Þjóðhöfðinginn þakklátur þríeykinu fyrir þrekvirki þreytt í þágu þjóðar Andri Eysteinsson skrifar 3. maí 2020 17:31 Forsetinn vitnaði í Þórberg Þórðarson og Winston Churchill í erindi sínu á upplýsingafundi almannavarna í dag. Mynd/Lögreglan Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson lýsti yfir þakklæti sínu gagnvart þríeykinu sem farið hefur fyrir baráttu Íslands gegn kórónuveirufaraldrinum undanfarnar vikur og mánuði. Forsetinn var gestur 63. upplýsingafundar almannavarna og var þögull þegar hann var spurður hvort þríeykið ætti von á Fálkaorðu fyrir störf sín. Sjá einnig: Svona var 63. upplýsingafundur almannavarna vegna kórónuveirunnar „Við þurfum líka að þakka ykkur ágæta Alma, ágæti Þórólfur og ágæti Víðir. Þið hafið hvatt okkur til þess að sýna þá samstöðu sem dugar. Ekki með því að skipa okkur fyrir verkum, ekki með því að setja ykkur á háan hest, ekki með því að segja „ farið eftir því sem við segjum eða…“ heldur höfum við öll fundið fyrir því að það er okkur öllum í hag að fara eftir tilmælum, leiðbeiningum og ráðleggingum sem byggja á vísindalegri ráðgjöf,“ sagði Guðni sem fjallaði um fjóra þætti baráttunnar í máli sínu. Samúð - Þakklæti - Samstaða - Framtíðin Forseti hóf mál sitt á umfjöllun um samúð. „Þegar við lítum um öxl og horfum á þessa mánuði sem liðið hafa á samúð að vera okkur ofarlega í huga. Við eigum að hafa samúð í garð þeirra sem misst hafa ástvini, þeirra sem hafa veikst illa, samúð í garð þeirra sem hafa misst vinnuna,“ sagði Guðni og rifjaði upp dæmisögu mannfræðings sem sagði samúð vera fyrstu merki um menningu. „Við höfum ákveðið, þótt það kosti okkur jafnvel í efnahagslegu tilliti að sýna þeim samúð og aðstoð sem þurfa á að halda,“ sagði forsetinn. Guðni þakkaði þá, auk þríeykisins, öllum þeim sem staðið hafa vaktina á síðustu mánuðum. Heilbrigðisstarfsfólki, starfsmönnum skólakerfisins, lögreglu, björgunarsveitum og þeim öllum sem hafa lagt sitt af mörkum undanfarið. Samstaða Íslendinga í baráttunni byggð á trausti Guðni fjallaði um samstöðu Íslendinga og minntist tveggja íþróttamanna sem nýlega hafa sett skó sína á hilluna. Átti hann þar við Margréti Láru Viðarsdóttur og Guðjón Val Sigurðsson. Forsetinn sagði að bæði hefðu þau geta klárað leiki upp á sitt einsdæmi en hefðu bæði áttað sig á að ekkert væri hægt án liðsheildar og samstöðu. „Samstaða getur samt verið hættuleg. Samstaða sem vopn í höndum þjóðarleiðtoga getur verið hættuleg. „Ertu ekki með mér í liði? Ætlum við ekki að standa saman? Ertu að svíkja þjóðina?“ Samstaðan sem við höfum sýnt á þessum erfiðu stundum er samstaða byggð á trausti og samtali og það er samstaða sem virkar,“ sagði Guðni og sagði að annað ætti við um samstöðu byggða á skipunum og valdbeitingu. Í framtíðinni verði samfélagið að halda áfram baráttunni gegn vágestinum. Sagði forsetinn að ekki megi algerlega gefa lausan tauminn þegar slakað verður á aðgerðum. Mikilvægt væri enn að þvo og spritta hendur, muna að virða tveggja metra regluna. Þrífa snertifleti, vernda viðkvæma hópa og virða sóttkví og einangrun. Baráttan við vágestinn ekki búin Sagði forsetinn þá að hann, sem íbúi landsins, væri nú sem aldrei fyrr ánægður með að búa á Íslandi og vera stoltur af því að vera Íslendingur. „Við höfum sýnt það sem í okkur býr og munum halda því áfram,“ sagði Guðni og þakkaði þríeykinu fyrir sín störf að nýju áður en hann vitnaði í Winston Churchill. „Þetta eru ekki endalokin ekki einu sinni upphaf endalokanna en kannski eru þetta endalok upphafsins.“ Þegar kom að spurningum til fundarmanna var Guðni spurður hvort að þríeykið eigi von á fálkaorðu frá forseta vegna árangursins. Forseti svaraði spurningunni á þá leið að í hundrað ára sögu fálkaorðunnar hafi líklega aldrei gerst áður að fólk spái í því hver fái orður á blaðamannafundum. Guðni sagðist samt þakklátur góðum störfum þríeykisins og sagði „Heiður þeim sem heiður ber.