Það verður stjörnufans á Stöð 2 eSport í dag þar sem fótboltamótið Kick COVID FIFA20 fer fram en þar taka þátt nokkrar stjörnur úr íþróttaheiminum.
Spilað verður bæði í dag og á morgun en átta leikmenn úr spænska boltanum munu taka þátt í keppninni ásamt átta leikmönnum úr NBA, NFL, bandaríska landsliðinu í kvennafótbolta osem og Freestyle-liði Bandaríkjanna.
Stjörnum prýtt mót í eFótbolta á vegum @LaLiga um helgina á Stöð 2 eSport. Keppt er í FIFA20 en meðal keppenda eru stórstjörnur úr spænsku 1. deildinni, auk þekktra leikmanna úr @NBA og @NFL pic.twitter.com/Ou0oMNmRK3
— Stöð 2 Sport (@St2Sport) April 24, 2020
Þekktasta nafnið sem kemur úr spænsku úrvalsdeildinni er líklega Alvaro Morata en hér að neðan má sjá alla þá leikmenn sem munu taka þátt í mótinu fyrir hönd LaLiga. Myndað verða tveggja manna lið; einn frá Spáni og einn frá Bandaríkjunum og liðins pila svo innbyrðis ein/n á móti einum eða einni.
DeAndre Hopkins er á meðal þeirra stjarna sem munu spila fyrir hönd NFL-deildarinnar en mótið verður að sjálfsögðu í beinni ústendingu á Stöð 2 eSport í dag og á morgun. Útsendingin hefst báða daganna klukkan 17 og stendur yfir til klukkan 23.