Valsmenn kenna óvæntum „óvelkomnum“ uppákomum um slæma gengið á síðasta sumri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2020 17:00 Valsmenn horfðu á eftir Íslandsmeistaratitlinum til KR-inga. Vísir/Bára Valsmenn segjast ætla að draga lærdóm af síðasta tímabili í Pepsi Max deild karla þegar þeir enduðu 23 stigum frá Íslandsmeistaratitlinum og átta stigum frá sæti í Evrópukeppni. Valsmenn birtu í morgun ársreikning sinn frá síðasta ári og þar er einnig farið yfir gengi meistaraflokks karla á síðustu leiktíð. Hagnaður knattspyrnudeildarinnar minnkaði um 68 milljónir en var samt sá mesti af öllum liðum Pepsi Max deildarinnar eða 15,9 milljónir króna. Valsmenn mættu til leiks síðasta sumar sem tvöfaldir Íslandsmeistarar og var spáð Íslandsmeistaratitlinum af langflestum enda með frábært liða á pappírnum. Það gekk aftur á móti allt á afturfótunum allt sumarið og Valsliðið tapaði níu leikjum eða fimm fleirum en samanlagt sumurin 2017 og 2018. Valsmenn enduðu að lokum í sjötta sæti, 23 stigum á eftir Íslandsmeisturum KR og höfðu ekki verið neðar í deildinni í sjö ár. Stigasöfnun og tapleikir Vals undanfarin sumur Pepsi deildin 2015 33 stig og 7 tapleikir (5. sæti og bikarmeistarar) Pepsi deildin 2016 35 stig og 7 tapleikir (5. sæti og bikarmeistarar) Pepsi deildin 2017 50 stig og 2 tapleikir (Íslandsmeistarar) Pepsi deildin 2018 46 stig og 2 tapleikir (Íslandsmeistarar) Pepsi Max deildin 2019 29 stig og 9 tapleikir (6.sæti) „Óhætt er að segja að væntingar stjórnar, stuðningsmann og knattspyrnusamfélagsins fyrir keppnistímabilið 2019 hafi verið sanngjarnar og miklar fyrir árangri meistaraflokks karla Vals því miklu var tjaldað til í leikmannamálum, þjálfararteymi og allri umgjörð, niðurstaðan var hins vegar gríðarlega vonbrigði sem má ekki endurtaka sig og félagið verið að draga lærdóm af,“ segir í ársreikningi Valsmanna sem var gerður opinber í dag. „Eftirtaldir leikmenn gengu til liðs við félagið, Emil Sigvald Lyng, Lasse Petry, Garu Martin, Kaj Léo Bartalstovu, Garðar Bergmann Gunnlaugsson, Hannes Halldórsson og Patrick Pedersen snéri aftur um mitt sumar, allt eru þetta frábærir knattspyrnumenn sem miklar vonir voru bundnar við en meiðsli og óvæntar óvelkomnar uppákomur urðu þess valdandi að einhverjir af okkar leikmönnum náðu ekki að blómstra þetta sumarið og árangurinn varð eftir því,“ segir enn fremur í ársreikningi Valsmanna fyrir rekstrarárið 2019. Það má lesa allan ársreikninginn með því að smella hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Sjá meira
Valsmenn segjast ætla að draga lærdóm af síðasta tímabili í Pepsi Max deild karla þegar þeir enduðu 23 stigum frá Íslandsmeistaratitlinum og átta stigum frá sæti í Evrópukeppni. Valsmenn birtu í morgun ársreikning sinn frá síðasta ári og þar er einnig farið yfir gengi meistaraflokks karla á síðustu leiktíð. Hagnaður knattspyrnudeildarinnar minnkaði um 68 milljónir en var samt sá mesti af öllum liðum Pepsi Max deildarinnar eða 15,9 milljónir króna. Valsmenn mættu til leiks síðasta sumar sem tvöfaldir Íslandsmeistarar og var spáð Íslandsmeistaratitlinum af langflestum enda með frábært liða á pappírnum. Það gekk aftur á móti allt á afturfótunum allt sumarið og Valsliðið tapaði níu leikjum eða fimm fleirum en samanlagt sumurin 2017 og 2018. Valsmenn enduðu að lokum í sjötta sæti, 23 stigum á eftir Íslandsmeisturum KR og höfðu ekki verið neðar í deildinni í sjö ár. Stigasöfnun og tapleikir Vals undanfarin sumur Pepsi deildin 2015 33 stig og 7 tapleikir (5. sæti og bikarmeistarar) Pepsi deildin 2016 35 stig og 7 tapleikir (5. sæti og bikarmeistarar) Pepsi deildin 2017 50 stig og 2 tapleikir (Íslandsmeistarar) Pepsi deildin 2018 46 stig og 2 tapleikir (Íslandsmeistarar) Pepsi Max deildin 2019 29 stig og 9 tapleikir (6.sæti) „Óhætt er að segja að væntingar stjórnar, stuðningsmann og knattspyrnusamfélagsins fyrir keppnistímabilið 2019 hafi verið sanngjarnar og miklar fyrir árangri meistaraflokks karla Vals því miklu var tjaldað til í leikmannamálum, þjálfararteymi og allri umgjörð, niðurstaðan var hins vegar gríðarlega vonbrigði sem má ekki endurtaka sig og félagið verið að draga lærdóm af,“ segir í ársreikningi Valsmanna sem var gerður opinber í dag. „Eftirtaldir leikmenn gengu til liðs við félagið, Emil Sigvald Lyng, Lasse Petry, Garu Martin, Kaj Léo Bartalstovu, Garðar Bergmann Gunnlaugsson, Hannes Halldórsson og Patrick Pedersen snéri aftur um mitt sumar, allt eru þetta frábærir knattspyrnumenn sem miklar vonir voru bundnar við en meiðsli og óvæntar óvelkomnar uppákomur urðu þess valdandi að einhverjir af okkar leikmönnum náðu ekki að blómstra þetta sumarið og árangurinn varð eftir því,“ segir enn fremur í ársreikningi Valsmanna fyrir rekstrarárið 2019. Það má lesa allan ársreikninginn með því að smella hér.
Stigasöfnun og tapleikir Vals undanfarin sumur Pepsi deildin 2015 33 stig og 7 tapleikir (5. sæti og bikarmeistarar) Pepsi deildin 2016 35 stig og 7 tapleikir (5. sæti og bikarmeistarar) Pepsi deildin 2017 50 stig og 2 tapleikir (Íslandsmeistarar) Pepsi deildin 2018 46 stig og 2 tapleikir (Íslandsmeistarar) Pepsi Max deildin 2019 29 stig og 9 tapleikir (6.sæti)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Sjá meira