Nýjustu reglurnar líklega afnumdar fyrst Sylvía Hall skrifar 2. apríl 2020 18:55 Víðir Reynisson, yfirlögreguþjónn, á upplýsingafundi almannavarna. Lögreglan Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir það vera í skoðun hvernig væri best að aflétta samkomubanninu þegar að því kemur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til við heilbrigðisráðherra í dag að samkomubanni yrði aflétt mánudaginn 4. maí. Sjá einnig: Samkomubann verður til 4. maí Að sögn Víðis yrði slíkt gert í skrefum og þyrfti að skoða nánar hvernig það yrði útfært. Það er í samræmi við fyrri yfirlýsingar sóttvarnalæknis, en Víðir segir líklegast að því yrði aflétt í öfugri röð, það er að nýjustu reglurnar yrðu afnumdar fyrst. Líkamsræktarstöðvar, hárgreiðslustofur og sundlaugar voru á meðal þeirra staða sem var lokað þegar samkomubannið var hert og myndu þeir því líklega opna fyrst þegar farið væri að aflétta samkomubanninu. Ekki er vitað hvernig skólastarf yrði útfært, ef samkomubanninu yrði aflétt. „Það er mjög erfitt að segja. Það var með því fyrsta sem við settum á og við höfum verið í samskiptum við menntamálaráðuneytið um það og það er verið að skoða hvernig hægt er að ljúka skólastarfi og reyna að gera áætlanir um það, hvort sem það verður með núverandi ástandi eða með einhverjum breytingum, það er erfitt að segja í augnablikinu,“ segir Víðir. Þá segir Víðir fólk vera hvatt til þess að vera heima um páskana. Það myndi auka álag á heilsugæslustöðvar landsins ef fólk færi að flykkjast út á land í núverandi ástandi því sé best að halda sig heima. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aðgerðir hertar á norðanverðum Vestfjörðum Aðgerðastjórn Almannavarna á Vestfjörðum hefur ákveðið að bregðast við kórónuveirusmitum í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði með hertum aðgerðum. 1. apríl 2020 18:41 Ferðalög um páskana gætu sett enn meira álag á heilbrigðiskerfið Almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegará þönum vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki stendur þó til að herða á samkomubanni sem nú er í gildi yfir páskana. 31. mars 2020 14:54 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir það vera í skoðun hvernig væri best að aflétta samkomubanninu þegar að því kemur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til við heilbrigðisráðherra í dag að samkomubanni yrði aflétt mánudaginn 4. maí. Sjá einnig: Samkomubann verður til 4. maí Að sögn Víðis yrði slíkt gert í skrefum og þyrfti að skoða nánar hvernig það yrði útfært. Það er í samræmi við fyrri yfirlýsingar sóttvarnalæknis, en Víðir segir líklegast að því yrði aflétt í öfugri röð, það er að nýjustu reglurnar yrðu afnumdar fyrst. Líkamsræktarstöðvar, hárgreiðslustofur og sundlaugar voru á meðal þeirra staða sem var lokað þegar samkomubannið var hert og myndu þeir því líklega opna fyrst þegar farið væri að aflétta samkomubanninu. Ekki er vitað hvernig skólastarf yrði útfært, ef samkomubanninu yrði aflétt. „Það er mjög erfitt að segja. Það var með því fyrsta sem við settum á og við höfum verið í samskiptum við menntamálaráðuneytið um það og það er verið að skoða hvernig hægt er að ljúka skólastarfi og reyna að gera áætlanir um það, hvort sem það verður með núverandi ástandi eða með einhverjum breytingum, það er erfitt að segja í augnablikinu,“ segir Víðir. Þá segir Víðir fólk vera hvatt til þess að vera heima um páskana. Það myndi auka álag á heilsugæslustöðvar landsins ef fólk færi að flykkjast út á land í núverandi ástandi því sé best að halda sig heima.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aðgerðir hertar á norðanverðum Vestfjörðum Aðgerðastjórn Almannavarna á Vestfjörðum hefur ákveðið að bregðast við kórónuveirusmitum í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði með hertum aðgerðum. 1. apríl 2020 18:41 Ferðalög um páskana gætu sett enn meira álag á heilbrigðiskerfið Almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegará þönum vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki stendur þó til að herða á samkomubanni sem nú er í gildi yfir páskana. 31. mars 2020 14:54 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Aðgerðir hertar á norðanverðum Vestfjörðum Aðgerðastjórn Almannavarna á Vestfjörðum hefur ákveðið að bregðast við kórónuveirusmitum í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði með hertum aðgerðum. 1. apríl 2020 18:41
Ferðalög um páskana gætu sett enn meira álag á heilbrigðiskerfið Almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegará þönum vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki stendur þó til að herða á samkomubanni sem nú er í gildi yfir páskana. 31. mars 2020 14:54