Talinn ítrekað lemja konuna sína en aldrei fengið refsingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. maí 2020 14:45 Lögreglan á Suðurnesjum krafðist nálgunarbanns og brottvísun á heimili yfir karlmanninum sem er grunaður um ítrekað heimilisofbeldi. Vísir/Vilhelm Dómstólar hafa hafnað kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum um fjögurra vikna brottvísun karlmanns á Suðurnesjum af heimili sínu vegna gruns um heimilisofbeldi. Ástæðan er sú að konan vill endurtekið ekki að lögregla aðhafist neitt í málinu. Aðfaranótt 19. apríl hringdi dóttir konunnar í lögreglu og tilkynnti um heimilisofbeldi. Er lögregla kom á vettvang hitti hún fyrir konuna sem var með augljósa áverka; kúlu á enni og glóðarauga byrjað að myndast. Lýsti konan því þannig að sambýlismaður hennar hefði lamið hana með krepptum hnefa og dregið á hárinu um íbúð þeirra. Þá lýsti hún ofbeldi mannsins til fimmtán ára og nefndi kyrkingartak og frelsissviptingu heila helgi sem dæmi. Lögregla, Stígamót og fleiri aðilar hafa lýst yfir miklum áhyggjum af auknu heimilisofbeldi á tímum Covid-19. Afskipti lögreglu frá 2006 Konan og karlinn eiga ekki börn saman en konan á dóttur sem hún segir karlinn einnig hafa beitt ofbeldi. Karlmaðurinn bar fyrir sig minnisleysi sökum ölvunar, myndi ekki eftir neinu ofbeldi og því síður að hafa haft í hótunum um að henda konunni út daginn eftir. Lýsti hann konunni sem erfiðri í skapi, hún þurfi að drekka mikið áfengi og það endi oft illa. Fram kemur í greinargerð lögreglustjórans að parið hafi verið saman í um fimmtán ár. Í lögreglukerfinu eru skráð afskipti lögreglu af fólkinu allt til ársins 2006 þegar konan kom á lögreglustöð og sagði karlmanninn hafa hent sér niður stiga á heimili hans. Í greinargerð lögreglu er farið yfir fyrir afskipti lögreglu af fólkinu vegna gruns um ofbeldi karlsins. Tengdasonur flúði út og hringdi Í september 2007 barst tilkynning frá konunni að verið væri að leggja íbúð sem hún væri í í rúst. Þegar lögregla mætti voru þar karlinn og frændi hans, þau höfðu leigt íbúðina eina helgi og ætluðu að spila. Áfengi var við hönd og sauð upp úr milli karlmannanna. Lýsti frændinn alvarlegu ofbeldi og sögðu lögreglumenn á vettvangi að konan hefði verið illa farin eftir ofbeldi og sjá mátti að hár hennar var allt tætt. Í febrúar 2013 barst tilkynning um að verið væri að lemja konu í blokkaríbúð. Þegar lögregla mætti hitt hún tengdason konunnar fyrir utan blokkina sem hafði flúið út, hringt á lögreglu og sagði karlmanninn hafa ítrekað slegið konuna í andlitið og rústað íbúðinni. Konan og dóttir hennar sögðu sömu sögu, karlmaðurinn hefði reiðst og slegið konuna ítrekað í andlitið og hrint henni. Að auki hefði hann rifið síma úr sambandi og reynt að ná símanum af tengdasyninum þegar hann var að reyna að hringja eftir hjálp. Konan vildi ekki aðhafast neitt í málinu og var rannsókn lögreglu því hætt. Vildi ekki kæra Í júlí 2015 hringdi konan í lögreglu í miklu uppnámi. Kærði hefði beitt hana ofbeldi og hótað henni. Hún var í sjáanlegu uppnámi og grátandi þegar lögreglumenn mættu á vettvang. Sagði konan þau hafa rifist og karlmaðurinn slegið hana einu höggi í andlitið. Var konan með roða í andlitinu. Á heimilinu var dóttir konunnar. Rannsókn var hætt hjá lögreglu þar sem konan vildi ekki að málið færi áfram. Hún leitaði ekki til læknis. Segist ekki þora að kæra karlmanninn Það var svo í