Kínverjar hafna því að þeir stundi upplýsingafals um veiruna Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2020 10:50 Stjórnvöld í Beijing hafa verið sérlega viðkvæm fyrir allri gagnrýni á viðbrögð þeirra við kórónuveirufaraldrinum sem kom fyrst upp í borginni Wuhan í desember. Vísir/EPA Utanríkisráðuneyti Kína þvertekur fyrir að ríkisstjórnin þar dreifi nú fölskum upplýsingum kórónuveiruna og fullyrðir að hún sé sjálf fórnarlamb upplýsingafals. Umtalsverðar vísbendingar eru sagðar um leynilega samfélagsmiðlaherferð kínverskra stjórnvalda í tengslum við faraldurinn í skýrslu Evrópusambandsins. Kínversk og rússnesk stjórnvöld voru sökuð um að bera ábyrgð á upplýsingafals um veiruna í skýrslu utanríkisþjónustu Evrópusambandsins á dögunum. Stjórnvöld í Beijing þrýstu á sambandið að breyta skýrslunni fyrir birtingu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Kína er á móti því að hver sem er eða hvaða samtök sem eru búa til og dreifi fölskum upplýsingum. Kína er fórnarlamb upplýsingafals, ekki upphafsmaður þess,“ fullyrti Geng Shuang, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína á blaðamannafundi í dag. Fjöldi ríkja hefur kallað eftir óháðri rannsókn á veirunni og uppruna hennar. Kínversk stjórnvöld hafa hafnað slíkum umleitunum og varið viðbrögð sín við faraldrinum af krafti. Geng segir engar afgerandi sannanir fyrir því að veiran hafi átt upptök sín í Kína. Faraldurinn blossaði þó fyrst upp í borginni Wuhan í desember og breiddist þaðan út um allan heim. Alls hafa nú tæplega þrjár milljónir jarðarbúa smitast af veirunni og rúmlega 207.000 manns látið lífið. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hafna óháðri rannsókn á uppruna kórónuveirunnar Kínversk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir að ráðist verði í óháða rannsókn á uppruna kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. 25. apríl 2020 09:47 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Kína þvertekur fyrir að ríkisstjórnin þar dreifi nú fölskum upplýsingum kórónuveiruna og fullyrðir að hún sé sjálf fórnarlamb upplýsingafals. Umtalsverðar vísbendingar eru sagðar um leynilega samfélagsmiðlaherferð kínverskra stjórnvalda í tengslum við faraldurinn í skýrslu Evrópusambandsins. Kínversk og rússnesk stjórnvöld voru sökuð um að bera ábyrgð á upplýsingafals um veiruna í skýrslu utanríkisþjónustu Evrópusambandsins á dögunum. Stjórnvöld í Beijing þrýstu á sambandið að breyta skýrslunni fyrir birtingu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Kína er á móti því að hver sem er eða hvaða samtök sem eru búa til og dreifi fölskum upplýsingum. Kína er fórnarlamb upplýsingafals, ekki upphafsmaður þess,“ fullyrti Geng Shuang, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína á blaðamannafundi í dag. Fjöldi ríkja hefur kallað eftir óháðri rannsókn á veirunni og uppruna hennar. Kínversk stjórnvöld hafa hafnað slíkum umleitunum og varið viðbrögð sín við faraldrinum af krafti. Geng segir engar afgerandi sannanir fyrir því að veiran hafi átt upptök sín í Kína. Faraldurinn blossaði þó fyrst upp í borginni Wuhan í desember og breiddist þaðan út um allan heim. Alls hafa nú tæplega þrjár milljónir jarðarbúa smitast af veirunni og rúmlega 207.000 manns látið lífið.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hafna óháðri rannsókn á uppruna kórónuveirunnar Kínversk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir að ráðist verði í óháða rannsókn á uppruna kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. 25. apríl 2020 09:47 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Hafna óháðri rannsókn á uppruna kórónuveirunnar Kínversk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir að ráðist verði í óháða rannsókn á uppruna kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. 25. apríl 2020 09:47