Everton sagt ætla að reyna að kaupa bæði Bale og Ramsey Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2020 09:30 Aaron Ramsey og Gareth Bale fagna saman með velska landsliðinu á Cardiff City Stadium í undankeppni EM 2020. Getty/Nick Potts Everton ætlar sér að styrkja liðið sitt í sumar og nýjustu fréttir frá Goodison Park sýna að metnaðarfullum forráðamönnum félagsins er full alvara í því að fá stórstjörnur til félagsins. Velsku landsliðsstjörnurnar Gareth Bale og Aaron Ramsey eru nefnilega báðir orðaðir við Everton í nýjum fréttum frá Englandi en Bale spilar með Real Madrid og Ramsey með Juventus. Enski vefmiðillinn 90min.com slær þessu upp og vitnar í heimildarmenn sína innan félagsins. Ekki er vitað hvað þetta myndi þýða fyrir Gylfa Þór Sigurðsson sem þekkir það að spila við hlið Gareth Bale síðan á tíma sínum með Tottenham. Gylfi Þór Sigurðsson er enn dýrasti leikmaður Everton frá upphafi en það gæti breyst takist Everton að kaupa Gareth Bale eða Aaron Ramsey. Everton steig stórt skref í átt að því að geta fengið til síns stærri nöfn með því að ráða hinn virta knattspyrnustjóra Carlo Ancelotti í desember síðastliðnum. Það er öllum ljós að með því þá hugsa stjörnur sig aðeins lengur um þegar þeir fá tilboð frá Everton. Reports have linked Everton with big summer bids for Wales stars Gareth Bale and Aaron RamseyIt's in the latest football gossiphttps://t.co/mGcmqe0eZP pic.twitter.com/oBHpahNB7o— BBC Sport Wales (@BBCSportWales) March 31, 2020 Samkvæmt fréttinni þá telja forráðamenn Everton sig þurfa sex eða sjö toppleikmenn til viðbótar til þess að komast á þann stall sem félagið vill vera á. Forráðamenn Everton hafa því rætt þann möguleika á að fá tvær stærstu stjörnur velska landsliðsins til félagsins. Bæði Gareth Bale og Aaron Ramsey eru á útleið hjá sínum félögum. Bale hefur aldrei verið almennilega inn í myndinni hjá Real Madrid og Ramsey fann sig ekki hjá ítalska félaginu þangað sem hann kom frá Arsenal. Some interesting #EFC transfer rumourshttps://t.co/MKzZh2pWxj— Everton FC News (@LivEchoEFC) March 31, 2020 Real Madrid vill losna við Bale í sumar en menn þar á bæ eru ekki mjög spenntir að halda áfram að borga honum 350 þúsund pund í laun á viku en það eru 62 milljónir íslenskra króna. Bale gæti mögulega farið fyrir engan pening á láni sé viðkomandi félag tilbúið að taka á sig stærstan hluta launa hans. Aaron Ramsey spilaði aðeins níu leiki með Juventus í Seríu A á þessu tímabili sem var hans fyrsta á Ítalíu. Hann er ekki spenntur að eyða öðru tímabili á bekknum og Juventus væri tilbúið að selja hann fái það rétta tilboðið. Það er ljóst að launamál félaganna tveggja væri stór hindrun fyrir Everton en janframt gætu þeir styrkt liðið mjög mikið enda þekkja þeir vel til í ensku úrvalsdeildinni síðan Bale spilaði með Tottenham og Ramsey með Arsenal. Enski boltinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir Sjá meira
Everton ætlar sér að styrkja liðið sitt í sumar og nýjustu fréttir frá Goodison Park sýna að metnaðarfullum forráðamönnum félagsins er full alvara í því að fá stórstjörnur til félagsins. Velsku landsliðsstjörnurnar Gareth Bale og Aaron Ramsey eru nefnilega báðir orðaðir við Everton í nýjum fréttum frá Englandi en Bale spilar með Real Madrid og Ramsey með Juventus. Enski vefmiðillinn 90min.com slær þessu upp og vitnar í heimildarmenn sína innan félagsins. Ekki er vitað hvað þetta myndi þýða fyrir Gylfa Þór Sigurðsson sem þekkir það að spila við hlið Gareth Bale síðan á tíma sínum með Tottenham. Gylfi Þór Sigurðsson er enn dýrasti leikmaður Everton frá upphafi en það gæti breyst takist Everton að kaupa Gareth Bale eða Aaron Ramsey. Everton steig stórt skref í átt að því að geta fengið til síns stærri nöfn með því að ráða hinn virta knattspyrnustjóra Carlo Ancelotti í desember síðastliðnum. Það er öllum ljós að með því þá hugsa stjörnur sig aðeins lengur um þegar þeir fá tilboð frá Everton. Reports have linked Everton with big summer bids for Wales stars Gareth Bale and Aaron RamseyIt's in the latest football gossiphttps://t.co/mGcmqe0eZP pic.twitter.com/oBHpahNB7o— BBC Sport Wales (@BBCSportWales) March 31, 2020 Samkvæmt fréttinni þá telja forráðamenn Everton sig þurfa sex eða sjö toppleikmenn til viðbótar til þess að komast á þann stall sem félagið vill vera á. Forráðamenn Everton hafa því rætt þann möguleika á að fá tvær stærstu stjörnur velska landsliðsins til félagsins. Bæði Gareth Bale og Aaron Ramsey eru á útleið hjá sínum félögum. Bale hefur aldrei verið almennilega inn í myndinni hjá Real Madrid og Ramsey fann sig ekki hjá ítalska félaginu þangað sem hann kom frá Arsenal. Some interesting #EFC transfer rumourshttps://t.co/MKzZh2pWxj— Everton FC News (@LivEchoEFC) March 31, 2020 Real Madrid vill losna við Bale í sumar en menn þar á bæ eru ekki mjög spenntir að halda áfram að borga honum 350 þúsund pund í laun á viku en það eru 62 milljónir íslenskra króna. Bale gæti mögulega farið fyrir engan pening á láni sé viðkomandi félag tilbúið að taka á sig stærstan hluta launa hans. Aaron Ramsey spilaði aðeins níu leiki með Juventus í Seríu A á þessu tímabili sem var hans fyrsta á Ítalíu. Hann er ekki spenntur að eyða öðru tímabili á bekknum og Juventus væri tilbúið að selja hann fái það rétta tilboðið. Það er ljóst að launamál félaganna tveggja væri stór hindrun fyrir Everton en janframt gætu þeir styrkt liðið mjög mikið enda þekkja þeir vel til í ensku úrvalsdeildinni síðan Bale spilaði með Tottenham og Ramsey með Arsenal.
Enski boltinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir Sjá meira