Innlent

Margir teknir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna

Samúel Karl Ólason og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Lögreglan stöðvaði fjölda ökumanna í gærkvöldi og í nótt sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Lögreglan stöðvaði fjölda ökumanna í gærkvöldi og í nótt sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum fíkniefna. Vísir/Vilhelm

Nokkuð virðist hafa verið um ökumenn undir áhrifum fíkniefna á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt en að öðru leyti var nóttin róleg, samkvæmt dagbók lögreglunnar. Einn ökumaður, sem stöðvaður var skömmu eftir átta í gærkvöldi, er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, að nota farsíma við akstur án handfrjáls búnaðar og aka sviptur ökuréttindum.

Skömmu seinna var annar ökumaður handtekinn af sömu ástæðum. Sá hefur verið ítrekað handtekinn fyrir akstur án ökuréttinda.

Annar sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna er sömuleiðis grunaður um vörslu og sölu fíkniefna.

Þegar klukkan var að ganga níu í gærkvöldi þurfti þó að kalla út björgunarsveit í Kollafirði til að aðstoða kajakræðara sem lent höfðu í sjálfheldu eftir að hafa reynt að róa gegn straumnum. Fólkinu var komið til aðstoðar og voru þau dregin í land, heil á húfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×