Ákveðnar tegundir krabbameins stórauka hættu af Covid-19 Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2020 15:43 Frá Leishenshan-sjúkrahúsinu í Wuhan í Kína. Rannsóknin var gerð á hópi sjúklinga á fjórtán sjúkrahúsum í Hubei-héraði, sem Wuhan tilheyrir. Vísir/EPA Sjúklingar með blóð- eða lungnakrabbamein eru allt að þrisvar sinnum líklegri en aðrir til að látast af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Rannsókn sem var gerð á krabbameinssjúklingum í Hubei-héraði í Kína bendir einnig til þess að þeir sem eru með krabbamein sem hefur dreift sér um líkamann sé einnig í sérstakri hættu vegna sjúkdómsins. Krabbameinssjúklingar voru einnig líklegri til að veikjast alvarlega af Covid-19, þar á meðal að lenda á gjörgæslu eða í öndunarvél, en fólk án krabbameins. Aldur sjúklinganna var ekki eini áhættuþátturinn heldur einnig tegund krabbameins, á hvaða stigi það var og hvaða meðferð sjúklingarnir gengust undir vegna þess, að sögn Washington Post. „Niðurstöðurnar benda til þess að sjúklingar með krabbamein séu mun viðkvæmari hópur í núverandi Covid-19-faraldri,“ segja höfundar greinar um rannsóknina sem koma frá Kína, Singapúr og Bandaríkjunum. Rannsóknin beindist að 105 krabbameinssjúklingum og 536 annars konar sjúklingum á sama aldri á fjórtán sjúkrahúsum í Hubei-héraði þar sem faraldurinn blossaði fyrst upp. Í mestri hættu reyndust sjúklingar með hvítblæði, eitilfrumukrabbamein og mergæxli en þau mein ráðast öll á ónæmiskerfi líkamans. Sjúklingar með lungna- og maga- og garnakrabbamein eru einnig taldir í aukinni hættu á alvarlegum veikindum af völdum Covid-19. Þá voru krabbameinssjúklingar sem höfðu gengist undir skurðaðgerð í meðferð sinni í meiri hættu á alvarlegum veikindum en þeir sem voru ekki með krabbamein. Þeir sem fóru í geislameðferð virtust ekki í meiri hættu en aðrir sjúklingar og fólk með krabbamein á frumstigi voru í svipaðri hættu og sjúklingar sem voru ekki með krabbamein. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Vísindi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira
Sjúklingar með blóð- eða lungnakrabbamein eru allt að þrisvar sinnum líklegri en aðrir til að látast af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Rannsókn sem var gerð á krabbameinssjúklingum í Hubei-héraði í Kína bendir einnig til þess að þeir sem eru með krabbamein sem hefur dreift sér um líkamann sé einnig í sérstakri hættu vegna sjúkdómsins. Krabbameinssjúklingar voru einnig líklegri til að veikjast alvarlega af Covid-19, þar á meðal að lenda á gjörgæslu eða í öndunarvél, en fólk án krabbameins. Aldur sjúklinganna var ekki eini áhættuþátturinn heldur einnig tegund krabbameins, á hvaða stigi það var og hvaða meðferð sjúklingarnir gengust undir vegna þess, að sögn Washington Post. „Niðurstöðurnar benda til þess að sjúklingar með krabbamein séu mun viðkvæmari hópur í núverandi Covid-19-faraldri,“ segja höfundar greinar um rannsóknina sem koma frá Kína, Singapúr og Bandaríkjunum. Rannsóknin beindist að 105 krabbameinssjúklingum og 536 annars konar sjúklingum á sama aldri á fjórtán sjúkrahúsum í Hubei-héraði þar sem faraldurinn blossaði fyrst upp. Í mestri hættu reyndust sjúklingar með hvítblæði, eitilfrumukrabbamein og mergæxli en þau mein ráðast öll á ónæmiskerfi líkamans. Sjúklingar með lungna- og maga- og garnakrabbamein eru einnig taldir í aukinni hættu á alvarlegum veikindum af völdum Covid-19. Þá voru krabbameinssjúklingar sem höfðu gengist undir skurðaðgerð í meðferð sinni í meiri hættu á alvarlegum veikindum en þeir sem voru ekki með krabbamein. Þeir sem fóru í geislameðferð virtust ekki í meiri hættu en aðrir sjúklingar og fólk með krabbamein á frumstigi voru í svipaðri hættu og sjúklingar sem voru ekki með krabbamein.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Vísindi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira