Það var á þessum degi fyrir 30 árum sem Liverpool vann síðast titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2020 15:30 John Barnes og Peter Beardsley voru í stóru hlutverki hjá Liverpool tímabilið 1989-90. Getty/Dan Smith Liverpool varð síðast Englandsmeistari 28. apríl 1990 þegar liðið vann 2-1 sigur á Queens Park Rangers á Anfield. Liverpool átti enn tvo leiki eftir af tímabilinu en Aston Villa gerði á sama tíma 3-3 jafntefli við Norwich og gat ekki lengur náð Liverpool að stigum. Aston Villa endaði í öðru sætinu, níu stigum á eftir Liverpool. Kenny Dalglish var þarna að gera Liverpool að meisturum í þriðja sinn á fimm árum (1986, 1988, 1990) og þetta var átjándi meistaratitill félagsins frá upphafi sem þarna var met. ON THIS DAY: In 1990, Liverpool won their 18th league title after being crowned First Division champions.Exactly 30 years later, they are being made to wait even longer for #19. pic.twitter.com/YP4FQE82zT— Squawka Football (@Squawka) April 28, 2020 Það voru þeir Ian Rush og John Barnes sem skoruðu mörk Liverpool liðsins í þessum sigri á QPR en sjö dögum fyrr hafði Liverpool liðið unnið 4-1 sigur á Chelsea. Liverpool tapaði fjórum sinnum í sjö leikjum frá 21. október til 29.nóvember en sá slæmi kafli endaði með 4-1 sigri á Manchester City og Liverpool tapaði aðeins einum deildarleik eftir 1. desember. Tveir leikmenn spiluðu alla 38 leiki liðsins á tímabilinu en það voru markvörðurinn Bruce Grobbelaar og miðjumaðurinn Steve McMahon. Knattspyrnustjórinn Kenny Dalglish spilaði einn leik en hann spilaði næstsíðasta leik liðsins á móti Derby en þá var titilinn í höfn. You wouldn t have believed that we wouldn t have won a title for three years, never mind 30 years... On this day in 1990 was the last time Liverpool lifted the title. @mattladson asks those at the club what they expected from the 1990s #LFC https://t.co/UWNrT3L64v pic.twitter.com/n6pyuWgNN2— FourFourTwo (@FourFourTwo) April 28, 2020 John Barnes var markahæsti leikmaðurinn á tímabilinu með 22 mörk í 34 deildarleikjum, Ian Rush skoraði 18 mörk í 36 deildarleikjum og Peter Beardsley var með 10 mörk í 29 deildarleikjum. John Barnes var líka með flestar stoðsendingar eða ellefu en Peter Beardsley lagði upp átta mörk. Ian Rush og Steve Nicol voru síðan báðir með sex stoðsendingar. #OnThisDay in 1990, Liverpool clinched its 18th league title. It's been a 30-year drought in the top-flight for the Reds since this triumph. pic.twitter.com/OVOnLsdnCL— Sportstar (@sportstarweb) April 28, 2020 Liverpool endaði í öðru sæti á eftir Arsenal tímabilið á eftir en Kenny Dalglish hætti þá óvænt sem knattspyrnustjóri félagsins 22. febrúar eftir 4-4 jafntefli við Everton. Graeme Souness tók við liðinu í apríl en fram að því sat Ronnie Moran í stjórastólnum. Á næstu þremur tímabilum endaði Liverpool aldrei ofar en sjötta sæti og Graeme Souness sagði á endanum af sér áður en 1993-94 tímabilinu lauk. Liverpool hefur fjórum sinnum endaði í öðru sæti (2001-02, 2008-09, 2013-14 og 2018-19) og var síðan með 25 sitga forystu á toppi deildarinnar þegar hlé var gert á tímabilinu vegna baráttunnar við útbreiðslu kórónuveirunnar. watch on YouTube Enski boltinn Einu sinni var... Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Sjá meira
Liverpool varð síðast Englandsmeistari 28. apríl 1990 þegar liðið vann 2-1 sigur á Queens Park Rangers á Anfield. Liverpool átti enn tvo leiki eftir af tímabilinu en Aston Villa gerði á sama tíma 3-3 jafntefli við Norwich og gat ekki lengur náð Liverpool að stigum. Aston Villa endaði í öðru sætinu, níu stigum á eftir Liverpool. Kenny Dalglish var þarna að gera Liverpool að meisturum í þriðja sinn á fimm árum (1986, 1988, 1990) og þetta var átjándi meistaratitill félagsins frá upphafi sem þarna var met. ON THIS DAY: In 1990, Liverpool won their 18th league title after being crowned First Division champions.Exactly 30 years later, they are being made to wait even longer for #19. pic.twitter.com/YP4FQE82zT— Squawka Football (@Squawka) April 28, 2020 Það voru þeir Ian Rush og John Barnes sem skoruðu mörk Liverpool liðsins í þessum sigri á QPR en sjö dögum fyrr hafði Liverpool liðið unnið 4-1 sigur á Chelsea. Liverpool tapaði fjórum sinnum í sjö leikjum frá 21. október til 29.nóvember en sá slæmi kafli endaði með 4-1 sigri á Manchester City og Liverpool tapaði aðeins einum deildarleik eftir 1. desember. Tveir leikmenn spiluðu alla 38 leiki liðsins á tímabilinu en það voru markvörðurinn Bruce Grobbelaar og miðjumaðurinn Steve McMahon. Knattspyrnustjórinn Kenny Dalglish spilaði einn leik en hann spilaði næstsíðasta leik liðsins á móti Derby en þá var titilinn í höfn. You wouldn t have believed that we wouldn t have won a title for three years, never mind 30 years... On this day in 1990 was the last time Liverpool lifted the title. @mattladson asks those at the club what they expected from the 1990s #LFC https://t.co/UWNrT3L64v pic.twitter.com/n6pyuWgNN2— FourFourTwo (@FourFourTwo) April 28, 2020 John Barnes var markahæsti leikmaðurinn á tímabilinu með 22 mörk í 34 deildarleikjum, Ian Rush skoraði 18 mörk í 36 deildarleikjum og Peter Beardsley var með 10 mörk í 29 deildarleikjum. John Barnes var líka með flestar stoðsendingar eða ellefu en Peter Beardsley lagði upp átta mörk. Ian Rush og Steve Nicol voru síðan báðir með sex stoðsendingar. #OnThisDay in 1990, Liverpool clinched its 18th league title. It's been a 30-year drought in the top-flight for the Reds since this triumph. pic.twitter.com/OVOnLsdnCL— Sportstar (@sportstarweb) April 28, 2020 Liverpool endaði í öðru sæti á eftir Arsenal tímabilið á eftir en Kenny Dalglish hætti þá óvænt sem knattspyrnustjóri félagsins 22. febrúar eftir 4-4 jafntefli við Everton. Graeme Souness tók við liðinu í apríl en fram að því sat Ronnie Moran í stjórastólnum. Á næstu þremur tímabilum endaði Liverpool aldrei ofar en sjötta sæti og Graeme Souness sagði á endanum af sér áður en 1993-94 tímabilinu lauk. Liverpool hefur fjórum sinnum endaði í öðru sæti (2001-02, 2008-09, 2013-14 og 2018-19) og var síðan með 25 sitga forystu á toppi deildarinnar þegar hlé var gert á tímabilinu vegna baráttunnar við útbreiðslu kórónuveirunnar. watch on YouTube
Enski boltinn Einu sinni var... Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Sjá meira