Þeir sem veikjast mynda sterkara mótefni gagnvart veirunni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 24. apríl 2020 19:45 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Lögreglan/Júlíus Engin ný kórónuveirusmit greindust síðasta sólarhringinn, hvorki á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans né hjá Íslenskri erfðagreiningu. Sóttvarnalæknir segir ekki ástæðu til þess að flýta tilslökun þó að góður árangur hafi náðst. Sóttvarnalæknir segir ekki tilefni til þess að leggja djúpa merkingu í að engin jákvæð sýni hafi greinst síðasta sólarhringinn og að eflaus muni sjást dagar þar sem ekkert sýni greinist. Sýni sem fóru í rannsókn síðasta sólarhringinn voru innan við tvö hundruð. Sóttvarnalæknir segir að samfélagsleg smit sé enn mjög lítið. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að safnað verði blóði til þess að flýta fyrir ónæmismælingum þegar þær byrja.Lögreglan/Júlíus Ætla safna blóði til að flýta fyrir og undirbúa ónæmismælingar Íslensk erfðagreining hefur tekið að sér að kanna ónæmismælingar og próf og því verði ekki strax farið í slíkar mælingar í samfélaginu. „Við munum hins vegar fara af stað og safna blóði og vera tilbúin þegar að besta rannsóknin, eða rannsóknaraðferðin, liggur fyrir. Það er staðan núna. Það eru mjög merkilegar upplýsingar um þetta sem eru að koma í ljós núna hjá Íslenskri erfðagreiningu,“ sagði Þórólfur Guðason, sóttvarnalæknir á daglegum upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. Það sé að þeir sem veikist meira myndi sterkara mótefni gagnvart veirunni heldur en þeir sem veikjast minna. Upplýsingafundur almannavarna og Landlæknis í dag.Lögreglan/Júlíus Ólíklegra að við sáum engin smit dag eftir dag Í dag tóku í gildi tilmæli um tveggja vikna sóttkví til allra þeirra sem koma til landsins og verður það í gildi til 15. maí. Þá engin ný smit greinist sé ekki ástæða til þess að flýta tilslökun en það að þó í stöðugri endurskoðun. „Þó það komi núll núna þá er mjög líklegt að við munum sjá einhver tilfelli sólarhringinn og svo framvegis og mér fyndist mjög ólíklegt að við munum sjá núll dag eftir dag. Það getur líka verið að það gerist en mér finnst það ólíklegra,“ segir Þórólfur. Alma Möller, landlæknir.Lögreglan/Júlíus Kanna líðan þjóðarinnar á Covid-tímum Embætti landlæknis í samvinnu við Vísindasvið Háskóla Íslands hafa hrundið af stað rannsókn á líðan þjóðarinnar á tímum Covid-19. Markmiðið er að afla þekkingar á líðan og lífsgæðum almennings á meðan faraldurinn gengur yfir. En öllum 18 ára og yfir verður boðið að taka þátt í rannsókninni. „Við höfum kannski ekkert mjög nákvæmar upplýsingar og þess vegna erum við að fara í þessa rannsókn. Við vitum auðvitað til dæmis ef við tölum um kvíða og áhyggjur að þá hefur símtölum til heilsugæslunnar fjölgað töluvert en það eru ekki settar fleiri sjúkdómsgreiningar og það er ekki ávísað meira af lyfjum þannig að það bendir ekkert til þess að það séu alvarleg áhrif enn,“ sagði Alma Möller, landlæknir. Hér má kynna sér rannsóknina. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Svona var 54. upplýsingafundurinn vegna almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 24. apríl 2020 13:10 Ekkert nýtt smit í fyrsta skipti frá upphafi faraldursins Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru enn 1.789 talsins hér á landi og hefur þeim ekki fjölgað á milli daga, í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst. Tiltölulega fá ný sýni voru þó greind á milli daga. 24. apríl 2020 13:02 Hvetja almenning til að taka þátt í rannsókn um líðan þjóðarinnar á tímum Covid-19 Alma D. Möller, landlæknir, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetja almenning til þess að taka þátt í nýrri rannsókn sem hleypt var af stokkunum í dag og ber yfirskriftina Líðan þjóðar á tímum Covid-19. 24. apríl 2020 15:17 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Engin ný kórónuveirusmit greindust síðasta sólarhringinn, hvorki á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans né hjá Íslenskri erfðagreiningu. Sóttvarnalæknir segir ekki ástæðu til þess að flýta tilslökun þó að góður árangur hafi náðst. Sóttvarnalæknir segir ekki tilefni til þess að leggja djúpa merkingu í að engin jákvæð sýni hafi greinst síðasta sólarhringinn og að eflaus muni sjást dagar þar sem ekkert sýni greinist. Sýni sem fóru í rannsókn síðasta sólarhringinn voru innan við tvö hundruð. Sóttvarnalæknir segir að samfélagsleg smit sé enn mjög lítið. