Jóhann hefði spilað gegn Rúmeníu: „Hefði bara keyrt á þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2020 20:00 Jóhann Berg Guðmundsson í leik gegn Tyrkjum á Laugardalsvelli í fyrrasumar. VÍSIR/GETTY Jóhann Berg Guðmundsson segir að hann hefði getað spilað með Íslandi gegn Rúmeníu í síðustu viku ef leiknum hefði ekki verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Jóhann hefur aðeins leikið sjö deildarleiki fyrir Burnley í ensku úrvalsdeildinni í vetur en meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá honum. Þess vegna ríkti óvissa um það hvort hann gæti spilað með landsliðinu um að komast á EM. Leiknum við Rúmeníu, sem fara átti fram 26. mars, var hins vegar frestað til 4. júní. „Þetta tímabil er búið að vera gríðarlega erfitt hjá mér, meiðslalega séð. Það eru mörg vöðvameiðsli búin að vera að stríða mér. Ég var meiddur í kálfanum en ég hefði verið „fit“ og ég hefði spilað þennan leik. Ég hefði örugglega æft 1-2 sinnum með liðinu en ég hefði bara gert það og keyrt á þetta. Ég var kominn á þokkalegan stað og held að ég hefði náð þessum leik,“ sagði Jóhann í Sportinu í dag. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott og hefur Jóhann getað nýtt hléið sem nú er í fótboltanum til að koma skrokknum í enn betra ástand: „Ég er náttúrlega búinn að missa mikið af fótbolta á þessu tímabili og það yrði náttúrulega frábært fyrir mig persónulega að koma sterkur inn í þessa níu leiki sem eftir eru af úrvalsdeildinni og svo þessa leiki með landsliðinu. En það er ómögulegt að segja hvað gerist í þessu. Ef deildin fer aftur af stað, hvenær sem það verður, þá verð ég 100 prósent klár.“ Klippa: Sportið í dag - Jóhann Berg í viðtali Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Sportið í dag Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson segir að hann hefði getað spilað með Íslandi gegn Rúmeníu í síðustu viku ef leiknum hefði ekki verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Jóhann hefur aðeins leikið sjö deildarleiki fyrir Burnley í ensku úrvalsdeildinni í vetur en meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá honum. Þess vegna ríkti óvissa um það hvort hann gæti spilað með landsliðinu um að komast á EM. Leiknum við Rúmeníu, sem fara átti fram 26. mars, var hins vegar frestað til 4. júní. „Þetta tímabil er búið að vera gríðarlega erfitt hjá mér, meiðslalega séð. Það eru mörg vöðvameiðsli búin að vera að stríða mér. Ég var meiddur í kálfanum en ég hefði verið „fit“ og ég hefði spilað þennan leik. Ég hefði örugglega æft 1-2 sinnum með liðinu en ég hefði bara gert það og keyrt á þetta. Ég var kominn á þokkalegan stað og held að ég hefði náð þessum leik,“ sagði Jóhann í Sportinu í dag. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott og hefur Jóhann getað nýtt hléið sem nú er í fótboltanum til að koma skrokknum í enn betra ástand: „Ég er náttúrlega búinn að missa mikið af fótbolta á þessu tímabili og það yrði náttúrulega frábært fyrir mig persónulega að koma sterkur inn í þessa níu leiki sem eftir eru af úrvalsdeildinni og svo þessa leiki með landsliðinu. En það er ómögulegt að segja hvað gerist í þessu. Ef deildin fer aftur af stað, hvenær sem það verður, þá verð ég 100 prósent klár.“ Klippa: Sportið í dag - Jóhann Berg í viðtali Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Sportið í dag Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Sjá meira