ágúst 2015 sem dóttir konunnar óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna slagsmála innandyra. Sagði hún karlmanninn hafa ítrekað kýlt móður sína og hent henni niður stiga fyrir utan húsið. Er lögregla kom á staðinn voru karlinn og konan að rífast innandyra þannig að það heyrðist út á götu. Konan var með greinilega áverka og var karlmaðurinn handtekinn. Konan var færð til skoðunar á sjúkrahús og kemur fram í vottorði læknis að hún hafi verið dauðskelkuð. Nefndi hún við lækninn að hún þyrði ekki að kæra karlmanninn til lögreglu því hún óttaðist hann svo. Konan var marin á nefi og með áverka á báðum upphandleggjum sem samsvarar því að einhver taki í hendur hennar og haldi fast. Við skýrslutöku daginn eftir kvaðst konan ekki vilja að lögregla aðhefðist neitt í málinu. Var rannsókn hætt í janúar 2017. Lögregla telur brottvísun af heimili eina úrræðið Í ljósi alls þessa telur lögreglustjóri, í kröfu sinni um nálgunarbann, rökstuddan grun um að karlmaðurinn hafi í allnokkur skipti ráðist á konuna með miklum afleiðingum fyrir konuna auk þess sem konan hafi sætt andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu hans. Taldi lögreglustjóri því skilyrði um nálgunarbann og brottvísun af heimili uppfyllt. Auk þess væri hætta á að hann myndi áfram brjóta gegn konunni og friðhelgi hennar. Öðruvísi væri ekki hægt að vernda konuna en að fallist yrði á nálgunarbann og brottvísun af heimili. Karlmaðurinn mótmælti kröfunni fyrir dómi. Verjandi hans sagði skilyrði ekki uppfyllt og benti á að þau mál sem lögregla vísaði til í greinargerð sinni væru margra ára gömul og hefðu verið felld niður. Fjölskyldan þyrfti vissulega hjálp en brottvísun af heimili í fjórar vikur myndi ekki leysa vanda þeirra. Skipaður réttargæslumaður konunnar mótmælti sömuleiðis kröfunni. Vísaði hann til þess að konan hefði tjáð lögreglu að hún óskaði ekki eftir nálgunarbanni á karlmanninn og byggist við að búa undir sama þaki og hann þrátt fyrir nýjustu líkamsárásina. Höfnun í héraði og klúður í kærunni Héraðsdómur Reykjaness samþykkti rök lögreglustjórans að heimild væri til að beita nálgunarbanni og brottvísun af heimili. Sömuleiðis að öðruvísi væri friðhelgi konunnar ekki tryggð með öðrum vægari úrræðum. Hitt væri svo annað að í ljósi þess að konan og karlinn mótmæltu bæði ákvörðun lögreglustjóra þá væri ekki séð að nálgunarbann eða brottvísun af heimili myndi þjóna tilgangi sínum eða veita konunni þá vernd sem þyrfti. Hafnaði héraðsdómur því kröfu lögreglustjórans. Lögreglan á Suðurnesjum kærði ákvörðunina til Landsréttar sem vísaði málinu frá þar sem lögreglan greindi ekki frá því í kærunni hverjar ástæður væru fyrir því að málið væri kært. Það þyrfti að gera í kærunni en ekki bara í greinargerð lögreglu. Því væru slíkir annmarkar á kærunni að vísa yrði málinu frá Landsrétti. Úrskurðinn má lesa hér. Lögreglumál Heimilisofbeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjörutíu prósent koma ítrekað á bráðamóttöku með áverka eftir heimilisofbeldi: Tíu prósent teknar kyrkingartaki Fjörutíu prósent kvenna sem leita á Landspítala með áverka eftir heimilsofbeldi koma ítrekað á spítalann vegna ofbeldis. Þetta sýnir ný rannsókn. Algengastir eru áverkar á höfði, í andliti og á hálsi. Ein af hverjum tíu hafði verið tekin kyrkingartaki. 26. apríl 2020 19:00 Leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn heimilisofbeldi Alda B. Guðjónsdóttir stílisti og Sigríður Ólafsdóttir, betur þekkt sem Sissa ljósmyndari, hafa fengið tugi ljósmyndara með sér í lið vegna söfnunar fyrir Kvennaathvarfið. 22. apríl 2020 22:00 Damir varð vitni að heimilisofbeldi: „Hræddur að þetta yrði verra ef ég segði frá þessu“ Kærasti móður fótboltamannsins Damirs Muminovic beitti hana ofbeldi í mörg ár. Hann sagði frá þessu í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolta.net. 21. apríl 2020 12:37 Fleiri gerendur heimilisofbeldis leita sér aðstoðar: Hræddir við að misstíga sig Fleiri ný mál koma nú inn á borð Heimilisfriðar, meðferðarúrræðis fyrir gerendur heimilisofbeldis. Þá leitar fólk, sem áður hefur verið í meðferð, sér aðstoðar í auknum mæli – hrætt við að misstíga sig. 8. apríl 2020 19:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Dómstólar hafa hafnað kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum um fjögurra vikna brottvísun karlmanns á Suðurnesjum af heimili sínu vegna gruns um heimilisofbeldi. Ástæðan er sú að konan vill endurtekið ekki að lögregla aðhafist neitt í málinu. Aðfaranótt 19. apríl hringdi dóttir konunnar í lögreglu og tilkynnti um heimilisofbeldi. Er lögregla kom á vettvang hitti hún fyrir konuna sem var með augljósa áverka; kúlu á enni og glóðarauga byrjað að myndast. Lýsti konan því þannig að sambýlismaður hennar hefði lamið hana með krepptum hnefa og dregið á hárinu um íbúð þeirra. Þá lýsti hún ofbeldi mannsins til fimmtán ára og nefndi kyrkingartak og frelsissviptingu heila helgi sem dæmi. Lögregla, Stígamót og fleiri aðilar hafa lýst yfir miklum áhyggjum af auknu heimilisofbeldi á tímum Covid-19. Afskipti lögreglu frá 2006 Konan og karlinn eiga ekki börn saman en konan á dóttur sem hún segir karlinn einnig hafa beitt ofbeldi. Karlmaðurinn bar fyrir sig minnisleysi sökum ölvunar, myndi ekki eftir neinu ofbeldi og því síður að hafa haft í hótunum um að henda konunni út daginn eftir. Lýsti hann konunni sem erfiðri í skapi, hún þurfi að drekka mikið áfengi og það endi oft illa. Fram kemur í greinargerð lögreglustjórans að parið hafi verið saman í um fimmtán ár. Í lögreglukerfinu eru skráð afskipti lögreglu af fólkinu allt til ársins 2006 þegar konan kom á lögreglustöð og sagði karlmanninn hafa hent sér niður stiga á heimili hans. Í greinargerð lögreglu er farið yfir fyrir afskipti lögreglu af fólkinu vegna gruns um ofbeldi karlsins. Tengdasonur flúði út og hringdi Í september 2007 barst tilkynning frá konunni að verið væri að leggja íbúð sem hún væri í í rúst. Þegar lögregla mætti voru þar karlinn og frændi hans, þau höfðu leigt íbúðina eina helgi og ætluðu að spila. Áfengi var við hönd og sauð upp úr milli karlmannanna. Lýsti frændinn alvarlegu ofbeldi og sögðu lögreglumenn á vettvangi að konan hefði verið illa farin eftir ofbeldi og sjá mátti að hár hennar var allt tætt. Í febrúar 2013 barst tilkynning um að verið væri að lemja konu í blokkaríbúð. Þegar lögregla mætti hitt hún tengdason konunnar fyrir utan blokkina sem hafði flúið út, hringt á lögreglu og sagði karlmanninn hafa ítrekað slegið konuna í andlitið og rústað íbúðinni. Konan og dóttir hennar sögðu sömu sögu, karlmaðurinn hefði reiðst og slegið konuna ítrekað í andlitið og hrint henni. Að auki hefði hann rifið síma úr sambandi og reynt að ná símanum af tengdasyninum þegar hann var að reyna að hringja eftir hjálp. Konan vildi ekki aðhafast neitt í málinu og var rannsókn lögreglu því hætt. Vildi ekki kæra Í júlí 2015 hringdi konan í lögreglu í miklu uppnámi. Kærði hefði beitt hana ofbeldi og hótað henni. Hún var í sjáanlegu uppnámi og grátandi þegar lögreglumenn mættu á vettvang. Sagði konan þau hafa rifist og karlmaðurinn slegið hana einu höggi í andlitið. Var konan með roða í andlitinu. Á heimilinu var dóttir konunnar. Rannsókn var hætt hjá lögreglu þar sem konan vildi ekki að málið færi áfram. Hún leitaði ekki til læknis. Segist ekki þora að kæra karlmanninn Það var svo í ágúst 2015 sem dóttir konunnar óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna slagsmála innandyra. Sagði hún karlmanninn hafa ítrekað kýlt móður sína og hent henni niður stiga fyrir utan húsið. Er lögregla kom á staðinn voru karlinn og konan að rífast innandyra þannig að það heyrðist út á götu. Konan var með greinilega áverka og var karlmaðurinn handtekinn. Konan var færð til skoðunar á sjúkrahús og kemur fram í vottorði læknis að hún hafi verið dauðskelkuð. Nefndi hún við lækninn að hún þyrði ekki að kæra karlmanninn til lögreglu því hún óttaðist hann svo. Konan var marin á nefi og með áverka á báðum upphandleggjum sem samsvarar því að einhver taki í hendur hennar og haldi fast. Við skýrslutöku daginn eftir kvaðst konan ekki vilja að lögregla aðhefðist neitt í málinu. Var rannsókn hætt í janúar 2017. Lögregla telur brottvísun af heimili eina úrræðið Í ljósi alls þessa telur lögreglustjóri, í kröfu sinni um nálgunarbann, rökstuddan grun um að karlmaðurinn hafi í allnokkur skipti ráðist á konuna með miklum afleiðingum fyrir konuna auk þess sem konan hafi sætt andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu hans. Taldi lögreglustjóri því skilyrði um nálgunarbann og brottvísun af heimili uppfyllt. Auk þess væri hætta á að hann myndi áfram brjóta gegn konunni og friðhelgi hennar. Öðruvísi væri ekki hægt að vernda konuna en að fallist yrði á nálgunarbann og brottvísun af heimili. Karlmaðurinn mótmælti kröfunni fyrir dómi. Verjandi hans sagði skilyrði ekki uppfyllt og benti á að þau mál sem lögregla vísaði til í greinargerð sinni væru margra ára gömul og hefðu verið felld niður. Fjölskyldan þyrfti vissulega hjálp en brottvísun af heimili í fjórar vikur myndi ekki leysa vanda þeirra. Skipaður réttargæslumaður konunnar mótmælti sömuleiðis kröfunni. Vísaði hann til þess að konan hefði tjáð lögreglu að hún óskaði ekki eftir nálgunarbanni á karlmanninn og byggist við að búa undir sama þaki og hann þrátt fyrir nýjustu líkamsárásina. Höfnun í héraði og klúður í kærunni Héraðsdómur Reykjaness samþykkti rök lögreglustjórans að heimild væri til að beita nálgunarbanni og brottvísun af heimili. Sömuleiðis að öðruvísi væri friðhelgi konunnar ekki tryggð með öðrum vægari úrræðum. Hitt væri svo annað að í ljósi þess að konan og karlinn mótmæltu bæði ákvörðun lögreglustjóra þá væri ekki séð að nálgunarbann eða brottvísun af heimili myndi þjóna tilgangi sínum eða veita konunni þá vernd sem þyrfti. Hafnaði héraðsdómur því kröfu lögreglustjórans. Lögreglan á Suðurnesjum kærði ákvörðunina til Landsréttar sem vísaði málinu frá þar sem lögreglan greindi ekki frá því í kærunni hverjar ástæður væru fyrir því að málið væri kært. Það þyrfti að gera í kærunni en ekki bara í greinargerð lögreglu. Því væru slíkir annmarkar á kærunni að vísa yrði málinu frá Landsrétti. Úrskurðinn má lesa hér.
