Alþjóðasamstarf ekki þungamiðja viðbragða við faraldrinum: „Virðist vera þannig að hver þjóð þarf að sjá um sig sjálfa“ Andri Eysteinsson skrifar 1. maí 2020 16:15 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Mynd/Lögreglan „Þegar á reynir virðist þetta vera þannig að hver þjóð þarf eiginlega að sjá um sig sjálfa að mestu leyti,“ sagði sóttvarnalæknir Þórólfur Guðnason á 61. upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Þórólfur ræddi alþjóðlegt samstarf og hvernig Ísland hafði undirbúið sig fyrir komandi faraldra í langan tíma. Sjá einnig: Svona var 61. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar „Auðvitað þarf alþjóðasamfélagið að skoða þessu mál í sameiningu en menn hafa verið að gera það á undanförnum árum og áratugum. Það er mjög mikil samvinna innan Evrópu og innan Norðurlandanna þar sem menn eru að ræða þessa hluti fram og til baka.“ „Það er bara mjög erfitt að koma með einhvern alþjóðlegt samkomulag um viðbrögð og hvernig menn ætla að snúa sér og hvað menn ætla að gera. Jafnvel þó að menn tali mikið saman á fundum og búi til skýrslur og slíkt,“ sagði Þórólfur. Veiran hefur haft mismiklar afleiðingar í ríkjum heimsins og hafa viðbrögð stjórnvalda verið jafn mismunandi og þau eru mörg. Stjórnvöld sumra ríkja hafa gagnrýnt störf alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og aðrir hafa kallað eftir frekari viðbrögðum Evrópusambandsins í faraldrinum. Þórólfur segir að reynsla okkar af faraldri kórónuveirunnar sýni okkur að mikilvægt sé að sinna enn eigin undirbúningi fyrir komandi faraldra og farsóttir. „Ég held að þetta sýni að við þurfum áfram að gæta okkar eigin viðbrögðum og okkar eigin áætlunum í svona málum. Auðvitað þurfum við að halda áfram að leggja áherslu á þetta alþjóðlega samstarfs,“ sagði Þórólfur og bætti við að honum fyndist sem svo að alþjóðlegt samstarf hafi ekki verið þungamiðjan í viðbrögðum þjóða við kórónuveirunni. „Það er margvíslegur lærdómur sem við höfum dregið af þessu og hvað okkur varðar þá hafa Íslendingar verið að undirbúa okkur fyrir faraldur lengi,“ sagði Þórólfur. Allskyns áætlanir hafi verið búnar til, lagaumhverfi og „infrastrúktúr“ hefði verið klár og miklum tíma hafi verið varið í að slípa saman samstarf innan heilbrigðiskerfisins og á milli heilbrigðiskerfisins og almannavarna. „Ég myndi segja að við vorum mjög vel undirbúin, eins vel undirbúin og við gátum verið. Síðan er það alltaf útfærslan. Hvernig ætlar maður að framkvæmda viðbrögðin þegar til kastanna kemur. Það má alltaf læra margt og kannski hefði sumt átt að vera öðruvísi en í grófum dráttum helt ég að við höfum fylgt þeirri áætlun sem var lagt upp með og hún hafi skilað árangri,“ sagði sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira
„Þegar á reynir virðist þetta vera þannig að hver þjóð þarf eiginlega að sjá um sig sjálfa að mestu leyti,“ sagði sóttvarnalæknir Þórólfur Guðnason á 61. upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Þórólfur ræddi alþjóðlegt samstarf og hvernig Ísland hafði undirbúið sig fyrir komandi faraldra í langan tíma. Sjá einnig: Svona var 61. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar „Auðvitað þarf alþjóðasamfélagið að skoða þessu mál í sameiningu en menn hafa verið að gera það á undanförnum árum og áratugum. Það er mjög mikil samvinna innan Evrópu og innan Norðurlandanna þar sem menn eru að ræða þessa hluti fram og til baka.“ „Það er bara mjög erfitt að koma með einhvern alþjóðlegt samkomulag um viðbrögð og hvernig menn ætla að snúa sér og hvað menn ætla að gera. Jafnvel þó að menn tali mikið saman á fundum og búi til skýrslur og slíkt,“ sagði Þórólfur. Veiran hefur haft mismiklar afleiðingar í ríkjum heimsins og hafa viðbrögð stjórnvalda verið jafn mismunandi og þau eru mörg. Stjórnvöld sumra ríkja hafa gagnrýnt störf alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og aðrir hafa kallað eftir frekari viðbrögðum Evrópusambandsins í faraldrinum. Þórólfur segir að reynsla okkar af faraldri kórónuveirunnar sýni okkur að mikilvægt sé að sinna enn eigin undirbúningi fyrir komandi faraldra og farsóttir. „Ég held að þetta sýni að við þurfum áfram að gæta okkar eigin viðbrögðum og okkar eigin áætlunum í svona málum. Auðvitað þurfum við að halda áfram að leggja áherslu á þetta alþjóðlega samstarfs,“ sagði Þórólfur og bætti við að honum fyndist sem svo að alþjóðlegt samstarf hafi ekki verið þungamiðjan í viðbrögðum þjóða við kórónuveirunni. „Það er margvíslegur lærdómur sem við höfum dregið af þessu og hvað okkur varðar þá hafa Íslendingar verið að undirbúa okkur fyrir faraldur lengi,“ sagði Þórólfur. Allskyns áætlanir hafi verið búnar til, lagaumhverfi og „infrastrúktúr“ hefði verið klár og miklum tíma hafi verið varið í að slípa saman samstarf innan heilbrigðiskerfisins og á milli heilbrigðiskerfisins og almannavarna. „Ég myndi segja að við vorum mjög vel undirbúin, eins vel undirbúin og við gátum verið. Síðan er það alltaf útfærslan. Hvernig ætlar maður að framkvæmda viðbrögðin þegar til kastanna kemur. Það má alltaf læra margt og kannski hefði sumt átt að vera öðruvísi en í grófum dráttum helt ég að við höfum fylgt þeirri áætlun sem var lagt upp með og hún hafi skilað árangri,“ sagði sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira