Johnson sneri aftur til vinnu eftir Covid-veikindin Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. apríl 2020 08:59 Boris Johnson flytur ávarp fyrir utan Downingstræti 10 á fyrsta vinnudegi sínum eftir Covid-veikindi. Vísir/getty Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sneri aftur til starfa í morgun eftir hastarleg Covid-19-veikindi. Hann sagði í ávarpi fyrir utan Downingstræti 10 að breska þjóðin væri nú líklega komin yfir versta hjallann í faraldri kórónuveiru í landinu en fara þyrfti varlega í tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda. Johnson var lagður inn á sjúkrahús í byrjun þessa mánaðar eftir að hafa veikst alvarlega af kórónuveirunni. Hann var að endingu lagður inn á gjörgæslu og var gefið súrefni en svo útskrifaður af sjúkrahúsi um miðjan apríl. Þá var gefið út að hann myndi ekki snúa aftur til vinnu fyrr en hann hefði jafnað sig að fullu af veikinni. Það virðist Johnson nú hafa gert en hann ávarpaði bresku þjóðina í Lundúnum í morgun. Í ávarpinu bað hann m.a. eigendur fyrirtækja um að sýna þolinmæði og lagði áherslu á að ekki væri tímabært að grípa til umfangsmikilla tilslakana á lokunum og öðrum aðgerðum stjórnvalda. Þá væri ómögulegt að segja til um á þessari stundu hvenær Bretar geti farið að létta á samkomutakmörkunum. Þá þakkaði Johnson almenningi fyrir að hlýða tilmælum stjórnvalda og fórna réttindum sínum í þágu baráttunnar við veiruna. „Það er einnig satt að við erum að ná árangri. Færri leggjast inn á sjúkrahús og raunveruleg merki eru um að við séum að komast yfir stærsta hjallann,“ sagði Johnson. Ávarp Johnson má horfa á í heild í spilaranum hér að neðan. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vildi lítið segja til um áform bresku ríkisstjórnarinnar Utanríkisráðherra Bretlands, og staðgengill forsætisráðherra, Dominic Raab vildi, í viðtali við Sky News, lítið segja um áform bresku ríkisstjórnarinnar um afléttingu takmarkana vegna faraldurs kórónuveirunnar í Bretlandi. 26. apríl 2020 11:13 Boris Johnson snýr aftur á mánudag Áætlað er að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, snúi aftur til starfa á mánudaginn næsta. 25. apríl 2020 22:44 Boris Johnson laus af gjörgæslu Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands er laus af gjörgæsludeild en mun áfram liggja inni á sjúkrahúsi. 9. apríl 2020 18:52 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Sjá meira
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sneri aftur til starfa í morgun eftir hastarleg Covid-19-veikindi. Hann sagði í ávarpi fyrir utan Downingstræti 10 að breska þjóðin væri nú líklega komin yfir versta hjallann í faraldri kórónuveiru í landinu en fara þyrfti varlega í tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda. Johnson var lagður inn á sjúkrahús í byrjun þessa mánaðar eftir að hafa veikst alvarlega af kórónuveirunni. Hann var að endingu lagður inn á gjörgæslu og var gefið súrefni en svo útskrifaður af sjúkrahúsi um miðjan apríl. Þá var gefið út að hann myndi ekki snúa aftur til vinnu fyrr en hann hefði jafnað sig að fullu af veikinni. Það virðist Johnson nú hafa gert en hann ávarpaði bresku þjóðina í Lundúnum í morgun. Í ávarpinu bað hann m.a. eigendur fyrirtækja um að sýna þolinmæði og lagði áherslu á að ekki væri tímabært að grípa til umfangsmikilla tilslakana á lokunum og öðrum aðgerðum stjórnvalda. Þá væri ómögulegt að segja til um á þessari stundu hvenær Bretar geti farið að létta á samkomutakmörkunum. Þá þakkaði Johnson almenningi fyrir að hlýða tilmælum stjórnvalda og fórna réttindum sínum í þágu baráttunnar við veiruna. „Það er einnig satt að við erum að ná árangri. Færri leggjast inn á sjúkrahús og raunveruleg merki eru um að við séum að komast yfir stærsta hjallann,“ sagði Johnson. Ávarp Johnson má horfa á í heild í spilaranum hér að neðan.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vildi lítið segja til um áform bresku ríkisstjórnarinnar Utanríkisráðherra Bretlands, og staðgengill forsætisráðherra, Dominic Raab vildi, í viðtali við Sky News, lítið segja um áform bresku ríkisstjórnarinnar um afléttingu takmarkana vegna faraldurs kórónuveirunnar í Bretlandi. 26. apríl 2020 11:13 Boris Johnson snýr aftur á mánudag Áætlað er að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, snúi aftur til starfa á mánudaginn næsta. 25. apríl 2020 22:44 Boris Johnson laus af gjörgæslu Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands er laus af gjörgæsludeild en mun áfram liggja inni á sjúkrahúsi. 9. apríl 2020 18:52 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Sjá meira
Vildi lítið segja til um áform bresku ríkisstjórnarinnar Utanríkisráðherra Bretlands, og staðgengill forsætisráðherra, Dominic Raab vildi, í viðtali við Sky News, lítið segja um áform bresku ríkisstjórnarinnar um afléttingu takmarkana vegna faraldurs kórónuveirunnar í Bretlandi. 26. apríl 2020 11:13
Boris Johnson snýr aftur á mánudag Áætlað er að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, snúi aftur til starfa á mánudaginn næsta. 25. apríl 2020 22:44
Boris Johnson laus af gjörgæslu Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands er laus af gjörgæsludeild en mun áfram liggja inni á sjúkrahúsi. 9. apríl 2020 18:52