Hleypur 310 km fyrir Þór/KA og Hamrana: „Alveg nógu þrjóskur til þess“ Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2020 23:00 Þór/KA á dyggan bakhjarl í Haraldi Ingólfssyni. VÍSIIR/BÁRA Það er leitun að dyggari stuðningsmanni en Haraldi Ingólfssyni sem ætlar að hlaupa yfir 300 kílómetra í apríl til styrktar liðum Þórs/KA og Hamranna í fótbolta kvenna. Haraldur hefur starfað í kringum liðin og vildi leggja hönd á plóg í fjáröflunarstarfi þeirra. Þess vegna leggur hann af stað kl. 9.30 á Þórsvelli á morgun og hleypur fyrstu kílómetrana af þeim 310 sem hann ætlar að fara í apríl. „Íþróttafólk er sífellt að vinna og selja í alls konar fjáröflunum. Stelpurnar í Þór/KA og Hömrunum selja nú ýmislegt, meðal annars klósettpappír sem gæti nú verið vinsæll þessa dagana. Um miðjan febrúar voru þær að selja sokka frá Smart Socks og þá kom komment frá Stefáni Frey í stjórn Þórs/KA um hvort ég ætlaði ekki að hlaupa einn kílómetra fyrir hvert sokkapar sem sú söluhæsta myndi selja. Ef einhver myndi selja 15 pör myndi ég þá hlaupa 15 kílómetra. Ég náttúrulega svaraði án þess að hugsa og sagðist myndu hlaupa kílómetra fyrir hvert par sem þær seldu allar saman. Þetta gekk til 15. mars og þá voru kallaðar inn sölutölur. Þá voru komin 310 pör og þá var ekki annað að gera en að standa við það. Ég ætla því að hlaupa 310 kílómetra í apríl,“ sagði Haraldur í Sportinu í dag. Haraldur kveðst búinn að bæta hlaupaformið síðustu daga en hann þarf að hlaupa rúmlega 10 kílómetra á dag að meðaltali. Hann stefnir hins vegar á að hlaupa frekar 12-14 kílómetra hverju sinni svo hann fái frídaga inn á milli: „Ég næ að klára þetta. Ég er alveg nógu þrjóskur til þess. Það stóð nú ekki í smáa letrinu en ég á nú von á því að þetta verði ekki allt það sem að vanir hlauparar myndu kalla „hlaup“. Ég kannski frekar skokka og svo kemur kannski einn og einn 400 metra hringur þar sem ég geng rösklega rétt til að ná andanum.“ Klippa: Haraldur Ingólfsson ætlar að hlaupa rúma 300km Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild kvenna Akureyri Sportið í dag Mest lesið Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Körfubolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
Það er leitun að dyggari stuðningsmanni en Haraldi Ingólfssyni sem ætlar að hlaupa yfir 300 kílómetra í apríl til styrktar liðum Þórs/KA og Hamranna í fótbolta kvenna. Haraldur hefur starfað í kringum liðin og vildi leggja hönd á plóg í fjáröflunarstarfi þeirra. Þess vegna leggur hann af stað kl. 9.30 á Þórsvelli á morgun og hleypur fyrstu kílómetrana af þeim 310 sem hann ætlar að fara í apríl. „Íþróttafólk er sífellt að vinna og selja í alls konar fjáröflunum. Stelpurnar í Þór/KA og Hömrunum selja nú ýmislegt, meðal annars klósettpappír sem gæti nú verið vinsæll þessa dagana. Um miðjan febrúar voru þær að selja sokka frá Smart Socks og þá kom komment frá Stefáni Frey í stjórn Þórs/KA um hvort ég ætlaði ekki að hlaupa einn kílómetra fyrir hvert sokkapar sem sú söluhæsta myndi selja. Ef einhver myndi selja 15 pör myndi ég þá hlaupa 15 kílómetra. Ég náttúrulega svaraði án þess að hugsa og sagðist myndu hlaupa kílómetra fyrir hvert par sem þær seldu allar saman. Þetta gekk til 15. mars og þá voru kallaðar inn sölutölur. Þá voru komin 310 pör og þá var ekki annað að gera en að standa við það. Ég ætla því að hlaupa 310 kílómetra í apríl,“ sagði Haraldur í Sportinu í dag. Haraldur kveðst búinn að bæta hlaupaformið síðustu daga en hann þarf að hlaupa rúmlega 10 kílómetra á dag að meðaltali. Hann stefnir hins vegar á að hlaupa frekar 12-14 kílómetra hverju sinni svo hann fái frídaga inn á milli: „Ég næ að klára þetta. Ég er alveg nógu þrjóskur til þess. Það stóð nú ekki í smáa letrinu en ég á nú von á því að þetta verði ekki allt það sem að vanir hlauparar myndu kalla „hlaup“. Ég kannski frekar skokka og svo kemur kannski einn og einn 400 metra hringur þar sem ég geng rösklega rétt til að ná andanum.“ Klippa: Haraldur Ingólfsson ætlar að hlaupa rúma 300km Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild kvenna Akureyri Sportið í dag Mest lesið Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Körfubolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira