Innlent

Ljósleiðarar hvergi betur nýttir í Evrópu

Andri Eysteinsson skrifar
Ljósleiðari bætir hraðann á Internetinu til muna.
Ljósleiðari bætir hraðann á Internetinu til muna.

Hlutfall heimila á Íslandi sem nýta sér ljóleiðara er 65,9%  og er hlutfallið það hæsta í Evrópu samkvæmt úttekt Ljósleiðararáðs Evrópu, (Fibre to the Home Council Europe) sem er félag yfir 150 fjarskiptafyrirtækja.

Á eftir Íslandi koma Hvít-Rússar með 62,8% nýtingu og í þriðja sæti Spánverjar með 54,3% nýtingu. Gagnaveita Reykjavíkur, sem á og rekur Ljósleiðarann, áætlar að árið 2023 verði um 90% heimila tengd ljósleiðara.

Í dag eru yfir 120.000 heimili tengd ljósleiðara eða um 82%.

„Við höfum öll séð kosti ljósleiðarans núna á þessum tímum Covid-19 og mikilvægi öflugra og traustra nettenginga. Ísland er nú í fyrsta sæti hvað varðar hlutfall ljósleiðaratenginga í notkun í allri Evrópu. Þessi öfundsverða staða er Íslandi styrkur í samkeppni þjóða og skiptir lykilmáli fyrir þróunarmöguleika atvinnulífs og byggðar í framtíðinni,“ segir Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur í tilkynningu frá Gagnaveitu Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×