Icelandair heldur miðjusætunum auðum Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. apríl 2020 12:30 Það hefur reynst auðvelt að tryggja fjarlægð á milli farþega í flugferðum Icelandair að undanförnu. Að óbreyttu munu miðjusætin í vélum Icelandair vera auð fram undir lok maí. Flugfélagið hefur reynt að forðast að raða í miðjusætin frá upphafi mánaðar af sóttvarnaástæðum til að tryggja aukna fjarlægð milli farþega. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir þó í samtali við Fréttablaðið að fólk geti farið fram á undanþágu, t.a.m. ef fjölskyldur ferðast saman. Það sé jafnframt lítið mál að framfylgja þessari nýsettu reglu þessa dagana, að sögn upplýsingafulltrúans. Flugfélagið hefur aðeins flogið til og frá Lundunum, Boston og Stokkhólmi á grundvelli samnings við íslenska ríkið sem tryggja á lágmarksflugsamgöngur. Forstjóri Ryanair fullur efasemda Fjölmörg flugfélög hafa farið sömu leið og Icelandair. Mörg af stærstu flugfélögum Bandaríkjanna; eins og Delta, Southwest og American Airlines, eru hætt að selja í miðjusætin auk þess sem Wizz Air, Air New Zeland og EasyJet hafa einnig sagst ætla að takmarka sætafjölda í vélum sínum. Forstjóri Ryanair, Michael O’Leary, gefur þó lítið fyrir þetta úrræði og lýsti því sem „brjálæði“ og „vitleysu“ í samtali við Reuters. Þrátt fyrir autt miðjusæti sé minna en tveggja metra bil milli farþega, bæði í sömu sætaröð og í röðunum fyrir framan og aftan. Uppfært klukkan 14:30. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var sagt að Icelandair væri hætt að selja í miðjusætin. Flugfélagið segir það þó hafa verið ónákvæmt orðalag. Hið rétta er að Icelandair reynir að raða þannig í vélar sínar að ekki sé setið í miðjusætinu. Orðalag fréttarinnar hefur verið lagfært í þá átt. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Að óbreyttu munu miðjusætin í vélum Icelandair vera auð fram undir lok maí. Flugfélagið hefur reynt að forðast að raða í miðjusætin frá upphafi mánaðar af sóttvarnaástæðum til að tryggja aukna fjarlægð milli farþega. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir þó í samtali við Fréttablaðið að fólk geti farið fram á undanþágu, t.a.m. ef fjölskyldur ferðast saman. Það sé jafnframt lítið mál að framfylgja þessari nýsettu reglu þessa dagana, að sögn upplýsingafulltrúans. Flugfélagið hefur aðeins flogið til og frá Lundunum, Boston og Stokkhólmi á grundvelli samnings við íslenska ríkið sem tryggja á lágmarksflugsamgöngur. Forstjóri Ryanair fullur efasemda Fjölmörg flugfélög hafa farið sömu leið og Icelandair. Mörg af stærstu flugfélögum Bandaríkjanna; eins og Delta, Southwest og American Airlines, eru hætt að selja í miðjusætin auk þess sem Wizz Air, Air New Zeland og EasyJet hafa einnig sagst ætla að takmarka sætafjölda í vélum sínum. Forstjóri Ryanair, Michael O’Leary, gefur þó lítið fyrir þetta úrræði og lýsti því sem „brjálæði“ og „vitleysu“ í samtali við Reuters. Þrátt fyrir autt miðjusæti sé minna en tveggja metra bil milli farþega, bæði í sömu sætaröð og í röðunum fyrir framan og aftan. Uppfært klukkan 14:30. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var sagt að Icelandair væri hætt að selja í miðjusætin. Flugfélagið segir það þó hafa verið ónákvæmt orðalag. Hið rétta er að Icelandair reynir að raða þannig í vélar sínar að ekki sé setið í miðjusætinu. Orðalag fréttarinnar hefur verið lagfært í þá átt.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira