Raunveruleikaþættirnir Britain´s Got Talent eru gríðarlega vinsælir en þar sýna keppendur þeirra helstu hæfileika til að reyna komast alla leið og hafa sigur úr bítum í hverri þáttaröð.
Flestir reyna fyrir sér í söng, þrátt fyrir að leyfilegt sé að keppa í hverju sem er.
Oft mæta keppendur til leiks með mikla sögu og jafnvel fallega boðskap. Þá má oft sjá dómarana og áhorfendur í sal fella tár.
Á YouTube-síðu Britain´s Got Talent er búið að taka saman tilfinningaríkustu áheyrnaprufurnar í sögu þáttanna og má sjá þær hér að neðan.