Þeir sem veikjast mynda sterkara mótefni gagnvart veirunni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 24. apríl 2020 19:45 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Lögreglan/Júlíus Engin ný kórónuveirusmit greindust síðasta sólarhringinn, hvorki á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans né hjá Íslenskri erfðagreiningu. Sóttvarnalæknir segir ekki ástæðu til þess að flýta tilslökun þó að góður árangur hafi náðst. Sóttvarnalæknir segir ekki tilefni til þess að leggja djúpa merkingu í að engin jákvæð sýni hafi greinst síðasta sólarhringinn og að eflaus muni sjást dagar þar sem ekkert sýni greinist. Sýni sem fóru í rannsókn síðasta sólarhringinn voru innan við tvö hundruð. Sóttvarnalæknir segir að samfélagsleg smit sé enn mjög lítið. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að safnað verði blóði til þess að flýta fyrir ónæmismælingum þegar þær byrja.Lögreglan/Júlíus Ætla safna blóði til að flýta fyrir og undirbúa ónæmismælingar Íslensk erfðagreining hefur tekið að sér að kanna ónæmismælingar og próf og því verði ekki strax farið í slíkar mælingar í samfélaginu. „Við munum hins vegar fara af stað og safna blóði og vera tilbúin þegar að besta rannsóknin, eða rannsóknaraðferðin, liggur fyrir. Það er staðan núna. Það eru mjög merkilegar upplýsingar um þetta sem eru að koma í ljós núna hjá Íslenskri erfðagreiningu,“ sagði Þórólfur Guðason, sóttvarnalæknir á daglegum upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. Það sé að þeir sem veikist meira myndi sterkara mótefni gagnvart veirunni heldur en þeir sem veikjast minna. Upplýsingafundur almannavarna og Landlæknis í dag.Lögreglan/Júlíus Ólíklegra að við sáum engin smit dag eftir dag Í dag tóku í gildi tilmæli um tveggja vikna sóttkví til allra þeirra sem koma til landsins og verður það í gildi til 15. maí. Þá engin ný smit greinist sé ekki ástæða til þess að flýta tilslökun en það að þó í stöðugri endurskoðun. „Þó það komi núll núna þá er mjög líklegt að við munum sjá einhver tilfelli sólarhringinn og svo framvegis og mér fyndist mjög ólíklegt að við munum sjá núll dag eftir dag. Það getur líka verið að það gerist en mér finnst það ólíklegra,“ segir Þórólfur. Alma Möller, landlæknir.Lögreglan/Júlíus Kanna líðan þjóðarinnar á Covid-tímum Embætti landlæknis í samvinnu við Vísindasvið Háskóla Íslands hafa hrundið af stað rannsókn á líðan þjóðarinnar á tímum Covid-19. Markmiðið er að afla þekkingar á líðan og lífsgæðum almennings á meðan faraldurinn gengur yfir. En öllum 18 ára og yfir verður boðið að taka þátt í rannsókninni. „Við höfum kannski ekkert mjög nákvæmar upplýsingar og þess vegna erum við að fara í þessa rannsókn. Við vitum auðvitað til dæmis ef við tölum um kvíða og áhyggjur að þá hefur símtölum til heilsugæslunnar fjölgað töluvert en það eru ekki settar fleiri sjúkdómsgreiningar og það er ekki ávísað meira af lyfjum þannig að það bendir ekkert til þess að það séu alvarleg áhrif enn,“ sagði Alma Möller, landlæknir. Hér má kynna sér rannsóknina. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Svona var 54. upplýsingafundurinn vegna almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 24. apríl 2020 13:10 Ekkert nýtt smit í fyrsta skipti frá upphafi faraldursins Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru enn 1.789 talsins hér á landi og hefur þeim ekki fjölgað á milli daga, í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst. Tiltölulega fá ný sýni voru þó greind á milli daga. 24. apríl 2020 13:02 Hvetja almenning til að taka þátt í rannsókn um líðan þjóðarinnar á tímum Covid-19 Alma D. Möller, landlæknir, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetja almenning til þess að taka þátt í nýrri rannsókn sem hleypt var af stokkunum í dag og ber yfirskriftina Líðan þjóðar á tímum Covid-19. 24. apríl 2020 15:17 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Engin ný kórónuveirusmit greindust síðasta sólarhringinn, hvorki á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans né hjá Íslenskri erfðagreiningu. Sóttvarnalæknir segir ekki ástæðu til þess að flýta tilslökun þó að góður árangur hafi náðst. Sóttvarnalæknir segir ekki tilefni til þess að leggja djúpa merkingu í að engin jákvæð sýni hafi greinst síðasta sólarhringinn og að eflaus muni sjást dagar þar sem ekkert sýni greinist. Sýni sem fóru í rannsókn síðasta sólarhringinn voru innan við tvö hundruð. Sóttvarnalæknir segir að samfélagsleg smit sé enn mjög lítið. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að safnað verði blóði til þess að flýta fyrir ónæmismælingum þegar þær byrja.Lögreglan/Júlíus Ætla safna blóði til að flýta fyrir og undirbúa ónæmismælingar Íslensk erfðagreining hefur tekið að sér að kanna ónæmismælingar og próf og því verði ekki strax farið í slíkar mælingar í samfélaginu. „Við munum hins vegar fara af stað og safna blóði og vera tilbúin þegar að besta rannsóknin, eða rannsóknaraðferðin, liggur fyrir. Það er staðan núna. Það eru mjög merkilegar upplýsingar um þetta sem eru að koma í ljós núna hjá Íslenskri erfðagreiningu,“ sagði Þórólfur Guðason, sóttvarnalæknir á daglegum upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. Það sé að þeir sem veikist meira myndi sterkara mótefni gagnvart veirunni heldur en þeir sem veikjast minna. Upplýsingafundur almannavarna og Landlæknis í dag.Lögreglan/Júlíus Ólíklegra að við sáum engin smit dag eftir dag Í dag tóku í gildi tilmæli um tveggja vikna sóttkví til allra þeirra sem koma til landsins og verður það í gildi til 15. maí. Þá engin ný smit greinist sé ekki ástæða til þess að flýta tilslökun en það að þó í stöðugri endurskoðun. „Þó það komi núll núna þá er mjög líklegt að við munum sjá einhver tilfelli sólarhringinn og svo framvegis og mér fyndist mjög ólíklegt að við munum sjá núll dag eftir dag. Það getur líka verið að það gerist en mér finnst það ólíklegra,“ segir Þórólfur. Alma Möller, landlæknir.Lögreglan/Júlíus Kanna líðan þjóðarinnar á Covid-tímum Embætti landlæknis í samvinnu við Vísindasvið Háskóla Íslands hafa hrundið af stað rannsókn á líðan þjóðarinnar á tímum Covid-19. Markmiðið er að afla þekkingar á líðan og lífsgæðum almennings á meðan faraldurinn gengur yfir. En öllum 18 ára og yfir verður boðið að taka þátt í rannsókninni. „Við höfum kannski ekkert mjög nákvæmar upplýsingar og þess vegna erum við að fara í þessa rannsókn. Við vitum auðvitað til dæmis ef við tölum um kvíða og áhyggjur að þá hefur símtölum til heilsugæslunnar fjölgað töluvert en það eru ekki settar fleiri sjúkdómsgreiningar og það er ekki ávísað meira af lyfjum þannig að það bendir ekkert til þess að það séu alvarleg áhrif enn,“ sagði Alma Möller, landlæknir. Hér má kynna sér rannsóknina.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Svona var 54. upplýsingafundurinn vegna almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 24. apríl 2020 13:10 Ekkert nýtt smit í fyrsta skipti frá upphafi faraldursins Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru enn 1.789 talsins hér á landi og hefur þeim ekki fjölgað á milli daga, í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst. Tiltölulega fá ný sýni voru þó greind á milli daga. 24. apríl 2020 13:02 Hvetja almenning til að taka þátt í rannsókn um líðan þjóðarinnar á tímum Covid-19 Alma D. Möller, landlæknir, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetja almenning til þess að taka þátt í nýrri rannsókn sem hleypt var af stokkunum í dag og ber yfirskriftina Líðan þjóðar á tímum Covid-19. 24. apríl 2020 15:17 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Svona var 54. upplýsingafundurinn vegna almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 24. apríl 2020 13:10
Ekkert nýtt smit í fyrsta skipti frá upphafi faraldursins Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru enn 1.789 talsins hér á landi og hefur þeim ekki fjölgað á milli daga, í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst. Tiltölulega fá ný sýni voru þó greind á milli daga. 24. apríl 2020 13:02
Hvetja almenning til að taka þátt í rannsókn um líðan þjóðarinnar á tímum Covid-19 Alma D. Möller, landlæknir, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetja almenning til þess að taka þátt í nýrri rannsókn sem hleypt var af stokkunum í dag og ber yfirskriftina Líðan þjóðar á tímum Covid-19. 24. apríl 2020 15:17