Heldur upp á hundrað ára afmæli og hefur safnað tæpum sex milljörðum Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2020 12:05 Moore var gerður að heiðurs-ofursta í morgun. Vísir/Varnarmálaráðuneyti Bretlands Tom Moore, ein stærsta hvunndagshetja Breta um þessar mundir, heldur upp á hundrað ára afmæli sitt í dag. Moore hefur nú safnað tæpum sex milljörðum króna til styrktar Heilbrigðisstofnunar Bretlands (NHS) og segir gjafmildi almennings vera yfirþyrmandi. Í afmælisgjöf fékk Moore, sem var kafteinn í breska hernum og þjónaði í seinni heimsstyrjöldinni, heiðurstitilinn ofursti og var herflugvélum frá stríðinu flogið yfir heimili hans. Moore ákvað í byrjun mánaðarins að halda upp á hundrað ára afmæli sitt með því að ganga hundrað ferðir yfir lóð sína. Í leiðinni ætlaði hann að safna þúsund pundum fyrir NHS. Sú upphæð safnaðist hratt og var stefnan sett næst sett á 500 þúsund pund. Þegar þetta er skrifað, skömmu fyrir hádegi, hafði Moore safnað 31,166.041 pundum. Það samsvarar 5,7 milljörðum króna. Söfnuninni lýkur á miðnætti í kvöld. Moore segist mjög þakklátur fyrir þann stuðning sem hann hefur fengið og segist hafa öðlast nýjan tilgang. „Fólk er alltaf að segja að það sem ég hef gert sé ótrúlegt. Það er hins vegar það sem þið hafið gert fyrir mig sem er ótrúlegt,“ er haft eftir Moore í frétt Guardian. Tom Moore Hann kláraði hundrað ferðirnar um miðjan mánuðinn en hefur haldið áfram að ganga. Eftir afmælisveisluna í dag segist Moore ætla að hvíla fæturna. Hann segist þó ekki hættur að reyna að hjálpa fólki og segist ætla að finna nýjar leiðir fljótt. Moore hefur samkvæmt Sky News fengið meira en 140 þúsund afmæliskort og þar á meðal eru kveðjur frá konungsfjölskyldu Bretlands, Boris Johnson forsætisráðherra og mörgum öðrum. Hér að neðan má sjá hluta úr sérstakri útsendingu BBC frá afmælisveislu Moore í morgun. "I remember when they were flying, not with peace but with anger."#CaptainTomMoore was treated to a flypast to celebrate his 100th birthday. But #BBCBreakfast had a lot more surprises in store...You can see all our reports here: https://t.co/NUrMdfQFKm pic.twitter.com/5HTWjx4n4Q— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) April 30, 2020 I ve never been 100 before This is how #CaptainTomMoore feels about turning 100 as #BBCBreakfast wish him a very happy 100th birthday More here: https://t.co/oemrqsIEdK pic.twitter.com/wj5NMYoLEo— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) April 30, 2020 As #CaptainTomMoore celebrates his 100th birthday, #BBCBreakfast looks at his life in the military, as part of the 'forgotten army' during World War Two. More here: https://t.co/laoMr6NUoH pic.twitter.com/M249LFVYzQ— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) April 30, 2020 Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Náði markmiði sínu en ætlar að ganga áfram og safna meira Hinn 99 ára gamli Moore náði markmiði sínu í morgun þegar hann gekk hundruðustu ferðina yfir lóð sína. 16. apríl 2020 12:16 Tom gamli í sjöunda himni og er búinn að safna 1,8 milljörðum Tom ætlaði í upphafi að safna þúsund pundum fyrir Heilbrigðisstofnun Bretlands. Pundin eru nú orðin meira en tíu milljón talsins. 15. apríl 2020 22:09 Ætlaði að safna 180 þúsund krónum en er kominn vel yfir milljarð 99 ára gamall maður sem ætlaði að safna tæpum 200 þúsnd krónum til styrktar Heilbrigðisstofnunar Bretlands hefur safnað meira en milljarði. 15. apríl 2020 12:35 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira
Tom Moore, ein stærsta hvunndagshetja Breta um þessar mundir, heldur upp á hundrað ára afmæli sitt í dag. Moore hefur nú safnað tæpum sex milljörðum króna til styrktar Heilbrigðisstofnunar Bretlands (NHS) og segir gjafmildi almennings vera yfirþyrmandi. Í afmælisgjöf fékk Moore, sem var kafteinn í breska hernum og þjónaði í seinni heimsstyrjöldinni, heiðurstitilinn ofursti og var herflugvélum frá stríðinu flogið yfir heimili hans. Moore ákvað í byrjun mánaðarins að halda upp á hundrað ára afmæli sitt með því að ganga hundrað ferðir yfir lóð sína. Í leiðinni ætlaði hann að safna þúsund pundum fyrir NHS. Sú upphæð safnaðist hratt og var stefnan sett næst sett á 500 þúsund pund. Þegar þetta er skrifað, skömmu fyrir hádegi, hafði Moore safnað 31,166.041 pundum. Það samsvarar 5,7 milljörðum króna. Söfnuninni lýkur á miðnætti í kvöld. Moore segist mjög þakklátur fyrir þann stuðning sem hann hefur fengið og segist hafa öðlast nýjan tilgang. „Fólk er alltaf að segja að það sem ég hef gert sé ótrúlegt. Það er hins vegar það sem þið hafið gert fyrir mig sem er ótrúlegt,“ er haft eftir Moore í frétt Guardian. Tom Moore Hann kláraði hundrað ferðirnar um miðjan mánuðinn en hefur haldið áfram að ganga. Eftir afmælisveisluna í dag segist Moore ætla að hvíla fæturna. Hann segist þó ekki hættur að reyna að hjálpa fólki og segist ætla að finna nýjar leiðir fljótt. Moore hefur samkvæmt Sky News fengið meira en 140 þúsund afmæliskort og þar á meðal eru kveðjur frá konungsfjölskyldu Bretlands, Boris Johnson forsætisráðherra og mörgum öðrum. Hér að neðan má sjá hluta úr sérstakri útsendingu BBC frá afmælisveislu Moore í morgun. "I remember when they were flying, not with peace but with anger."#CaptainTomMoore was treated to a flypast to celebrate his 100th birthday. But #BBCBreakfast had a lot more surprises in store...You can see all our reports here: https://t.co/NUrMdfQFKm pic.twitter.com/5HTWjx4n4Q— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) April 30, 2020 I ve never been 100 before This is how #CaptainTomMoore feels about turning 100 as #BBCBreakfast wish him a very happy 100th birthday More here: https://t.co/oemrqsIEdK pic.twitter.com/wj5NMYoLEo— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) April 30, 2020 As #CaptainTomMoore celebrates his 100th birthday, #BBCBreakfast looks at his life in the military, as part of the 'forgotten army' during World War Two. More here: https://t.co/laoMr6NUoH pic.twitter.com/M249LFVYzQ— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) April 30, 2020
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Náði markmiði sínu en ætlar að ganga áfram og safna meira Hinn 99 ára gamli Moore náði markmiði sínu í morgun þegar hann gekk hundruðustu ferðina yfir lóð sína. 16. apríl 2020 12:16 Tom gamli í sjöunda himni og er búinn að safna 1,8 milljörðum Tom ætlaði í upphafi að safna þúsund pundum fyrir Heilbrigðisstofnun Bretlands. Pundin eru nú orðin meira en tíu milljón talsins. 15. apríl 2020 22:09 Ætlaði að safna 180 þúsund krónum en er kominn vel yfir milljarð 99 ára gamall maður sem ætlaði að safna tæpum 200 þúsnd krónum til styrktar Heilbrigðisstofnunar Bretlands hefur safnað meira en milljarði. 15. apríl 2020 12:35 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira
Náði markmiði sínu en ætlar að ganga áfram og safna meira Hinn 99 ára gamli Moore náði markmiði sínu í morgun þegar hann gekk hundruðustu ferðina yfir lóð sína. 16. apríl 2020 12:16
Tom gamli í sjöunda himni og er búinn að safna 1,8 milljörðum Tom ætlaði í upphafi að safna þúsund pundum fyrir Heilbrigðisstofnun Bretlands. Pundin eru nú orðin meira en tíu milljón talsins. 15. apríl 2020 22:09
Ætlaði að safna 180 þúsund krónum en er kominn vel yfir milljarð 99 ára gamall maður sem ætlaði að safna tæpum 200 þúsnd krónum til styrktar Heilbrigðisstofnunar Bretlands hefur safnað meira en milljarði. 15. apríl 2020 12:35