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að safnað verði blóði til þess að flýta fyrir ónæmismælingum þegar þær byrja.Lögreglan/Júlíus Ætla safna blóði til að flýta fyrir og undirbúa ónæmismælingar Íslensk erfðagreining hefur tekið að sér að kanna ónæmismælingar og próf og því verði ekki strax farið í slíkar mælingar í samfélaginu. „Við munum hins vegar fara af stað og safna blóði og vera tilbúin þegar að besta rannsóknin, eða rannsóknaraðferðin, liggur fyrir. Það er staðan núna. Það eru mjög merkilegar upplýsingar um þetta sem eru að koma í ljós núna hjá Íslenskri erfðagreiningu,“ sagði Þórólfur Guðason, sóttvarnalæknir á daglegum upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. Það sé að þeir sem veikist meira myndi sterkara mótefni gagnvart veirunni heldur en þeir sem veikjast minna. Upplýsingafundur almannavarna og Landlæknis í dag.Lögreglan/Júlíus Ólíklegra að við sáum engin smit dag eftir dag Í dag tóku í gildi tilmæli um tveggja vikna sóttkví til allra þeirra sem koma til landsins og verður það í gildi til 15. maí. Þá engin ný smit greinist sé ekki ástæða til þess að flýta tilslökun en það að þó í stöðugri endurskoðun. „Þó það komi núll núna þá er mjög líklegt að við munum sjá einhver tilfelli sólarhringinn og svo framvegis og mér fyndist mjög ólíklegt að við munum sjá núll dag eftir dag. Það getur líka verið að það gerist en mér finnst það ólíklegra,“ segir Þórólfur. Alma Möller, landlæknir.Lögreglan/Júlíus Kanna líðan þjóðarinnar á Covid-tímum Embætti landlæknis í samvinnu við Vísindasvið Háskóla Íslands hafa hrundið af stað rannsókn á líðan þjóðarinnar á tímum Covid-19. Markmiðið er að afla þekkingar á líðan og lífsgæðum almennings á meðan faraldurinn gengur yfir. En öllum 18 ára og yfir verður boðið að taka þátt í rannsókninni. „Við höfum kannski ekkert mjög nákvæmar upplýsingar og þess vegna erum við að fara í þessa rannsókn. Við vitum auðvitað til dæmis ef við tölum um kvíða og áhyggjur að þá hefur símtölum til heilsugæslunnar fjölgað töluvert en það eru ekki settar fleiri sjúkdómsgreiningar og það er ekki ávísað meira af lyfjum þannig að það bendir ekkert til þess að það séu alvarleg áhrif enn,“ sagði Alma Möller, landlæknir. Hér má kynna sér rannsóknina.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Svona var 54. upplýsingafundurinn vegna almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 24. apríl 2020 13:10 Ekkert nýtt smit í fyrsta skipti frá upphafi faraldursins Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru enn 1.789 talsins hér á landi og hefur þeim ekki fjölgað á milli daga, í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst. Tiltölulega fá ný sýni voru þó greind á milli daga. 24. apríl 2020 13:02 Hvetja almenning til að taka þátt í rannsókn um líðan þjóðarinnar á tímum Covid-19 Alma D. Möller, landlæknir, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetja almenning til þess að taka þátt í nýrri rannsókn sem hleypt var af stokkunum í dag og ber yfirskriftina Líðan þjóðar á tímum Covid-19. 24. apríl 2020 15:17 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Svona var 54. upplýsingafundurinn vegna almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 24. apríl 2020 13:10
Ekkert nýtt smit í fyrsta skipti frá upphafi faraldursins Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru enn 1.789 talsins hér á landi og hefur þeim ekki fjölgað á milli daga, í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst. Tiltölulega fá ný sýni voru þó greind á milli daga. 24. apríl 2020 13:02
Hvetja almenning til að taka þátt í rannsókn um líðan þjóðarinnar á tímum Covid-19 Alma D. Möller, landlæknir, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetja almenning til þess að taka þátt í nýrri rannsókn sem hleypt var af stokkunum í dag og ber yfirskriftina Líðan þjóðar á tímum Covid-19. 24. apríl 2020 15:17