Ríkisstjórn Taívan skammast út í WHO Samúel Karl Ólason skrifar 30. mars 2020 15:54 Yfirvöldum í Taívan hefur verið hrósað fyrir að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu veirunnar og það að mestu vegna þess að þar var mjög fljótt gripið til aðgerða. AP/Chiang Ying-ying Ríkisstjórn Taívan segir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) ekki hafa deilt gögnum og upplýsingum baráttuna gegn faraldri nýju kórónuveirunnar þar í landi með öðrum ríkjum. Taívan er ekki aðili að WHO sem er stofnun Sameinuðu þjóðanna vegna þrýstings frá Kína, sem gerir tilkall til eyjunnar og hefur gert í áratugi. Þar er fólk þó ósátt með aðildarleysið og segja að það að halda ríkinu utan WHO á meðan heimsfaraldur geisar sé í raun að spila pólitík með líf fólks í Taívan. Yfirvöldum í Taívan hefur verið hrósað fyrir að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu veirunnar og það að mestu vegna þess að þar var mjög fljótt gripið til aðgerða, samkvæmt frétt Reuters. Í umfjöllun BBC segir að Taívan sé af mörgum talið eitt fárra ríkja heims sem hafi komið í veg fyrir faraldur án þess að grípa til umfangsmikilla inngripa í líf almennings eða koma niður á réttindum þeirra. Í síðustu viku sagði ríkisstjórn Taívan að forsvarsmenn WHO hefðu hunsað spurningar þeirra í upphafi útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Hér má sjá viðtal sjónvarpsstöðvar í Hong Kong við Bruce Aylward, aðstoðarframkvæmdastjóra WHO sem birt var á laugardaginn. Þar var hann spurður hvort WHO ætlaði að endurskoða aðild Taívan að stofnuninni. Aylward sagðist ekki heyra spurninguna og bað fréttakonuna um að spyrja annarrar spurningar. Hún spurði þeirrar sömu aftur og virtist sem Aylward skellti á hana. Þegar hún hringdi aftur í hann og sagðist vilja tala um Taívan, sagðist hann þegar hafa talað um Kína. Bruce Aylward @WHO did an interview with HK's @rthk_news When asked about #Taiwan he pretended not to hear the question. The journalist asked again & he even hung up! Woo can't believe how corrupted @WHO is. pic.twitter.com/uyBytfO3LP— Studio Incendo (@studioincendo) March 28, 2020 Í gær sendi WHO svo út tilkynningu þar sem því var haldið fram að stofnunin fylgdist náið með vendingum í Taívan og að lexíur hefðu lærst vegna viðbragða þar. Í dags sagði talsmaður utanríkisráðuneytis Taívan að WHO þyrfti að endurskoða þær óréttmætu takmarkanir sem settar hefðu verið á landið sem byggðu á pólitík. Hann sagði að þrátt fyrir að Taívan gæti komið skilaboðum áleiðis til WHO og fengið upplýsingar þaðan, hefði WHO aldrei deilt upplýsingum frá Taívan áfram. Þar að auki hafi Taívan ekki fengið aðgang að bróðurparti funda WHO undanfarinn áratug. Ofan á það tekur WHO alla tölfræði Taívan vegna faraldursins inn í tölfræði Kína. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Taívan Kína Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira
Ríkisstjórn Taívan segir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) ekki hafa deilt gögnum og upplýsingum baráttuna gegn faraldri nýju kórónuveirunnar þar í landi með öðrum ríkjum. Taívan er ekki aðili að WHO sem er stofnun Sameinuðu þjóðanna vegna þrýstings frá Kína, sem gerir tilkall til eyjunnar og hefur gert í áratugi. Þar er fólk þó ósátt með aðildarleysið og segja að það að halda ríkinu utan WHO á meðan heimsfaraldur geisar sé í raun að spila pólitík með líf fólks í Taívan. Yfirvöldum í Taívan hefur verið hrósað fyrir að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu veirunnar og það að mestu vegna þess að þar var mjög fljótt gripið til aðgerða, samkvæmt frétt Reuters. Í umfjöllun BBC segir að Taívan sé af mörgum talið eitt fárra ríkja heims sem hafi komið í veg fyrir faraldur án þess að grípa til umfangsmikilla inngripa í líf almennings eða koma niður á réttindum þeirra. Í síðustu viku sagði ríkisstjórn Taívan að forsvarsmenn WHO hefðu hunsað spurningar þeirra í upphafi útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Hér má sjá viðtal sjónvarpsstöðvar í Hong Kong við Bruce Aylward, aðstoðarframkvæmdastjóra WHO sem birt var á laugardaginn. Þar var hann spurður hvort WHO ætlaði að endurskoða aðild Taívan að stofnuninni. Aylward sagðist ekki heyra spurninguna og bað fréttakonuna um að spyrja annarrar spurningar. Hún spurði þeirrar sömu aftur og virtist sem Aylward skellti á hana. Þegar hún hringdi aftur í hann og sagðist vilja tala um Taívan, sagðist hann þegar hafa talað um Kína. Bruce Aylward @WHO did an interview with HK's @rthk_news When asked about #Taiwan he pretended not to hear the question. The journalist asked again & he even hung up! Woo can't believe how corrupted @WHO is. pic.twitter.com/uyBytfO3LP— Studio Incendo (@studioincendo) March 28, 2020 Í gær sendi WHO svo út tilkynningu þar sem því var haldið fram að stofnunin fylgdist náið með vendingum í Taívan og að lexíur hefðu lærst vegna viðbragða þar. Í dags sagði talsmaður utanríkisráðuneytis Taívan að WHO þyrfti að endurskoða þær óréttmætu takmarkanir sem settar hefðu verið á landið sem byggðu á pólitík. Hann sagði að þrátt fyrir að Taívan gæti komið skilaboðum áleiðis til WHO og fengið upplýsingar þaðan, hefði WHO aldrei deilt upplýsingum frá Taívan áfram. Þar að auki hafi Taívan ekki fengið aðgang að bróðurparti funda WHO undanfarinn áratug. Ofan á það tekur WHO alla tölfræði Taívan vegna faraldursins inn í tölfræði Kína.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Taívan Kína Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira