Kaupmáttartrygging sé skilyrði fyrir lífeyrissjóðsleiðinni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. apríl 2020 12:25 Ragnar Þór Ingólsson formaður VR Vísir/Egill Stjórn VR lýsir fullum stuðningi við ákvörðun formanns og varaformanns félagsins sem ákváðu að segja sig úr miðstjórn Alþýðusambands Íslands. VR hefur sent samninganefnd ASÍ áskorun um að ræða á lausnamiðaðri hátt um leiðir til að bregðast við þeirri stöðu sem uppi er á íslenskum vinnumarkaði. Samninganefnd ASÍ hafnaði erindi Samtaka atvinnulífsins þar sem lagt var til að tímabundið yrði mótframlag atvinnurekenda sem greiðist í lífeyrissjóð lækkað úr 11,5% í 8% til að mæta þeirri erfiðu stöðu sem blasir við á íslenskum vinnumarkaði. Ólík afstaða innan verkalýðshreyfingarinnar til þessarar tillögu hefur leitt til þess að í vikunni hafa þrír sagt sig úr miðstjórn ASÍ. Þeirra á meðal er Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, en stjórn félagsins tók málið fyrir á fundi sínum í gærkvöldi. „Stjórnin var mjög samstíga í yfirlýsingu. Það var einhugur um það að við myndum hvetja til þess að þessi leið verði skoðuð frekar og sömuleiðis að stjórnin skorar á samninganefnd ASÍ að koma að borðinu aftur og reyna að ræða á lausnamiðaðri hátt um aðgerðir til að bregðast við þessu grafalvarlega ástandi sem blasir við okkur,“ segir Ragnar Þór. Á þessu stigi hafi VR ekki borist nein viðbrögð frá samninganefnd ASÍ. Hann segir þessa lífeyrissjóðsleið geta vegið á móti kostnaði vegna launahækkana. „Við höfum skoðað þetta mjög ítarlega og lagt mat á það að þetta ætti að vega upp á móti þeim launahækkunum sem eiga að koma til núna 1. apríl og til útgreiðslu næstu mánaðamót,“ segir Ragnar. Það sé aftur á móti skilyrði fyrir þessari leið að fyrirtækin myndu halda niðri verðlagi og þannig leitast við að verja kaupmátt. „Við höfum líka reiknað út að 1% kaupmáttarrýrnun kostar félagsmann á meðallaunum hjá okkur 4.300 krónur á meðan réttindin sem skerðast á móti eru hugsanlega í kringum 700 krónur,“ segir Ragnar. „Þannig að ávinningurinn af því að fá svona kaupmáttartryggingu, hann er alveg gríðarlega mikilvægur,“ segir Ragnar en nánar er greint frá þessari svokölluðu kaupmáttartryggingu sem Ragnar Þór vísar til á heimasíðu VR. Vinnumarkaður Lífeyrissjóðir Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Stjórn VR lýsir fullum stuðningi við ákvörðun formanns og varaformanns félagsins sem ákváðu að segja sig úr miðstjórn Alþýðusambands Íslands. VR hefur sent samninganefnd ASÍ áskorun um að ræða á lausnamiðaðri hátt um leiðir til að bregðast við þeirri stöðu sem uppi er á íslenskum vinnumarkaði. Samninganefnd ASÍ hafnaði erindi Samtaka atvinnulífsins þar sem lagt var til að tímabundið yrði mótframlag atvinnurekenda sem greiðist í lífeyrissjóð lækkað úr 11,5% í 8% til að mæta þeirri erfiðu stöðu sem blasir við á íslenskum vinnumarkaði. Ólík afstaða innan verkalýðshreyfingarinnar til þessarar tillögu hefur leitt til þess að í vikunni hafa þrír sagt sig úr miðstjórn ASÍ. Þeirra á meðal er Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, en stjórn félagsins tók málið fyrir á fundi sínum í gærkvöldi. „Stjórnin var mjög samstíga í yfirlýsingu. Það var einhugur um það að við myndum hvetja til þess að þessi leið verði skoðuð frekar og sömuleiðis að stjórnin skorar á samninganefnd ASÍ að koma að borðinu aftur og reyna að ræða á lausnamiðaðri hátt um aðgerðir til að bregðast við þessu grafalvarlega ástandi sem blasir við okkur,“ segir Ragnar Þór. Á þessu stigi hafi VR ekki borist nein viðbrögð frá samninganefnd ASÍ. Hann segir þessa lífeyrissjóðsleið geta vegið á móti kostnaði vegna launahækkana. „Við höfum skoðað þetta mjög ítarlega og lagt mat á það að þetta ætti að vega upp á móti þeim launahækkunum sem eiga að koma til núna 1. apríl og til útgreiðslu næstu mánaðamót,“ segir Ragnar. Það sé aftur á móti skilyrði fyrir þessari leið að fyrirtækin myndu halda niðri verðlagi og þannig leitast við að verja kaupmátt. „Við höfum líka reiknað út að 1% kaupmáttarrýrnun kostar félagsmann á meðallaunum hjá okkur 4.300 krónur á meðan réttindin sem skerðast á móti eru hugsanlega í kringum 700 krónur,“ segir Ragnar. „Þannig að ávinningurinn af því að fá svona kaupmáttartryggingu, hann er alveg gríðarlega mikilvægur,“ segir Ragnar en nánar er greint frá þessari svokölluðu kaupmáttartryggingu sem Ragnar Þór vísar til á heimasíðu VR.
Vinnumarkaður Lífeyrissjóðir Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira