Stýrir bæjarstjórnarfundum frá eldhúsborðinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. apríl 2020 20:00 Halla Björk Reynisdóttir er forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri. Vísir/Tryggvi Bæjar- og sveitarstjórnir víða um land hafa þurft að bregðast við kórónuveirufaraldrinum með því að funda í gegnum netið. Ýmsir kostir, en líka gallar, fylgja fyrirkomulaginu að mati forseta bæjarstjórnar Akureyrar. „Ég set þá fund í bæjarstjórn. Fundur númer 3473 og annar reglulegi fundurinn okkar sem við höldum hér í fjarfundarbúnaði.“ Á þessum orðum setti Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, síðasta bæjarstjórnarfund á Akureyri. Yfirleitt kemur bæjarstjórnin saman til funda í sal í menningarhúsinu Hofi en vegna sóttvarna hafa bæjarfulltrúar þurft að sitja síðustu fundi heima hjá sér, allt fer fram í gegnum tölvu. Í tilviki Höllu varð eldhúsborðið fyrir valinu. Hún segir ýmsa kosti fylgja fjarfundunum. „Það eru margir kostir sem fylgja því að funda í fjarfundarbúnaði. Þeir verða að mörgu leyti styttri og hnitmiðaðri fundirnir. Eins og það að maður geti bara klætt sig að ofan og bara verið á inniskómum eins og hérna núna fyrir bæjarstjórnarfund,“ segir Halla og hlær. En, það kemur þó fátt í stað mannlegra samskipta, í persónu. „Maður er svolítið farið að þrá það að hitta fólk í persónu, það er mjög gaman að sjá þig til dæmis en auðvitað eru einhverjir ókostir eins og tæknileg vandamál og sérstaklega fyrst þegar fólk er að byrja að prófa,“ sagði Halla við fréttamann þegar hann fylgdist með síðasta bæjarstjórnarfundi. Kjörnir fulltrúar á landsbyggðinni þurfa iðulega að sækja ýmsa fundi í höfuðborginni. Halla telur að í þeim efnum geti fjarfundartæknin áfram spilað lykilhlutverk, eftir að faraldurinn líður hjá. „Það held ég að sé alveg ótvírætt kostir hvað varðar fundi sem við þurfum að sækja mjög oft suður. Það eru allir komnir með þessa tækni á hreint og við getum þá nýtt okkur það í framhaldinu.“ Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Fjarvinna Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Sjá meira
Bæjar- og sveitarstjórnir víða um land hafa þurft að bregðast við kórónuveirufaraldrinum með því að funda í gegnum netið. Ýmsir kostir, en líka gallar, fylgja fyrirkomulaginu að mati forseta bæjarstjórnar Akureyrar. „Ég set þá fund í bæjarstjórn. Fundur númer 3473 og annar reglulegi fundurinn okkar sem við höldum hér í fjarfundarbúnaði.“ Á þessum orðum setti Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, síðasta bæjarstjórnarfund á Akureyri. Yfirleitt kemur bæjarstjórnin saman til funda í sal í menningarhúsinu Hofi en vegna sóttvarna hafa bæjarfulltrúar þurft að sitja síðustu fundi heima hjá sér, allt fer fram í gegnum tölvu. Í tilviki Höllu varð eldhúsborðið fyrir valinu. Hún segir ýmsa kosti fylgja fjarfundunum. „Það eru margir kostir sem fylgja því að funda í fjarfundarbúnaði. Þeir verða að mörgu leyti styttri og hnitmiðaðri fundirnir. Eins og það að maður geti bara klætt sig að ofan og bara verið á inniskómum eins og hérna núna fyrir bæjarstjórnarfund,“ segir Halla og hlær. En, það kemur þó fátt í stað mannlegra samskipta, í persónu. „Maður er svolítið farið að þrá það að hitta fólk í persónu, það er mjög gaman að sjá þig til dæmis en auðvitað eru einhverjir ókostir eins og tæknileg vandamál og sérstaklega fyrst þegar fólk er að byrja að prófa,“ sagði Halla við fréttamann þegar hann fylgdist með síðasta bæjarstjórnarfundi. Kjörnir fulltrúar á landsbyggðinni þurfa iðulega að sækja ýmsa fundi í höfuðborginni. Halla telur að í þeim efnum geti fjarfundartæknin áfram spilað lykilhlutverk, eftir að faraldurinn líður hjá. „Það held ég að sé alveg ótvírætt kostir hvað varðar fundi sem við þurfum að sækja mjög oft suður. Það eru allir komnir með þessa tækni á hreint og við getum þá nýtt okkur það í framhaldinu.“
Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Fjarvinna Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Sjá meira