„Þú hefur val um hvar þú vilt fæða barnið þitt“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. apríl 2020 20:00 Í nýjum þætti af hlaðvarpinu Kviknar er rætt um fæðingarstaði og fleira tengt fæðingum. Vísir/Vilhelm Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar er rætt um fæðingarstaði, fæðingarsögur og undirbúning fyrir fæðingu. Í þættinum, sem hefur titilinn Óskalistinn, er meðal annars rætt við Hafdísi Rúnarsdóttur ljósmóður en hún hefur starfað á sjúkrahúsinu á Akranesi í tvo áratugi. „Við erum fyrir heilbrigðar konur í heilbrigðri fæðingu með heilbrigð börn. Það er engin vökudeild á svæðinu,“ segir Hafdís um Akranes sem fæðingarstað. Einnig þurfa konur að hafa gengið fulla meðgöngu, 37 vikur eða lengur, til þess að geta nýtt sér þennan valmöguleika. „Þá erum við bara fantagóður kostur fyrir konur sem að vilja aðeins rólegra umhverfi, persónulegra.“ Ekki alltaf nauðsynlegt að fæða á spítala Hafdís segir að þó að Landspítalinn sé mikilvægur valkostur en það sé frábært að konur hafi val um nokkra fæðingarstaði, þar á meðal sitt eigið heimili. „Það er ekki margt sem þú hefur val um í okkar heilbrigðiskerfi en þú hefur val um það hvar þú vilt fæða barnið þitt. Þú getur farið á Selfoss, Keflavík, Ísafjörð, Akureyri, bara þar sem þú vilt og þetta er allt saman góðir staðir.“ Hafdís hvetur verðandi foreldra til þess að kynna sér vel alla valkosti áður en að fæðingunni kemur. „Nú er mikið um heimafæðingar af því að fólk vill ekki fara inn á hátæknisjúkdahús til að eiga börn. Ég meina hátæknisjúkrahús eru alveg nauðsynleg, en kannski ekki í þessu tilfelli ef allt er í góðu. Þá bara velur þú hvar þú vilt fara.“ Þáttinn Óskalistinn má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan á helstu efnisveitum eins og Spotify. Málunum reddað Að mati Hafdísar er vökudeild Landspítalans framúrskarandi á allan hátt. „Vökudeildin á Íslandi er bara besta vökudeild í heimi. Punktur.“ Hafdís segir að það fylgi því öryggi að hafa vökudeildina sem varaplan ef eitthvað kemur upp á í fæðingu. „Stundum er bara um líf og dauða að tefla og þá eru bara allir sem einn maður og krakkinn út, endurlífgun og vökudeild og málinu bjargað sem betur fer.“ Hún hefur aldrei á ferlinum heyrt fólk kvarta undan vökudeildinni. „Þetta er faglegt fólk fram í fingurgóma sem hugsar vel um foreldrana og börnin. Fólki líður vel að sjá barnið sitt þó að það sé kannski í kassa með alls konar leiðslur og slöngur og svona. Það er bara verið að redda málunum, þetta er yndislegt.“ Á Akranesi og hugsanlega víðar er í boði að heimsækja fæðingardeildinna og skoða hana. Á vef Landspítalans er hægt að skoða myndbönd um fæðingardeildina. Björkin býður einnig upp á fæðingar en taka skal fram að staðan er þannig núna að þær geta ekki bætt við sig skjólstæðingum, biðlistinn fullur fram í júlí en búið er að opna fyrir bókanir fyrir haustið. Foreldrar ættu að mati Hafdísar að taka vel upplýsta ákvörðun um fæðingarstað, sem sé „brilliant“ kostur við íslenskt heilbrigðiskerfi. „Ég vona að þetta breytist aldrei.“ View this post on Instagram Þetta er hún Hafdís okkar, ljósmóðir. Hún er ein þeirra kvenna sem unnið hafa að bókinni #Kviknar A post shared by Kviknar & Líf kviknar (@kviknar) on Dec 6, 2017 at 1:13am PST Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Í þættinum er einning rætt við Hildi Rós, um það hvernig það er að fæða barn eftir tvær erfiðar fyrri fæðingar. Auður hjá Jógasetrinu er svo aftur í viðtali hjá Kviknar og í þetta skipti ræðir hún um fæðingarundirbúning. Vignir Bollason segir í lokin frá því þegar hann og Arna Ýr Jónsdóttir eignuðust sitt fyrsta barn, sem fæddist í Björkinni. Kviknar Frjósemi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikilvægt að líða vel á meðgöngu Vignir Bollason kírópraktor sérhæfir sig í ófrískum konum og aðstoðar þær vegna verkja á meðgöngu. 