Lögreglumál Heimilisofbeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjörutíu prósent koma ítrekað á bráðamóttöku með áverka eftir heimilisofbeldi: Tíu prósent teknar kyrkingartaki Fjörutíu prósent kvenna sem leita á Landspítala með áverka eftir heimilsofbeldi koma ítrekað á spítalann vegna ofbeldis. Þetta sýnir ný rannsókn. Algengastir eru áverkar á höfði, í andliti og á hálsi. Ein af hverjum tíu hafði verið tekin kyrkingartaki. 26. apríl 2020 19:00 Leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn heimilisofbeldi Alda B. Guðjónsdóttir stílisti og Sigríður Ólafsdóttir, betur þekkt sem Sissa ljósmyndari, hafa fengið tugi ljósmyndara með sér í lið vegna söfnunar fyrir Kvennaathvarfið. 22. apríl 2020 22:00 Damir varð vitni að heimilisofbeldi: „Hræddur að þetta yrði verra ef ég segði frá þessu“ Kærasti móður fótboltamannsins Damirs Muminovic beitti hana ofbeldi í mörg ár. Hann sagði frá þessu í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolta.net. 21. apríl 2020 12:37 Fleiri gerendur heimilisofbeldis leita sér aðstoðar: Hræddir við að misstíga sig Fleiri ný mál koma nú inn á borð Heimilisfriðar, meðferðarúrræðis fyrir gerendur heimilisofbeldis. Þá leitar fólk, sem áður hefur verið í meðferð, sér aðstoðar í auknum mæli – hrætt við að misstíga sig. 8. apríl 2020 19:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Fjörutíu prósent koma ítrekað á bráðamóttöku með áverka eftir heimilisofbeldi: Tíu prósent teknar kyrkingartaki Fjörutíu prósent kvenna sem leita á Landspítala með áverka eftir heimilsofbeldi koma ítrekað á spítalann vegna ofbeldis. Þetta sýnir ný rannsókn. Algengastir eru áverkar á höfði, í andliti og á hálsi. Ein af hverjum tíu hafði verið tekin kyrkingartaki. 26. apríl 2020 19:00
Leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn heimilisofbeldi Alda B. Guðjónsdóttir stílisti og Sigríður Ólafsdóttir, betur þekkt sem Sissa ljósmyndari, hafa fengið tugi ljósmyndara með sér í lið vegna söfnunar fyrir Kvennaathvarfið. 22. apríl 2020 22:00
Damir varð vitni að heimilisofbeldi: „Hræddur að þetta yrði verra ef ég segði frá þessu“ Kærasti móður fótboltamannsins Damirs Muminovic beitti hana ofbeldi í mörg ár. Hann sagði frá þessu í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolta.net. 21. apríl 2020 12:37
Fleiri gerendur heimilisofbeldis leita sér aðstoðar: Hræddir við að misstíga sig Fleiri ný mál koma nú inn á borð Heimilisfriðar, meðferðarúrræðis fyrir gerendur heimilisofbeldis. Þá leitar fólk, sem áður hefur verið í meðferð, sér aðstoðar í auknum mæli – hrætt við að misstíga sig. 8. apríl 2020 19:00