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson lýsti yfir þakklæti sínu gagnvart þríeykinu sem farið hefur fyrir baráttu Íslands gegn kórónuveirufaraldrinum undanfarnar vikur og mánuði. Forsetinn var gestur 63. upplýsingafundar almannavarna og var þögull þegar hann var spurður hvort þríeykið ætti von á Fálkaorðu fyrir störf sín. Sjá einnig: Svona var 63. upplýsingafundur almannavarna vegna kórónuveirunnar „Við þurfum líka að þakka ykkur ágæta Alma, ágæti Þórólfur og ágæti Víðir. Þið hafið hvatt okkur til þess að sýna þá samstöðu sem dugar. Ekki með því að skipa okkur fyrir verkum, ekki með því að setja ykkur á háan hest, ekki með því að segja „ farið eftir því sem við segjum eða…“ heldur höfum við öll fundið fyrir því að það er okkur öllum í hag að fara eftir tilmælum, leiðbeiningum og ráðleggingum sem byggja á vísindalegri ráðgjöf,“ sagði Guðni sem fjallaði um fjóra þætti baráttunnar í máli sínu. Samúð - Þakklæti - Samstaða - Framtíðin Forseti hóf mál sitt á umfjöllun um samúð. „Þegar við lítum um öxl og horfum á þessa mánuði sem liðið hafa á samúð að vera okkur ofarlega í huga. Við eigum að hafa samúð í garð þeirra sem misst hafa ástvini, þeirra sem hafa veikst illa, samúð í garð þeirra sem hafa misst vinnuna,“ sagði Guðni og rifjaði upp dæmisögu mannfræðings sem sagði samúð vera fyrstu merki um menningu. „Við höfum ákveðið, þótt það kosti okkur jafnvel í efnahagslegu tilliti að sýna þeim samúð og aðstoð sem þurfa á að halda,“ sagði forsetinn. Guðni þakkaði þá, auk þríeykisins, öllum þeim sem staðið hafa vaktina á síðustu mánuðum. Heilbrigðisstarfsfólki, starfsmönnum skólakerfisins, lögreglu, björgunarsveitum og þeim öllum sem hafa lagt sitt af mörkum undanfarið. Samstaða Íslendinga í baráttunni byggð á trausti Guðni fjallaði um samstöðu Íslendinga og minntist tveggja íþróttamanna sem nýlega hafa sett skó sína á hilluna. Átti hann þar við Margréti Láru Viðarsdóttur og Guðjón Val Sigurðsson. Forsetinn sagði að bæði hefðu þau geta klárað leiki upp á sitt einsdæmi en hefðu bæði áttað sig á að ekkert væri hægt án liðsheildar og samstöðu. „Samstaða getur samt verið hættuleg. Samstaða sem vopn í höndum þjóðarleiðtoga getur verið hættuleg. „Ertu ekki með mér í liði? Ætlum við ekki að standa saman? Ertu að svíkja þjóðina?“ Samstaðan sem við höfum sýnt á þessum erfiðu stundum er samstaða byggð á trausti og samtali og það er samstaða sem virkar,“ sagði Guðni og sagði að annað ætti við um samstöðu byggða á skipunum og valdbeitingu. Í framtíðinni verði samfélagið að halda áfram baráttunni gegn vágestinum. Sagði forsetinn að ekki megi algerlega gefa lausan tauminn þegar slakað verður á aðgerðum. Mikilvægt væri enn að þvo og spritta hendur, muna að virða tveggja metra regluna. Þrífa snertifleti, vernda viðkvæma hópa og virða sóttkví og einangrun. Baráttan við vágestinn ekki búin Sagði forsetinn þá að hann, sem íbúi landsins, væri nú sem aldrei fyrr ánægður með að búa á Íslandi og vera stoltur af því að vera Íslendingur. „Við höfum sýnt það sem í okkur býr og munum halda því áfram,“ sagði Guðni og þakkaði þríeykinu fyrir sín störf að nýju áður en hann vitnaði í Winston Churchill. „Þetta eru ekki endalokin ekki einu sinni upphaf endalokanna en kannski eru þetta endalok upphafsins.“ Þegar kom að spurningum til fundarmanna var Guðni spurður hvort að þríeykið eigi von á fálkaorðu frá forseta vegna árangursins. Forseti svaraði spurningunni á þá leið að í hundrað ára sögu fálkaorðunnar hafi líklega aldrei gerst áður að fólk spái í því hver fái orður á blaðamannafundum. Guðni sagðist samt þakklátur góðum störfum þríeykisins og sagði „Heiður þeim sem heiður ber.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Sjá meira