Liverpool á eftir manninum sem afgreiddi íslenska landsliðið í Zagreb Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 10:30 Marcelo Brozovic í baráttunni við Kára Árnason í leiknum í Zagreb í undankeppni HM 2018. Brozovic tryggði Króatíu sigur með tveimur mörkum. EPA/ANTONIO BAT Liverpool er sagt vera á eftir króatískum miðjumanni Internazionale og nýjustu fréttir frá Ítalíu segja að staða á samningaviðræðum leikmannsins auki líkurnar á því að hann endi á Anfield. Marcelo Brozovic skrifaði undir nýjasta samning sinn við Inter í október 2018 og hann rennur út í lok júní næsta sumar. Inter er að reyna að semja aftur við hann en CalcioMercato segir að leikmaðurinn vilji fá miklu meira en félagið er að bjóða. Liverpool handed £53m Marcelo Brozovic transfer boost as Inter Milan face contract problem#LFC #Inter https://t.co/syfDjIZ0FQ pic.twitter.com/28jLCwlfgv— Express Sport (@DExpress_Sport) April 29, 2020 Brozovic fær nú í kringum þrjár milljónir punda í árslaun en sækist eftir því að fá 5,2 milljónir punda í nýjum samningi. Inter hefur aðeins boðið 3,9 milljónir punda samkvæmt heimildum ítalska miðilsins. Jürgen Klopp er sagður hafa mikinn áhuga á að fá kappann inn á miðju Liverpool en Brozovic getur spilað alls staðar á miðjunni þótt hans besta staða sé varnartengiliður. Liverpool ætti því að geta fengið hann með því að kaupa upp gamla samninginn en sú upphæð er talin vera 53 milljónir punda. ?? Timo Werner 'will leave'?? Two Lille stars linked?? Marcelo Brozovic 'boost'Follow all of the latest Liverpool news and transfers right here ??https://t.co/AqXxKbjxyl— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) April 29, 2020 Marcelo Brozovic er 27 ára gamall og hefur leikið með Internazionale frá 2015 en hann kom fyrst til ítalska liðsins á láni. Inter keypti hann síðan af Dinamo Zagreb. Íslendingar ættu að muna eftir stráknum því hann afgreiddi íslenska landsliðið með því að skora bæði mörkin í 2-0 sigri Króatíu á Íslandi í Zagreb í nóvember 2016. Fyrra markið skoraði Brozovic með föstu skoti utan teigs á 15. mínútu en það síðara á lokamínútunni með föstu skoti frá vítateig eftir snögga sókn. Marcelo Brozovic hefur skorað 6 mörk í 51 landsleik fyrir Króatíu en hann var með liðinu á EM 2016 og á HM 2018. Á HM í Rússlandi spilaði hann allan tímann í bæði undanúrslitaleiknum á móti Englandi og í úrslitaleiknum á móti Frökkum. Report: Distance between #Inter and #Brozovic; #Liverpool remain interested https://t.co/xC9XCT66Ec pic.twitter.com/dltFAdCBc8— CalcioMercato (En) (@CmdotCom_En) April 28, 2020 Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Liverpool er sagt vera á eftir króatískum miðjumanni Internazionale og nýjustu fréttir frá Ítalíu segja að staða á samningaviðræðum leikmannsins auki líkurnar á því að hann endi á Anfield. Marcelo Brozovic skrifaði undir nýjasta samning sinn við Inter í október 2018 og hann rennur út í lok júní næsta sumar. Inter er að reyna að semja aftur við hann en CalcioMercato segir að leikmaðurinn vilji fá miklu meira en félagið er að bjóða. Liverpool handed £53m Marcelo Brozovic transfer boost as Inter Milan face contract problem#LFC #Inter https://t.co/syfDjIZ0FQ pic.twitter.com/28jLCwlfgv— Express Sport (@DExpress_Sport) April 29, 2020 Brozovic fær nú í kringum þrjár milljónir punda í árslaun en sækist eftir því að fá 5,2 milljónir punda í nýjum samningi. Inter hefur aðeins boðið 3,9 milljónir punda samkvæmt heimildum ítalska miðilsins. Jürgen Klopp er sagður hafa mikinn áhuga á að fá kappann inn á miðju Liverpool en Brozovic getur spilað alls staðar á miðjunni þótt hans besta staða sé varnartengiliður. Liverpool ætti því að geta fengið hann með því að kaupa upp gamla samninginn en sú upphæð er talin vera 53 milljónir punda. ?? Timo Werner 'will leave'?? Two Lille stars linked?? Marcelo Brozovic 'boost'Follow all of the latest Liverpool news and transfers right here ??https://t.co/AqXxKbjxyl— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) April 29, 2020 Marcelo Brozovic er 27 ára gamall og hefur leikið með Internazionale frá 2015 en hann kom fyrst til ítalska liðsins á láni. Inter keypti hann síðan af Dinamo Zagreb. Íslendingar ættu að muna eftir stráknum því hann afgreiddi íslenska landsliðið með því að skora bæði mörkin í 2-0 sigri Króatíu á Íslandi í Zagreb í nóvember 2016. Fyrra markið skoraði Brozovic með föstu skoti utan teigs á 15. mínútu en það síðara á lokamínútunni með föstu skoti frá vítateig eftir snögga sókn. Marcelo Brozovic hefur skorað 6 mörk í 51 landsleik fyrir Króatíu en hann var með liðinu á EM 2016 og á HM 2018. Á HM í Rússlandi spilaði hann allan tímann í bæði undanúrslitaleiknum á móti Englandi og í úrslitaleiknum á móti Frökkum. Report: Distance between #Inter and #Brozovic; #Liverpool remain interested https://t.co/xC9XCT66Ec pic.twitter.com/dltFAdCBc8— CalcioMercato (En) (@CmdotCom_En) April 28, 2020
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira