Bílasala hefur dregist saman um rúmlega helming í Evrópu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 21. apríl 2020 07:00 Bílar sem bíða tollafgreiðslu við Sundahöfn. MYND/vilhelm Gunnarsson Bílasala í Evrópu hefur dregist saman um um rúmlega helming á milli mars í fyrra og mars í ár. Í mars 2019 seldust 1,2 milljón nýrra bíla innan Evrópusambandsins en í ár voru það 570 þúsund. Þá hefur samdráttur bílasölu á Ítalíu numið um 85%. Svipaða sögu er að segja í Frakklandi, þar var samdráttur á milli mars mánaða í ár og í fyrra 72%, samkvæmt vef FÍB. Á fyrsta ársfjórðungi í ár seldust tæplega 2,5 milljónir nýrra bíla í Evrópusambandinu. Það er 25,6% færri bílar en á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Peugeot er söluhæsta tegund álfunnar í mars, Peugeot seldist í tæpum 23 þúsund eintökum í mars. Rafbílar Sala á rafbílum er um 8% af heildarsölu nýrra bíla í Evrópu. Rafbílar hafa verið í sókn í álfunni undanfarna mánuði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent
Bílasala í Evrópu hefur dregist saman um um rúmlega helming á milli mars í fyrra og mars í ár. Í mars 2019 seldust 1,2 milljón nýrra bíla innan Evrópusambandsins en í ár voru það 570 þúsund. Þá hefur samdráttur bílasölu á Ítalíu numið um 85%. Svipaða sögu er að segja í Frakklandi, þar var samdráttur á milli mars mánaða í ár og í fyrra 72%, samkvæmt vef FÍB. Á fyrsta ársfjórðungi í ár seldust tæplega 2,5 milljónir nýrra bíla í Evrópusambandinu. Það er 25,6% færri bílar en á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Peugeot er söluhæsta tegund álfunnar í mars, Peugeot seldist í tæpum 23 þúsund eintökum í mars. Rafbílar Sala á rafbílum er um 8% af heildarsölu nýrra bíla í Evrópu. Rafbílar hafa verið í sókn í álfunni undanfarna mánuði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent