Stefnt að því að afnema tveggja metra regluna um mánaðamótin maí/júní Birgir Olgeirsson skrifar 26. apríl 2020 18:33 Stefnt er að því að afnema tveggja metra regluna um mánaðamótin maí/júní. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn stakk upp á samfélagssáttmála um handþvott og aðrar almennar sóttvarnir og tillitssemi gagnvart þeim sem áfram vilja halda tveggja metra fjarlægð á mannamótum á fundi almannavarna í dag. Nú þegar vika er í að létt verði á aðgerðum sóttvarnaaðgerða almannavarna kynnti Víðir Reynisson hugmyndir um samfélagssáttmála sem vonir standa til að landsmenn muni halda í heiðri. „Við höfum verið að velta fyrir okkur einhverju sem við getum kallað samfélagslegan sáttmála og mikilvægt að horfa til þess hvað þarf að gera í framhaldinu til að við missum þetta ekki frá okkur og við fáum ekki bakslag í það sem við höfum verið að gera og að þetta taki sig ekki upp aftur,“ sagði Víðir. Hann hvatti til þess að þjóðin gangist undir samfélagslegan sáttmála sem hún lofar að halda í heiðri svo hægt sé að stefna að frekari afléttingu aðgerða. „Þetta er sáttmáli sem við viljum að gildi í vor og fram á sumarið, sem öll þjóðin væri saman í. Þar værum við að lofa því að sinna handþvotti vel, við værum að sótthreinsa og spritta á okkur hendurnar. Við værum að þrífa og sótthreinsa sameiginlega snertifleti. Við ætlum að vernda viðkvæma hópa, við ætluðum að gefa fólki sem vill það kost á tveggja metra fjarlægðinni. Ef við fáum einkenni að vera þá heima og tala við lækni,“ sagði Víðir. Áfram yrðu tekin sýni af öllum sem eru með einkenni og allir sem séu veikir fari í einangrun og þeir sem séu útsettir fyrir smiti fari í sóttkví. Í samtali við fréttastofu segir Víðir Reynisson að fari allt vel verði tveggja metra reglan afnumin og horft sé til mánaðamóta maí/júní í þeim efnum. Víðir segir samfélags sáttmálann mikilvægan svo það geti orðið. Stefnt er að því að hópamyndanir fari úr 20 manns í 50 4. maí næstkomandi. Næstu skref yfirvalda miða við að hópamyndanir takmarkist við 100 manns. Horft sé til mánaðamóta maí/júní. Hins vegar verði að fást reynsla á fyrstu afléttinguna, sem gæti tekið tvær til þrjár vikur. Þórólfur sagði ekki hægt að horfa til neinnar tölur þegar hann var beðinn um að svara hvað myndi teljast til bakslags í faraldrinum. „Við þurfum að líta á þetta í stærra samhengi. Við þurfum að skoða eru þetta einstaklingar sem greinast á sama tíma, er þetta hópsýking á tiltölulega fáum einstaklingum. Eða eru þetta sporadísk tilfelli sem koma upp hér á þar. Svo getur þetta líka tengst því hversu alvarleg tilfelli verði. Það eru mjög margir þættir sem menn þurfa að taka inn í þá jöfnu hvernig menn vilja bregðast við. Það er ekki tímabært að tala bara um einhvern einn fjölda,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Tveir greindust með veiruna í gær, báðir í sóttkví. Aðeins 116 manns eru með virkan sjúkdóm í dag. 13 eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Stefnt er að því að afnema tveggja metra regluna um mánaðamótin maí/júní. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn stakk upp á samfélagssáttmála um handþvott og aðrar almennar sóttvarnir og tillitssemi gagnvart þeim sem áfram vilja halda tveggja metra fjarlægð á mannamótum á fundi almannavarna í dag. Nú þegar vika er í að létt verði á aðgerðum sóttvarnaaðgerða almannavarna kynnti Víðir Reynisson hugmyndir um samfélagssáttmála sem vonir standa til að landsmenn muni halda í heiðri. „Við höfum verið að velta fyrir okkur einhverju sem við getum kallað samfélagslegan sáttmála og mikilvægt að horfa til þess hvað þarf að gera í framhaldinu til að við missum þetta ekki frá okkur og við fáum ekki bakslag í það sem við höfum verið að gera og að þetta taki sig ekki upp aftur,“ sagði Víðir. Hann hvatti til þess að þjóðin gangist undir samfélagslegan sáttmála sem hún lofar að halda í heiðri svo hægt sé að stefna að frekari afléttingu aðgerða. „Þetta er sáttmáli sem við viljum að gildi í vor og fram á sumarið, sem öll þjóðin væri saman í. Þar værum við að lofa því að sinna handþvotti vel, við værum að sótthreinsa og spritta á okkur hendurnar. Við værum að þrífa og sótthreinsa sameiginlega snertifleti. Við ætlum að vernda viðkvæma hópa, við ætluðum að gefa fólki sem vill það kost á tveggja metra fjarlægðinni. Ef við fáum einkenni að vera þá heima og tala við lækni,“ sagði Víðir. Áfram yrðu tekin sýni af öllum sem eru með einkenni og allir sem séu veikir fari í einangrun og þeir sem séu útsettir fyrir smiti fari í sóttkví. Í samtali við fréttastofu segir Víðir Reynisson að fari allt vel verði tveggja metra reglan afnumin og horft sé til mánaðamóta maí/júní í þeim efnum. Víðir segir samfélags sáttmálann mikilvægan svo það geti orðið. Stefnt er að því að hópamyndanir fari úr 20 manns í 50 4. maí næstkomandi. Næstu skref yfirvalda miða við að hópamyndanir takmarkist við 100 manns. Horft sé til mánaðamóta maí/júní. Hins vegar verði að fást reynsla á fyrstu afléttinguna, sem gæti tekið tvær til þrjár vikur. Þórólfur sagði ekki hægt að horfa til neinnar tölur þegar hann var beðinn um að svara hvað myndi teljast til bakslags í faraldrinum. „Við þurfum að líta á þetta í stærra samhengi. Við þurfum að skoða eru þetta einstaklingar sem greinast á sama tíma, er þetta hópsýking á tiltölulega fáum einstaklingum. Eða eru þetta sporadísk tilfelli sem koma upp hér á þar. Svo getur þetta líka tengst því hversu alvarleg tilfelli verði. Það eru mjög margir þættir sem menn þurfa að taka inn í þá jöfnu hvernig menn vilja bregðast við. Það er ekki tímabært að tala bara um einhvern einn fjölda,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Tveir greindust með veiruna í gær, báðir í sóttkví. Aðeins 116 manns eru með virkan sjúkdóm í dag. 13 eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira