Alltaf áskoranir í löggæslu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. maí 2020 15:20 Halla Bergþóra Björnsdóttir er nýr lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Ofbeldismál eru meðal þeirra mála sem eru Höllu Bergþóru Björnsdóttur, nýjum lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, hugleikin. Hún á þó ekki von á að ráðast í miklar stefnubreytingar hjá embættinu. Dómsmálaráðherra skipaði Höllu Bergþóru í embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu í gær en hún tekur við embætti þann 11. maí. Hún gegndi áður embætti sýslumanns en frá árinu 2015 hefur hún verið lögreglustjóri á Norðurlandi Eystra. Sjá einnig: Halla Bergþóra nýr lögreglustjóri „Það eru nú sambærileg verkefni, lögregluverkefnin hér og fyrir norðan, en það er bara auðvitað áherslan á að reyna að veita eins góða þjónustu og mögulegt er, ég mun leggja áherslu á það,“ segir Halla Bergþóra. Sem nýr stjórnandi eigi hún eflaust eftir að setja svip sinn á embættið en hún segir engar meiriháttar breytingar í farvatninu. „Ég á nú ekki von á að það verði einhver stefnubreyting en það er auðvitað bara þannig þegar nýr stjórnandi kemur þá verða kannski einhverjar áherslubreytingar en það verða engar miklar stefnubreytingar,“ segir Halla Bergþóra. „Það hafa auðvitað alltaf verið hugleikin hjá mér heimilisofbeldismál og ofbeldismál almennt. Það hefur nú verið áhersla á það í samfélaginu og ég hugsa að það verði bara áfram.“ Halla Bergþóra tekur við embætti af Sigríði Björk Guðjónsdóttur en Hulda Elsa Björgvinsdóttir hefur verið settur lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu síðan Sigríður Björk tók við embætti ríkislögreglustjóra. „Það eru alltaf áskoranir í löggæslu, alltaf áskoranir að halda sér í takt við breytingar á samfélaginu og eflaust verða áskoranir margar á næstu árum,“ segir Halla Bergþóra. Lögregluþjónar eru meðal þeirra stétta sem enn hafa ekki náð saman við ríkið um gerð kjarasamnings. „Ég bara vona að það náist sem fyrst að lögreglumenn nái að semja við ríkið. Það væri farsælt fyrir alla,“ segir Halla Bergþóra. Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Sjá meira
Ofbeldismál eru meðal þeirra mála sem eru Höllu Bergþóru Björnsdóttur, nýjum lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, hugleikin. Hún á þó ekki von á að ráðast í miklar stefnubreytingar hjá embættinu. Dómsmálaráðherra skipaði Höllu Bergþóru í embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu í gær en hún tekur við embætti þann 11. maí. Hún gegndi áður embætti sýslumanns en frá árinu 2015 hefur hún verið lögreglustjóri á Norðurlandi Eystra. Sjá einnig: Halla Bergþóra nýr lögreglustjóri „Það eru nú sambærileg verkefni, lögregluverkefnin hér og fyrir norðan, en það er bara auðvitað áherslan á að reyna að veita eins góða þjónustu og mögulegt er, ég mun leggja áherslu á það,“ segir Halla Bergþóra. Sem nýr stjórnandi eigi hún eflaust eftir að setja svip sinn á embættið en hún segir engar meiriháttar breytingar í farvatninu. „Ég á nú ekki von á að það verði einhver stefnubreyting en það er auðvitað bara þannig þegar nýr stjórnandi kemur þá verða kannski einhverjar áherslubreytingar en það verða engar miklar stefnubreytingar,“ segir Halla Bergþóra. „Það hafa auðvitað alltaf verið hugleikin hjá mér heimilisofbeldismál og ofbeldismál almennt. Það hefur nú verið áhersla á það í samfélaginu og ég hugsa að það verði bara áfram.“ Halla Bergþóra tekur við embætti af Sigríði Björk Guðjónsdóttur en Hulda Elsa Björgvinsdóttir hefur verið settur lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu síðan Sigríður Björk tók við embætti ríkislögreglustjóra. „Það eru alltaf áskoranir í löggæslu, alltaf áskoranir að halda sér í takt við breytingar á samfélaginu og eflaust verða áskoranir margar á næstu árum,“ segir Halla Bergþóra. Lögregluþjónar eru meðal þeirra stétta sem enn hafa ekki náð saman við ríkið um gerð kjarasamnings. „Ég bara vona að það náist sem fyrst að lögreglumenn nái að semja við ríkið. Það væri farsælt fyrir alla,“ segir Halla Bergþóra.
Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Sjá meira