Sakar framkvæmdastjórn SÁÁ um „ofbeldi og einelti gagnvart starfsfólki og skjólstæðingum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. mars 2020 17:28 Mikillar ólgu hefur gætt innan SÁÁ síðustu daga. Vísir/Vihelm Hörður J. Oddfríðarson, varastjórnarmaður í aðalstjórn SÁÁ og dagskrárstjóri samtakanna, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir ljóst að SÁÁ ætli sér að halda áfram „ofbeldi sínu og einelti“ gagnvart starfsfólki og skjólstæðingum samtakanna, eins og hann orðar það sjálfur. Í tilkynningunni kemur fram að á fundi aðalstjórnar samtakanna í fyrradag hafi tillaga hans, sem skoraði á framkvæmdastjórn SÁÁ að finna aðra leið fyrir 31.mars 2020 til að leysa úr fjárhagsvanda SÁÁ vegna Coronu veirunnar á annan hátt en með því að segja upp sálfræðingum og ráðgjöfum á meðferðarsviði samtakanna, verið samþykkt. „Framkvæmdastjórn SÁÁ hefur ekki verið kölluð saman ennþá eftir stjórnarfundinn og þar með ljóst að framkvæmdastjórn ætlar að hafa að engu samþykktir aðalstjórnar SÁÁ og halda áfram ofbeldi sínu og einelti gagnvart starfsfólki og skjólstæðingum SÁÁ,“ segir einnig í tilkynningunni. Þá segir Hörður að með aðgerðarleysi hafi framkvæmdastjórnin sýnt fram á að „getuleysi hennar er algert, hún öllu trausti rúin og meðlimir aðalstjórnar SÁÁ hafðir af fíflum.“ Mikillar ólgu hefur gætt innan SÁÁ síðustu daga eftir að fregnir bárust af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. Valgerður hefur sjálf sagt að ástæða starfslokanna sé djúpstæður ágreiningur við formann SÁÁ, Arnþór Jónsson. Valgerður sagði sjálf í viðtölum við fjölmiðla í liðinni viku að hún hefði ekki getað sætt sig við að teknar væru ákvarðanir um að segja upp lykilstarfsfólki á Vogi, án þess að það væri gert í samráði við hana eða aðra yfirmenn. Átta starfsmönnum var sagt upp á Vogi í síðustu viku, mestmegnis sálfræðingum. Skipulagsbreytingarnar hafa sagðar verið tilkomnar vegna þeirrar stöðu sem nú blasir við vegna kórónuveirunnar. Ólga innan SÁÁ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óttast að meðferðarstarf SÁÁ fari 30 ár aftur í tímann Forstjóri sjúkrahússins á Vogi segir vel koma til greina að draga uppsögn sína til baka hjá stofnuninni. Yfirlæknir óttast að meðferðarstarf þar fari 30 ár aftur í tímann verði núverandi framkvæmdastjórn og formaður enn við stjórnvölinn. 30. mars 2020 19:00 Felldu vantrauststillögu á framkvæmdastjórn SÁÁ Vantrauststillaga sem borin var fram á hendur framkvæmdastjórn SÁÁ var felld á stjórnarfundi samtakanna í gærkvöld. 30. mars 2020 09:09 Starfsfólk lýsir yfir vantrausti á framkvæmdastjórn og kalla eftir því að uppsagnir verði dregnar til baka Þetta kemur fram í yfirlýsingu yfir sextíu starfsmanna þar sem þau segja framkomu formannsins og framkvæmdastjórnarinnar hafa valdið því að nú ríki algjört vantraust á milli starfsfólks meðferðarsviðsins og framkvæmdastjórnar. 28. mars 2020 18:23 Þrír segja sig úr framkvæmdastjórn SÁÁ Þrír meðlimir framkvæmdastjórnar SÁÁ hafa tilkynnt úrsögn sína í kjölfar uppsagnar Valgerðar Á. Rúnarsdóttur yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 21:02 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Hörður J. Oddfríðarson, varastjórnarmaður í aðalstjórn SÁÁ og dagskrárstjóri samtakanna, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir ljóst að SÁÁ ætli sér að halda áfram „ofbeldi sínu og einelti“ gagnvart starfsfólki og skjólstæðingum samtakanna, eins og hann orðar það sjálfur. Í tilkynningunni kemur fram að á fundi aðalstjórnar samtakanna í fyrradag hafi tillaga hans, sem skoraði á framkvæmdastjórn SÁÁ að finna aðra leið fyrir 31.mars 2020 til að leysa úr fjárhagsvanda SÁÁ vegna Coronu veirunnar á annan hátt en með því að segja upp sálfræðingum og ráðgjöfum á meðferðarsviði samtakanna, verið samþykkt. „Framkvæmdastjórn SÁÁ hefur ekki verið kölluð saman ennþá eftir stjórnarfundinn og þar með ljóst að framkvæmdastjórn ætlar að hafa að engu samþykktir aðalstjórnar SÁÁ og halda áfram ofbeldi sínu og einelti gagnvart starfsfólki og skjólstæðingum SÁÁ,“ segir einnig í tilkynningunni. Þá segir Hörður að með aðgerðarleysi hafi framkvæmdastjórnin sýnt fram á að „getuleysi hennar er algert, hún öllu trausti rúin og meðlimir aðalstjórnar SÁÁ hafðir af fíflum.“ Mikillar ólgu hefur gætt innan SÁÁ síðustu daga eftir að fregnir bárust af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. Valgerður hefur sjálf sagt að ástæða starfslokanna sé djúpstæður ágreiningur við formann SÁÁ, Arnþór Jónsson. Valgerður sagði sjálf í viðtölum við fjölmiðla í liðinni viku að hún hefði ekki getað sætt sig við að teknar væru ákvarðanir um að segja upp lykilstarfsfólki á Vogi, án þess að það væri gert í samráði við hana eða aðra yfirmenn. Átta starfsmönnum var sagt upp á Vogi í síðustu viku, mestmegnis sálfræðingum. Skipulagsbreytingarnar hafa sagðar verið tilkomnar vegna þeirrar stöðu sem nú blasir við vegna kórónuveirunnar.
Ólga innan SÁÁ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óttast að meðferðarstarf SÁÁ fari 30 ár aftur í tímann Forstjóri sjúkrahússins á Vogi segir vel koma til greina að draga uppsögn sína til baka hjá stofnuninni. Yfirlæknir óttast að meðferðarstarf þar fari 30 ár aftur í tímann verði núverandi framkvæmdastjórn og formaður enn við stjórnvölinn. 30. mars 2020 19:00 Felldu vantrauststillögu á framkvæmdastjórn SÁÁ Vantrauststillaga sem borin var fram á hendur framkvæmdastjórn SÁÁ var felld á stjórnarfundi samtakanna í gærkvöld. 30. mars 2020 09:09 Starfsfólk lýsir yfir vantrausti á framkvæmdastjórn og kalla eftir því að uppsagnir verði dregnar til baka Þetta kemur fram í yfirlýsingu yfir sextíu starfsmanna þar sem þau segja framkomu formannsins og framkvæmdastjórnarinnar hafa valdið því að nú ríki algjört vantraust á milli starfsfólks meðferðarsviðsins og framkvæmdastjórnar. 28. mars 2020 18:23 Þrír segja sig úr framkvæmdastjórn SÁÁ Þrír meðlimir framkvæmdastjórnar SÁÁ hafa tilkynnt úrsögn sína í kjölfar uppsagnar Valgerðar Á. Rúnarsdóttur yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 21:02 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Óttast að meðferðarstarf SÁÁ fari 30 ár aftur í tímann Forstjóri sjúkrahússins á Vogi segir vel koma til greina að draga uppsögn sína til baka hjá stofnuninni. Yfirlæknir óttast að meðferðarstarf þar fari 30 ár aftur í tímann verði núverandi framkvæmdastjórn og formaður enn við stjórnvölinn. 30. mars 2020 19:00
Felldu vantrauststillögu á framkvæmdastjórn SÁÁ Vantrauststillaga sem borin var fram á hendur framkvæmdastjórn SÁÁ var felld á stjórnarfundi samtakanna í gærkvöld. 30. mars 2020 09:09
Starfsfólk lýsir yfir vantrausti á framkvæmdastjórn og kalla eftir því að uppsagnir verði dregnar til baka Þetta kemur fram í yfirlýsingu yfir sextíu starfsmanna þar sem þau segja framkomu formannsins og framkvæmdastjórnarinnar hafa valdið því að nú ríki algjört vantraust á milli starfsfólks meðferðarsviðsins og framkvæmdastjórnar. 28. mars 2020 18:23
Þrír segja sig úr framkvæmdastjórn SÁÁ Þrír meðlimir framkvæmdastjórnar SÁÁ hafa tilkynnt úrsögn sína í kjölfar uppsagnar Valgerðar Á. Rúnarsdóttur yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 21:02