Þörf á úthaldi og þolgæði næstu vikurnar Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2020 15:15 Frá upplýsingafundi almannavarna 31. mars 2020. Frá vinstri: Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason, Alma Möller, Páll Matthíasson og Hulda Hjartardóttir. Lögreglan Sóttvarna- og landlæknir vara við því að reyna muni á úthald og þolgæði allra í aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins næstu vikurnar. Afar líklegt er að framlengja þurfi aðgerðir sem nú eru í gildi en er búist við því að tilkynnt verði um framhaldið öðru hvoru megin við helgina. Núverandi samkomubann gildir til 13. apríl en Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði að mjög líklegt væri að framlengja þyrfti slíkar aðgerðir til að fyrirbyggja að bakslag kæmi í árangur sem hefur náðst í að hefta útbreiðsluna. Tekist hafi að hægja á faraldrinum en ekki þurfi mikið að bregða út af til að skapa enn meira álag en nú er á heilbrigðiskerfið. „Það mun reyna á þolgæði og úthald allra. Ég bið menn að muna að þetta er langhlaup,“ sagði Þórólfur á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag. Skaut hann á að faraldurinn gæti verið hálfnaður þó að erfitt væri að setja tímamörk á það. „Við verðum að sýna úthald til að komast vel í gegnum þetta,“ sagði sóttvarnalæknir sem hefur áhyggjur af því að þreyta gæti komið í fólk vegna aðgerðanna og þá væri hætta á aukningu í faraldrinum. Í sama streng tók Alma Möller, landlæknir. Þreytu sér farið að gæta hjá heilbrigðisstarfsfólki sem sé undir miklu álagi þessa dagana. Bað hún stjórnendur og starfsmenn um að hlúa vel að sjálfum sér og hver öðrum því þeir þurfi að hafa úthald fyrir þær vikur sem eru framundan. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, varaði landsmenn sterklega við því að ferðast innanlands um páskana í næstu viku til að setja ekki óþarfa álag á heilbrigðiskerfi. „Við þurfum þolgæði til að ljúka þessum faraldri þannig að ekki gera það,“ sagði hann við þá sem hyggja á ferðalög. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ferðalög um páskana gætu sett enn meira álag á heilbrigðiskerfið Almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegará þönum vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki stendur þó til að herða á samkomubanni sem nú er í gildi yfir páskana. 31. mars 2020 14:54 Fleiri en 1.100 manns nú smitaðir og einn bætist við á gjörgæslu Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.135 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 49 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 31. mars 2020 13:00 Hlífðarbúnaður fyrir heilbrigðisstarfsfólk fer í hlössum Gríðarlegt magn hefur farið af hlífðarfatnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Verkefnastjóri hjá Landlækni biðlar til fólks að ofnota ekki fatnaðinn. 31. mars 2020 12:40 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
Sóttvarna- og landlæknir vara við því að reyna muni á úthald og þolgæði allra í aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins næstu vikurnar. Afar líklegt er að framlengja þurfi aðgerðir sem nú eru í gildi en er búist við því að tilkynnt verði um framhaldið öðru hvoru megin við helgina. Núverandi samkomubann gildir til 13. apríl en Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði að mjög líklegt væri að framlengja þyrfti slíkar aðgerðir til að fyrirbyggja að bakslag kæmi í árangur sem hefur náðst í að hefta útbreiðsluna. Tekist hafi að hægja á faraldrinum en ekki þurfi mikið að bregða út af til að skapa enn meira álag en nú er á heilbrigðiskerfið. „Það mun reyna á þolgæði og úthald allra. Ég bið menn að muna að þetta er langhlaup,“ sagði Þórólfur á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag. Skaut hann á að faraldurinn gæti verið hálfnaður þó að erfitt væri að setja tímamörk á það. „Við verðum að sýna úthald til að komast vel í gegnum þetta,“ sagði sóttvarnalæknir sem hefur áhyggjur af því að þreyta gæti komið í fólk vegna aðgerðanna og þá væri hætta á aukningu í faraldrinum. Í sama streng tók Alma Möller, landlæknir. Þreytu sér farið að gæta hjá heilbrigðisstarfsfólki sem sé undir miklu álagi þessa dagana. Bað hún stjórnendur og starfsmenn um að hlúa vel að sjálfum sér og hver öðrum því þeir þurfi að hafa úthald fyrir þær vikur sem eru framundan. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, varaði landsmenn sterklega við því að ferðast innanlands um páskana í næstu viku til að setja ekki óþarfa álag á heilbrigðiskerfi. „Við þurfum þolgæði til að ljúka þessum faraldri þannig að ekki gera það,“ sagði hann við þá sem hyggja á ferðalög.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ferðalög um páskana gætu sett enn meira álag á heilbrigðiskerfið Almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegará þönum vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki stendur þó til að herða á samkomubanni sem nú er í gildi yfir páskana. 31. mars 2020 14:54 Fleiri en 1.100 manns nú smitaðir og einn bætist við á gjörgæslu Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.135 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 49 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 31. mars 2020 13:00 Hlífðarbúnaður fyrir heilbrigðisstarfsfólk fer í hlössum Gríðarlegt magn hefur farið af hlífðarfatnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Verkefnastjóri hjá Landlækni biðlar til fólks að ofnota ekki fatnaðinn. 31. mars 2020 12:40 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
Ferðalög um páskana gætu sett enn meira álag á heilbrigðiskerfið Almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegará þönum vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki stendur þó til að herða á samkomubanni sem nú er í gildi yfir páskana. 31. mars 2020 14:54
Fleiri en 1.100 manns nú smitaðir og einn bætist við á gjörgæslu Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.135 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 49 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 31. mars 2020 13:00
Hlífðarbúnaður fyrir heilbrigðisstarfsfólk fer í hlössum Gríðarlegt magn hefur farið af hlífðarfatnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Verkefnastjóri hjá Landlækni biðlar til fólks að ofnota ekki fatnaðinn. 31. mars 2020 12:40
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði