Fyrrverandi kennari arfleiddi Landbúnaðarháskólann að 200 milljónum Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. apríl 2020 09:51 Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri fékk rausnarlega gjöf frá fyrrverandi kennara. ja.is Fyrir andlát sitt þann 28. desember síðastliðinn bjó Magnús Óskarsson, fyrrverandi kennari og tilraunastjóri, þannig um hnútana að Landbúnaðarháskóli Íslands yrði arfleiddur að öllum hans eigum að honum látnum. Bændablaðið áætlar að þær hafi numið um 200 milljónum króna og er haft eftir rektor Landbúnaðarháskólans að gjöfin komi að góðum notum og að allir starfsmenn skólans séu þakklátir fyrir hana. Rektorinn segir jafnframt að arfinum hafi fylgt þau skilyrði að fjárhæðin verði nýtt til að efla anga skólans sem tengjast starfi Magnúsar, en hann bjó á Hvanneyri og starfaði við skólann alla sína starfsævi. Málverk af Magnúsi Óskarssyni í eigu skólans málað af Baltasar Samper.Landbúnðarháskóli Íslands Hlutverk Magnúsar var auk kennslu að koma upp grasafræðigarði og stunda tilraunir. Hann er þannig talinn einn af frumherjum í íslenskri tilrauna- og ræktunarsögu á sviði landbúnaðar. Arfinum er því ætlað að byggja upp aðstöðu til frekari rannsókna og kennslu á sviði jarðræktarfræða, umhverfisfræða og landnýtingar. Fjárhæðina megi einnig nýta til að efla íþróttaaðstöðu skólans eða verknámsaðstöðuna á Hvanneyri, að því er fram kemur í Bændablaðinu. Magnús Óskarsson lést sem fyrr segir í lok síðasta árs. Hann var 93 ára gamall. Magnús varð búfræðikandidat frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1953 og réðist svo til skólans sem kennari og tilraunastjóri eftir framhaldsnám og störf í Danmörku. Skóla - og menntamál Landbúnaður Andlát Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Sjá meira
Fyrir andlát sitt þann 28. desember síðastliðinn bjó Magnús Óskarsson, fyrrverandi kennari og tilraunastjóri, þannig um hnútana að Landbúnaðarháskóli Íslands yrði arfleiddur að öllum hans eigum að honum látnum. Bændablaðið áætlar að þær hafi numið um 200 milljónum króna og er haft eftir rektor Landbúnaðarháskólans að gjöfin komi að góðum notum og að allir starfsmenn skólans séu þakklátir fyrir hana. Rektorinn segir jafnframt að arfinum hafi fylgt þau skilyrði að fjárhæðin verði nýtt til að efla anga skólans sem tengjast starfi Magnúsar, en hann bjó á Hvanneyri og starfaði við skólann alla sína starfsævi. Málverk af Magnúsi Óskarssyni í eigu skólans málað af Baltasar Samper.Landbúnðarháskóli Íslands Hlutverk Magnúsar var auk kennslu að koma upp grasafræðigarði og stunda tilraunir. Hann er þannig talinn einn af frumherjum í íslenskri tilrauna- og ræktunarsögu á sviði landbúnaðar. Arfinum er því ætlað að byggja upp aðstöðu til frekari rannsókna og kennslu á sviði jarðræktarfræða, umhverfisfræða og landnýtingar. Fjárhæðina megi einnig nýta til að efla íþróttaaðstöðu skólans eða verknámsaðstöðuna á Hvanneyri, að því er fram kemur í Bændablaðinu. Magnús Óskarsson lést sem fyrr segir í lok síðasta árs. Hann var 93 ára gamall. Magnús varð búfræðikandidat frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1953 og réðist svo til skólans sem kennari og tilraunastjóri eftir framhaldsnám og störf í Danmörku.
Skóla - og menntamál Landbúnaður Andlát Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Sjá meira