Fótbolti

Sænska úrvalsdeildin á Stöð 2 Sport

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir er leikmaður Rosengård í Svíþjóð.
Glódís Perla Viggósdóttir er leikmaður Rosengård í Svíþjóð. Vísir/Getty

Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarrétt frá leikjum sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og mun hefja beinar útsendingar frá henni þegar nýtt keppnistímabil hefst.

Þetta er í fyrsta sinn sem leikir deildarinnar verða sýndir í beinni útsendingu hér á landi en margar af bestu knattspyrnukonum Íslands hafa spilað í Svíþjóð undanfarin ár og gera enn.

Glódís Perla Viggósdóttir er lykilmaður í íslenska landsliðinu og leikur hún með Rosengård sem varð sænskur meistari síðastliðið haust. Þá hefur Elísabet Gunnarsdóttir þjálfað Kristianstad um árabil en Svava Rós Guðmundsdóttir leikur með liðinu. Sif Atladóttir, sem spilað hefur lengi með Kristianstad, tilkynnti fyrr á árinu og að hún myndi ekki spila meira á þessu ári þar sem hún væri barnshafandi.

Guðbjörg Gunnarsdóttir og Guðrún Arnardóttir leika með Djurgården og Anna Rakel Pétursdóttir er á mála hjá Uppsala.

Eins og víða þá hefur knattspyrnuvertíðinni í Svíþjóð verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins en stefnt er að því að fyrstu leikirnir á nýju tímabili fari fram í júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×