Segja veirunni útrýmt á Nýja-Sjálandi Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2020 10:30 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, fyrr í þessu mánuði. AP/Mark Mitchell Samfélagssmit á Nýja-Sjálandi hafa nærri því stöðvast og segir Jacinda Ardern, forsætisráðherra, að kórónuveirunni hafi verið útrýmt þar eins og sakir standa. Slakað verður á sumum þeirra samfélagslega takmarkana sem var komið á til að hefta útbreiðslu veirunnar á morgun. Innan við tíu ný tilfelli hafa greinst á Nýja-Sjálandi undanfarna daga. Yfirvöld vara þó við að almenningur fagni of snemma því fleiri tilfelli geti haldið áfram að koma upp. Innan við 1.500 smit hafa greinst í landinu og nítján hafa látist. Ardern segir ekkert umfangsmikið ógreint samfélagssmit í landinu. „Við höfum unnið þá baráttu,“ sagði forsætisráðherrann á daglegum upplýsingafundi stjórnvalda. Við upphaf faraldursins greip ríkisstjórn Ardern til einna ströngustu ferða- og samfélagslegu takmarkana til að hefta útbreiðslu faraldursins í heiminum. Landamærunum var lokað og allir þeir sem komu til landsins voru sendir í sóttkví. Samhliða var útgöngubann sett á ásamt umfangsmiklum skimunum og smitrakningu. Þurfa áfram að halda sig heima Frá og með morgundeginum verður leyft að opna sum fyrirtæki sem eru ekki skilgreind með mikilvæga starfsemi. Heilsugæsla og skólahald getur hafist aftur, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Flestir Nýsjálendingar þurfa eftir sem áður að halda sig heima og forðast samneyti við annað fólk. „Við erum að opna hagkerfið en við erum ekki að opna félagslíf fólks,“ sagði Ardern. Eftir að slakað verður á útgöngubanninu á morgun fá veitingastaðir að bjóða upp á viðskiptavinir taki mat með sér heim. Landsmönnum er áfram ráðlagt að halda sig í litlum hópi nánustu ættingja og vina og gæta að tveggja metra fjarlægðarreglu. Fjöldasamkomur verða áfram bannaðar, verslunarsmiðstöðvar verða áfram lokaðar, flest börn verða áfram heima og landamærin verða enn lokuð. Ardern segir að spálíkön hafi bent til þess að allt að þúsund smit hefðu getað greinst á dag hefði ekki verið gripið til aðgerða svo snemma. Sérfræðingar segja að staðsetning Nýja-Sjálands, fjarri öðrum ríkjum, hafi gert stjórnvöldum þar auðvelt að loka landamærum og hefta útbreiðslu veirunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Lækkar eigin laun um fimmtung Laun ráðherra í ríkisstjórn Nýja-Sjálands verða lækkuð um 20 prósent. Hið sama mun eiga við mun laun forstjóra 34 ríkisstofnanna. 15. apríl 2020 10:22 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Samfélagssmit á Nýja-Sjálandi hafa nærri því stöðvast og segir Jacinda Ardern, forsætisráðherra, að kórónuveirunni hafi verið útrýmt þar eins og sakir standa. Slakað verður á sumum þeirra samfélagslega takmarkana sem var komið á til að hefta útbreiðslu veirunnar á morgun. Innan við tíu ný tilfelli hafa greinst á Nýja-Sjálandi undanfarna daga. Yfirvöld vara þó við að almenningur fagni of snemma því fleiri tilfelli geti haldið áfram að koma upp. Innan við 1.500 smit hafa greinst í landinu og nítján hafa látist. Ardern segir ekkert umfangsmikið ógreint samfélagssmit í landinu. „Við höfum unnið þá baráttu,“ sagði forsætisráðherrann á daglegum upplýsingafundi stjórnvalda. Við upphaf faraldursins greip ríkisstjórn Ardern til einna ströngustu ferða- og samfélagslegu takmarkana til að hefta útbreiðslu faraldursins í heiminum. Landamærunum var lokað og allir þeir sem komu til landsins voru sendir í sóttkví. Samhliða var útgöngubann sett á ásamt umfangsmiklum skimunum og smitrakningu. Þurfa áfram að halda sig heima Frá og með morgundeginum verður leyft að opna sum fyrirtæki sem eru ekki skilgreind með mikilvæga starfsemi. Heilsugæsla og skólahald getur hafist aftur, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Flestir Nýsjálendingar þurfa eftir sem áður að halda sig heima og forðast samneyti við annað fólk. „Við erum að opna hagkerfið en við erum ekki að opna félagslíf fólks,“ sagði Ardern. Eftir að slakað verður á útgöngubanninu á morgun fá veitingastaðir að bjóða upp á viðskiptavinir taki mat með sér heim. Landsmönnum er áfram ráðlagt að halda sig í litlum hópi nánustu ættingja og vina og gæta að tveggja metra fjarlægðarreglu. Fjöldasamkomur verða áfram bannaðar, verslunarsmiðstöðvar verða áfram lokaðar, flest börn verða áfram heima og landamærin verða enn lokuð. Ardern segir að spálíkön hafi bent til þess að allt að þúsund smit hefðu getað greinst á dag hefði ekki verið gripið til aðgerða svo snemma. Sérfræðingar segja að staðsetning Nýja-Sjálands, fjarri öðrum ríkjum, hafi gert stjórnvöldum þar auðvelt að loka landamærum og hefta útbreiðslu veirunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Lækkar eigin laun um fimmtung Laun ráðherra í ríkisstjórn Nýja-Sjálands verða lækkuð um 20 prósent. Hið sama mun eiga við mun laun forstjóra 34 ríkisstofnanna. 15. apríl 2020 10:22 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Lækkar eigin laun um fimmtung Laun ráðherra í ríkisstjórn Nýja-Sjálands verða lækkuð um 20 prósent. Hið sama mun eiga við mun laun forstjóra 34 ríkisstofnanna. 15. apríl 2020 10:22