Dagur 6 og 7: Ferðalangur í eigin landi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. mars 2020 12:00 Í leit að hvölum. Garpur Elísabetarson ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. Vísir/Garpur Elísabetarson Ég ferðaðist eftir þjóðveginum í vesturátt. Stuðmenn ómuðu í útvarpinu og bílstjórinn söng hástöfum með. Fyrsti áfangastaður var Dettifoss. Foss allra fossa. Foss sem er sá kröftugasti í Evrópu. Ég var búinn að bíða spenntur eftir að hitta hann á ný. En þegar ég beygði inn veginn að fossinum þá tók á móti mér erfið sjón. Vegurinn að fossinum var ófær og þar af leiðandi lokaður. Þó svo að það hafi verið svekkjandi, þá kveikti ég bara í Stuðmönnum á ný og hækkaði róminn. Klippa: Dagur 6 og 7 - Ferðalangur í eigin landi Ég kom svo að Mývatni. Ég rúntaði hringinn í kring og stoppaði á nokkrum stöðum í kringum fallegt vatnið. Þó vindurinn blési, þá skein sólin og fjalladýrðin í kringum vatnið naut sýn vel. Ég stoppaði svo við Goðafoss. Hann beið þar, einn og yfirgefinn. Eins og venjulega var enginn á fossinum. Ég stóð þar um stund og við áttum einlægt samtal áður en ég skildi hann eftir með sjálfum sér í þungum þönkum. GoðafossVísir/Garpur ElísabetarsonEinmannalegt við GoðafossVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Leið mín lá til Húsavíkur þar sem ég ætlaði að reyna sjá hval. Það var eiginlega ekki í boði að reyna allavega ekki og því hafði ég samband við vini mína Heimi og Hörð, fallegustu feðga í norðrinu og eigendur Norður Siglingar. og þó víðar væri leitað. Vísir/Garpur Elísabetarson Þeir buðu mér um borð og við sigldum af stað. Hvalirnir eru greinilega í dvala eins og erlendu ferðamennirnir en úr varð yndisleg sigling í sólinni. Bjössi Sör frá Húsavík.Vísir/Garpur Elísabetarson Ég keyrði svo til Akureyrar þar sem bærinn tók á móti mér í kyrrð og ró í sólsetri. Þær tvær nætur sem ég gisti í höfuðborg norðursins eyddi ég hjá Hotel Kea, með fallegu útsýni yfir sjóinn. Vísir/Garpur Elísabetarson Því næst liggur leið mín áfram vestur, og leyfi ég tómum þjóðveginum bara að teyma mig áfram í leit að næsta áfangastað. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ferðalangur í eigin landi Tengdar fréttir Dagur fjögur og fimm: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. 30. mars 2020 11:00 Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Sjá meira
Ég ferðaðist eftir þjóðveginum í vesturátt. Stuðmenn ómuðu í útvarpinu og bílstjórinn söng hástöfum með. Fyrsti áfangastaður var Dettifoss. Foss allra fossa. Foss sem er sá kröftugasti í Evrópu. Ég var búinn að bíða spenntur eftir að hitta hann á ný. En þegar ég beygði inn veginn að fossinum þá tók á móti mér erfið sjón. Vegurinn að fossinum var ófær og þar af leiðandi lokaður. Þó svo að það hafi verið svekkjandi, þá kveikti ég bara í Stuðmönnum á ný og hækkaði róminn. Klippa: Dagur 6 og 7 - Ferðalangur í eigin landi Ég kom svo að Mývatni. Ég rúntaði hringinn í kring og stoppaði á nokkrum stöðum í kringum fallegt vatnið. Þó vindurinn blési, þá skein sólin og fjalladýrðin í kringum vatnið naut sýn vel. Ég stoppaði svo við Goðafoss. Hann beið þar, einn og yfirgefinn. Eins og venjulega var enginn á fossinum. Ég stóð þar um stund og við áttum einlægt samtal áður en ég skildi hann eftir með sjálfum sér í þungum þönkum. GoðafossVísir/Garpur ElísabetarsonEinmannalegt við GoðafossVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Leið mín lá til Húsavíkur þar sem ég ætlaði að reyna sjá hval. Það var eiginlega ekki í boði að reyna allavega ekki og því hafði ég samband við vini mína Heimi og Hörð, fallegustu feðga í norðrinu og eigendur Norður Siglingar. og þó víðar væri leitað. Vísir/Garpur Elísabetarson Þeir buðu mér um borð og við sigldum af stað. Hvalirnir eru greinilega í dvala eins og erlendu ferðamennirnir en úr varð yndisleg sigling í sólinni. Bjössi Sör frá Húsavík.Vísir/Garpur Elísabetarson Ég keyrði svo til Akureyrar þar sem bærinn tók á móti mér í kyrrð og ró í sólsetri. Þær tvær nætur sem ég gisti í höfuðborg norðursins eyddi ég hjá Hotel Kea, með fallegu útsýni yfir sjóinn. Vísir/Garpur Elísabetarson Því næst liggur leið mín áfram vestur, og leyfi ég tómum þjóðveginum bara að teyma mig áfram í leit að næsta áfangastað.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ferðalangur í eigin landi Tengdar fréttir Dagur fjögur og fimm: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. 30. mars 2020 11:00 Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Sjá meira
Dagur fjögur og fimm: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. 30. mars 2020 11:00