarlegur og full ástæða til að hlýða fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda sem miði að því að teygja á faraldrinum og hefta útbreiðslu hans. Heilbrigðiskerfið ráði við að fá marga veika yfir langan tíma en ekki ef þeir komi allir á örfáum dögum. Núverandi spálíkan geri ráð fyrir að 24-44 þurfi inn á gjörgæslu vegna veikindanna og sagði Alma það í samræmi við svartsýnustu spá og jafnvel ríflega það. Vonir séu einnig bundnar við að takist að teygja á faraldrinum vinnist tími til að þróa meðferð við sjúkdómnum. Sagði Alma að um 300 rannsóknir væru nú í gangi í heiminum en eins og stendur snúist viðbrögðin um almenna gjörgæslumeðferð. Þórólfur sagði að stóra áskorunin sem yfirvöld standa nú frammi fyrir væri hvenær eigi að aflétta aðgerðum sem gripið hefur verið til í baráttunni gegn útbreiðslu veirunnar. Halda yrði áfram þeim aðgerðum sem nú eru í gildi og varaði Þórólfur við því að landsmenn ættu að búa sig undir að þær yrðu það áfram um eitthvert skeið og í einhverri mynd. Aflétta þurfi aðgerðum hægt því að öðrum kosti sé hætta á að faraldurinn blossi upp aftur. Þá sagði Þórólfur engin áform uppi um að herða á aðgerðum. Vika sé liðin frá því að reglur um takmarka samkomur fólks hafi verið hertar fyrir viku og árangur af því eigi enn eftir að koma í ljós. Faraldurinn sé ekki í slíkum vexti að það réttlæti harðari aðgerðir. Spurður að því hvort að komið gæti að því að smit væru svo útbreidd að sóttkví væru ekki lengur ákjósanleg ráðstöfun neitaði Þórólfur því alfarið. Hátt hlutfall þeirra sem greinist smitaðir séu í sóttkví og þannig hafi verið komi í veg fyrir að það fólk smitaði út frá sér. „Það eru engin rök til að hætta því, ekki nema við viljum sleppa þessum faraldri lausum,“ sagði hann. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira