Ekki tilbúin að hefja mótefnamælingar ennþá Kjartan Kjartansson skrifar 20. apríl 2020 15:33 Sóttvarnayfirvöld eru ekki tilbúin að hefja mótefnamælingar vegna nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum strax. Beðið er eftir því að besta aðferðin til að mæla mótefni hjá þeim sem hafa smitast verði fundin. Mótefnamæling er talin geta gefið betri mynd af því hversu útbreidd kórónuveiran er á Íslandi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði að yfirvöld bíði nú niðurstöðu rannsókna áður en þau hefja slíkar mælingar á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna faraldursins í dag. „Það er verið að reyna að finna bestu aðferðina til að mæla þessi mótefni. Það eru fjöldamörg próf í boði en þau eru misjöfn, mismunandi næm og mismunandi áreiðnaleg. Við viljum vera viss um það að við munum nota bestu prófin þegar við förum að mæla,“ sagði sóttvarnalæknir. Önnur lönd fást nú við sama vandamál og sagði Þórólfur að einhvern tíma gæti tekið að fá botn í málið. Ein af ástæðunum væri sú að sennilega væri ekki sama magn af mótefninu í fólki sem hefði orðið mikið veikt og hjá því sem hefði veikst minna. Ekki væri heldur víst hvort að það myndaði með sér sömu mótefnin. „Við þurfum að tryggja það að við getum verið með próf sem nær bæði til þeirra sem veikjast mikið og til þeirra sem veikjast lítið,“ sagði Þórólfur. Víðtæk skimun sem hefur farið fram á Íslandi geri sóttvarnayfirvöldum kleift að bera saman mótefnapróf hjá þeim sem hafa veikt mikið annars vegar og lítið hins vegar. „Það er ekki fyrr en við fáum niðurstöðu í þetta sem við getum farið af stað,“ sagði Þórólfur. Aðeins tvö ný smit greindust frá sunnudegi til mánudags og hafa nú alls 1.773 greinst með kórónuveiruna á Íslandi. Þórólfur sagði að þó að faraldurinn væri áfram í mikilli niðursveiflu þurfi svo lágar tölur ekki að þýða mikið. Benti hann þannig að óvenjulega fá sýni hafi verið tekin á milli daga, aðeins tæplega 400. Horfa þyrfti á faraldurinn í stærra samhengi og fylgjast áfram með þróun hans. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telja óhætt að hefja skólahald með hefðbundnu sniði Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum. 20. apríl 2020 15:06 Svona var 50. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í dag í Skógarhlíð 14. 20. apríl 2020 13:31 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Fleiri fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Sjá meira
Sóttvarnayfirvöld eru ekki tilbúin að hefja mótefnamælingar vegna nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum strax. Beðið er eftir því að besta aðferðin til að mæla mótefni hjá þeim sem hafa smitast verði fundin. Mótefnamæling er talin geta gefið betri mynd af því hversu útbreidd kórónuveiran er á Íslandi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði að yfirvöld bíði nú niðurstöðu rannsókna áður en þau hefja slíkar mælingar á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna faraldursins í dag. „Það er verið að reyna að finna bestu aðferðina til að mæla þessi mótefni. Það eru fjöldamörg próf í boði en þau eru misjöfn, mismunandi næm og mismunandi áreiðnaleg. Við viljum vera viss um það að við munum nota bestu prófin þegar við förum að mæla,“ sagði sóttvarnalæknir. Önnur lönd fást nú við sama vandamál og sagði Þórólfur að einhvern tíma gæti tekið að fá botn í málið. Ein af ástæðunum væri sú að sennilega væri ekki sama magn af mótefninu í fólki sem hefði orðið mikið veikt og hjá því sem hefði veikst minna. Ekki væri heldur víst hvort að það myndaði með sér sömu mótefnin. „Við þurfum að tryggja það að við getum verið með próf sem nær bæði til þeirra sem veikjast mikið og til þeirra sem veikjast lítið,“ sagði Þórólfur. Víðtæk skimun sem hefur farið fram á Íslandi geri sóttvarnayfirvöldum kleift að bera saman mótefnapróf hjá þeim sem hafa veikt mikið annars vegar og lítið hins vegar. „Það er ekki fyrr en við fáum niðurstöðu í þetta sem við getum farið af stað,“ sagði Þórólfur. Aðeins tvö ný smit greindust frá sunnudegi til mánudags og hafa nú alls 1.773 greinst með kórónuveiruna á Íslandi. Þórólfur sagði að þó að faraldurinn væri áfram í mikilli niðursveiflu þurfi svo lágar tölur ekki að þýða mikið. Benti hann þannig að óvenjulega fá sýni hafi verið tekin á milli daga, aðeins tæplega 400. Horfa þyrfti á faraldurinn í stærra samhengi og fylgjast áfram með þróun hans.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telja óhætt að hefja skólahald með hefðbundnu sniði Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum. 20. apríl 2020 15:06 Svona var 50. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í dag í Skógarhlíð 14. 20. apríl 2020 13:31 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Fleiri fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Sjá meira
Telja óhætt að hefja skólahald með hefðbundnu sniði Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum. 20. apríl 2020 15:06
Svona var 50. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í dag í Skógarhlíð 14. 20. apríl 2020 13:31