Innsigluðu þjóðstjórn í Ísrael Kjartan Kjartansson skrifar 20. apríl 2020 16:55 Kosningaauglýsing Blá og hvíta flokksins sem sýnir Gantz (t.v.) og Netanjahú (t.h.). Þeir vinna nú saman í þjóðstjórn næstu þrjú árin og eru sagðir ætla að skiptast á forsætisráðherrastólnum. AP/Oded Balilty Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og Benny Gantz, leiðtogi sstjórnarandstöðuflokksins Blá og hvíta flokksins, skrifuðu undir stjórnarsáttmála þjóðstjórnar í dag. Með samkomulaginu er bundinn endir á árslanga stjórnarkeppu þar sem þrennar þingkosningar hafa verið haldanar. Líkúd-flokkur Netanjahú og Blái og hvíti flokkurinn sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í dag um að þeir hefðu skrifað undir stjórnarsáttmála. Flokkarnir munu skipta með sér forsætisráðherrastólnum og byrjar Netanjahú á að gegna embættinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Pattstaða hefur ríkt í ísraelskum stjórnmálum undanfarið ár. Þingkosningar voru haldnar apríl og september í fyrra og aftur í mars á þessu ári en enginn flokkur hlaut afgerandi meirihluta í þeim. Spillingarmál vofir enn yfir Netanjahú forsætisráðherra og átti það að vera tekið fyrir hjá dómstólum á næstunni. Málinu var hins vegar frestað vegna kórónuveiruheimsfaraldursins sem nú geisar. Netanjahú er ákærður fyrir trúnaðarbrot í starfi, mútuþægni og fjársvik. Hann hefur neitað allri sök. Dómsmálið gegn Netanjahú er sagt hafa tafið fyrir stjórnarmyndunarviðræðunum. Óttast var um tíma að boða þyrfti til fjórðu þingkosninganna á rétt rúmu ári. Ísrael Tengdar fréttir Líkur á fjórðu þingkosningunum frá því í apríl 2019 Mögulega verður boðið til fjórðu þingkosninganna á skömmum tíma í Ísrael eftir að Benny Gantz tókst ekki að mynda meirihlutastjórn á tilskyldum tíma. 17. apríl 2020 20:05 Svíkur bandamenn sína og myndar ríkisstjórn með Netanyahu Benny Gantz, leiðtogi Bláhvíta bandalagsins og pólitískur andstæðingur Benjamin Netanyahu, þar til í dag, hefur samþykkt að mynda þjóðstjórn í Ísrael með forsætisráðherranum. 26. mars 2020 23:14 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Sjá meira
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og Benny Gantz, leiðtogi sstjórnarandstöðuflokksins Blá og hvíta flokksins, skrifuðu undir stjórnarsáttmála þjóðstjórnar í dag. Með samkomulaginu er bundinn endir á árslanga stjórnarkeppu þar sem þrennar þingkosningar hafa verið haldanar. Líkúd-flokkur Netanjahú og Blái og hvíti flokkurinn sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í dag um að þeir hefðu skrifað undir stjórnarsáttmála. Flokkarnir munu skipta með sér forsætisráðherrastólnum og byrjar Netanjahú á að gegna embættinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Pattstaða hefur ríkt í ísraelskum stjórnmálum undanfarið ár. Þingkosningar voru haldnar apríl og september í fyrra og aftur í mars á þessu ári en enginn flokkur hlaut afgerandi meirihluta í þeim. Spillingarmál vofir enn yfir Netanjahú forsætisráðherra og átti það að vera tekið fyrir hjá dómstólum á næstunni. Málinu var hins vegar frestað vegna kórónuveiruheimsfaraldursins sem nú geisar. Netanjahú er ákærður fyrir trúnaðarbrot í starfi, mútuþægni og fjársvik. Hann hefur neitað allri sök. Dómsmálið gegn Netanjahú er sagt hafa tafið fyrir stjórnarmyndunarviðræðunum. Óttast var um tíma að boða þyrfti til fjórðu þingkosninganna á rétt rúmu ári.
Ísrael Tengdar fréttir Líkur á fjórðu þingkosningunum frá því í apríl 2019 Mögulega verður boðið til fjórðu þingkosninganna á skömmum tíma í Ísrael eftir að Benny Gantz tókst ekki að mynda meirihlutastjórn á tilskyldum tíma. 17. apríl 2020 20:05 Svíkur bandamenn sína og myndar ríkisstjórn með Netanyahu Benny Gantz, leiðtogi Bláhvíta bandalagsins og pólitískur andstæðingur Benjamin Netanyahu, þar til í dag, hefur samþykkt að mynda þjóðstjórn í Ísrael með forsætisráðherranum. 26. mars 2020 23:14 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Sjá meira
Líkur á fjórðu þingkosningunum frá því í apríl 2019 Mögulega verður boðið til fjórðu þingkosninganna á skömmum tíma í Ísrael eftir að Benny Gantz tókst ekki að mynda meirihlutastjórn á tilskyldum tíma. 17. apríl 2020 20:05
Svíkur bandamenn sína og myndar ríkisstjórn með Netanyahu Benny Gantz, leiðtogi Bláhvíta bandalagsins og pólitískur andstæðingur Benjamin Netanyahu, þar til í dag, hefur samþykkt að mynda þjóðstjórn í Ísrael með forsætisráðherranum. 26. mars 2020 23:14