16. apríl 2020 20:00 Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar er rætt um fæðingarstaði, fæðingarsögur og undirbúning fyrir fæðingu. Í þættinum, sem hefur titilinn Óskalistinn, er meðal annars rætt við Hafdísi Rúnarsdóttur ljósmóður en hún hefur starfað á sjúkrahúsinu á Akranesi í tvo áratugi. „Við erum fyrir heilbrigðar konur í heilbrigðri fæðingu með heilbrigð börn. Það er engin vökudeild á svæðinu,“ segir Hafdís um Akranes sem fæðingarstað. Einnig þurfa konur að hafa gengið fulla meðgöngu, 37 vikur eða lengur, til þess að geta nýtt sér þennan valmöguleika. „Þá erum við bara fantagóður kostur fyrir konur sem að vilja aðeins rólegra umhverfi, persónulegra.“ Ekki alltaf nauðsynlegt að fæða á spítala Hafdís segir að þó að Landspítalinn sé mikilvægur valkostur en það sé frábært að konur hafi val um nokkra fæðingarstaði, þar á meðal sitt eigið heimili. „Það er ekki margt sem þú hefur val um í okkar heilbrigðiskerfi en þú hefur val um það hvar þú vilt fæða barnið þitt. Þú getur farið á Selfoss, Keflavík, Ísafjörð, Akureyri, bara þar sem þú vilt og þetta er allt saman góðir staðir.“ Hafdís hvetur verðandi foreldra til þess að kynna sér vel alla valkosti áður en að fæðingunni kemur. „Nú er mikið um heimafæðingar af því að fólk vill ekki fara inn á hátæknisjúkdahús til að eiga börn. Ég meina hátæknisjúkrahús eru alveg nauðsynleg, en kannski ekki í þessu tilfelli ef allt er í góðu. Þá bara velur þú hvar þú vilt fara.“ Þáttinn Óskalistinn má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan á helstu efnisveitum eins og Spotify. Málunum reddað Að mati Hafdísar er vökudeild Landspítalans framúrskarandi á allan hátt. „Vökudeildin á Íslandi er bara besta vökudeild í heimi. Punktur.“ Hafdís segir að það fylgi því öryggi að hafa vökudeildina sem varaplan ef eitthvað kemur upp á í fæðingu. „Stundum er bara um líf og dauða að tefla og þá eru bara allir sem einn maður og krakkinn út, endurlífgun og vökudeild og málinu bjargað sem betur fer.“ Hún hefur aldrei á ferlinum heyrt fólk kvarta undan vökudeildinni. „Þetta er faglegt fólk fram í fingurgóma sem hugsar vel um foreldrana og börnin. Fólki líður vel að sjá barnið sitt þó að það sé kannski í kassa með alls konar leiðslur og slöngur og svona. Það er bara verið að redda málunum, þetta er yndislegt.“ Á Akranesi og hugsanlega víðar er í boði að heimsækja fæðingardeildinna og skoða hana. Á vef Landspítalans er hægt að skoða myndbönd um fæðingardeildina. Björkin býður einnig upp á fæðingar en taka skal fram að staðan er þannig núna að þær geta ekki bætt við sig skjólstæðingum, biðlistinn fullur fram í júlí en búið er að opna fyrir bókanir fyrir haustið. Foreldrar ættu að mati Hafdísar að taka vel upplýsta ákvörðun um fæðingarstað, sem sé „brilliant“ kostur við íslenskt heilbrigðiskerfi. „Ég vona að þetta breytist aldrei.“ View this post on Instagram Þetta er hún Hafdís okkar, ljósmóðir. Hún er ein þeirra kvenna sem unnið hafa að bókinni #Kviknar A post shared by Kviknar & Líf kviknar (@kviknar) on Dec 6, 2017 at 1:13am PST Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Í þættinum er einning rætt við Hildi Rós, um það hvernig það er að fæða barn eftir tvær erfiðar fyrri fæðingar. Auður hjá Jógasetrinu er svo aftur í viðtali hjá Kviknar og í þetta skipti ræðir hún um fæðingarundirbúning. Vignir Bollason segir í lokin frá því þegar hann og Arna Ýr Jónsdóttir eignuðust sitt fyrsta barn, sem fæddist í Björkinni.
Kviknar Frjósemi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikilvægt að líða vel á meðgöngu Vignir Bollason kírópraktor sérhæfir sig í ófrískum konum og aðstoðar þær vegna verkja á meðgöngu. 16. apríl 2020 20:00 Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Mikilvægt að líða vel á meðgöngu Vignir Bollason kírópraktor sérhæfir sig í ófrískum konum og aðstoðar þær vegna verkja á meðgöngu. 16. apríl 2020 20:00
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp