Það var á þessum degi fyrir 30 árum sem Liverpool vann síðast titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2020 15:30 John Barnes og Peter Beardsley voru í stóru hlutverki hjá Liverpool tímabilið 1989-90. Getty/Dan Smith Liverpool varð síðast Englandsmeistari 28. apríl 1990 þegar liðið vann 2-1 sigur á Queens Park Rangers á Anfield. Liverpool átti enn tvo leiki eftir af tímabilinu en Aston Villa gerði á sama tíma 3-3 jafntefli við Norwich og gat ekki lengur náð Liverpool að stigum. Aston Villa endaði í öðru sætinu, níu stigum á eftir Liverpool. Kenny Dalglish var þarna að gera Liverpool að meisturum í þriðja sinn á fimm árum (1986, 1988, 1990) og þetta var átjándi meistaratitill félagsins frá upphafi sem þarna var met. ON THIS DAY: In 1990, Liverpool won their 18th league title after being crowned First Division champions.Exactly 30 years later, they are being made to wait even longer for #19. pic.twitter.com/YP4FQE82zT— Squawka Football (@Squawka) April 28, 2020 Það voru þeir Ian Rush og John Barnes sem skoruðu mörk Liverpool liðsins í þessum sigri á QPR en sjö dögum fyrr hafði Liverpool liðið unnið 4-1 sigur á Chelsea. Liverpool tapaði fjórum sinnum í sjö leikjum frá 21. október til 29.nóvember en sá slæmi kafli endaði með 4-1 sigri á Manchester City og Liverpool tapaði aðeins einum deildarleik eftir 1. desember. Tveir leikmenn spiluðu alla 38 leiki liðsins á tímabilinu en það voru markvörðurinn Bruce Grobbelaar og miðjumaðurinn Steve McMahon. Knattspyrnustjórinn Kenny Dalglish spilaði einn leik en hann spilaði næstsíðasta leik liðsins á móti Derby en þá var titilinn í höfn. You wouldn t have believed that we wouldn t have won a title for three years, never mind 30 years... On this day in 1990 was the last time Liverpool lifted the title. @mattladson asks those at the club what they expected from the 1990s #LFC https://t.co/UWNrT3L64v pic.twitter.com/n6pyuWgNN2— FourFourTwo (@FourFourTwo) April 28, 2020 John Barnes var markahæsti leikmaðurinn á tímabilinu með 22 mörk í 34 deildarleikjum, Ian Rush skoraði 18 mörk í 36 deildarleikjum og Peter Beardsley var með 10 mörk í 29 deildarleikjum. John Barnes var líka með flestar stoðsendingar eða ellefu en Peter Beardsley lagði upp átta mörk. Ian Rush og Steve Nicol voru síðan báðir með sex stoðsendingar. #OnThisDay in 1990, Liverpool clinched its 18th league title. It's been a 30-year drought in the top-flight for the Reds since this triumph. pic.twitter.com/OVOnLsdnCL— Sportstar (@sportstarweb) April 28, 2020 Liverpool endaði í öðru sæti á eftir Arsenal tímabilið á eftir en Kenny Dalglish hætti þá óvænt sem knattspyrnustjóri félagsins 22. febrúar eftir 4-4 jafntefli við Everton. Graeme Souness tók við liðinu í apríl en fram að því sat Ronnie Moran í stjórastólnum. Á næstu þremur tímabilum endaði Liverpool aldrei ofar en sjötta sæti og Graeme Souness sagði á endanum af sér áður en 1993-94 tímabilinu lauk. Liverpool hefur fjórum sinnum endaði í öðru sæti (2001-02, 2008-09, 2013-14 og 2018-19) og var síðan með 25 sitga forystu á toppi deildarinnar þegar hlé var gert á tímabilinu vegna baráttunnar við útbreiðslu kórónuveirunnar. watch on YouTube Enski boltinn Einu sinni var... Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Liverpool varð síðast Englandsmeistari 28. apríl 1990 þegar liðið vann 2-1 sigur á Queens Park Rangers á Anfield. Liverpool átti enn tvo leiki eftir af tímabilinu en Aston Villa gerði á sama tíma 3-3 jafntefli við Norwich og gat ekki lengur náð Liverpool að stigum. Aston Villa endaði í öðru sætinu, níu stigum á eftir Liverpool. Kenny Dalglish var þarna að gera Liverpool að meisturum í þriðja sinn á fimm árum (1986, 1988, 1990) og þetta var átjándi meistaratitill félagsins frá upphafi sem þarna var met. ON THIS DAY: In 1990, Liverpool won their 18th league title after being crowned First Division champions.Exactly 30 years later, they are being made to wait even longer for #19. pic.twitter.com/YP4FQE82zT— Squawka Football (@Squawka) April 28, 2020 Það voru þeir Ian Rush og John Barnes sem skoruðu mörk Liverpool liðsins í þessum sigri á QPR en sjö dögum fyrr hafði Liverpool liðið unnið 4-1 sigur á Chelsea. Liverpool tapaði fjórum sinnum í sjö leikjum frá 21. október til 29.nóvember en sá slæmi kafli endaði með 4-1 sigri á Manchester City og Liverpool tapaði aðeins einum deildarleik eftir 1. desember. Tveir leikmenn spiluðu alla 38 leiki liðsins á tímabilinu en það voru markvörðurinn Bruce Grobbelaar og miðjumaðurinn Steve McMahon. Knattspyrnustjórinn Kenny Dalglish spilaði einn leik en hann spilaði næstsíðasta leik liðsins á móti Derby en þá var titilinn í höfn. You wouldn t have believed that we wouldn t have won a title for three years, never mind 30 years... On this day in 1990 was the last time Liverpool lifted the title. @mattladson asks those at the club what they expected from the 1990s #LFC https://t.co/UWNrT3L64v pic.twitter.com/n6pyuWgNN2— FourFourTwo (@FourFourTwo) April 28, 2020 John Barnes var markahæsti leikmaðurinn á tímabilinu með 22 mörk í 34 deildarleikjum, Ian Rush skoraði 18 mörk í 36 deildarleikjum og Peter Beardsley var með 10 mörk í 29 deildarleikjum. John Barnes var líka með flestar stoðsendingar eða ellefu en Peter Beardsley lagði upp átta mörk. Ian Rush og Steve Nicol voru síðan báðir með sex stoðsendingar. #OnThisDay in 1990, Liverpool clinched its 18th league title. It's been a 30-year drought in the top-flight for the Reds since this triumph. pic.twitter.com/OVOnLsdnCL— Sportstar (@sportstarweb) April 28, 2020 Liverpool endaði í öðru sæti á eftir Arsenal tímabilið á eftir en Kenny Dalglish hætti þá óvænt sem knattspyrnustjóri félagsins 22. febrúar eftir 4-4 jafntefli við Everton. Graeme Souness tók við liðinu í apríl en fram að því sat Ronnie Moran í stjórastólnum. Á næstu þremur tímabilum endaði Liverpool aldrei ofar en sjötta sæti og Graeme Souness sagði á endanum af sér áður en 1993-94 tímabilinu lauk. Liverpool hefur fjórum sinnum endaði í öðru sæti (2001-02, 2008-09, 2013-14 og 2018-19) og var síðan með 25 sitga forystu á toppi deildarinnar þegar hlé var gert á tímabilinu vegna baráttunnar við útbreiðslu kórónuveirunnar. watch on YouTube
Enski boltinn Einu sinni var... Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira