Már og Iva gefa út reggí-útgáfu af lagi Ragga Bjarna Andri Eysteinsson skrifar 3. maí 2020 19:01 Már og Íva heimsóttu Hvata á Bylgjunni í dag. Vísir „Ég horfði á fallega minningaþáttinn um Ragnar heitinn Bjarnason og þá var þetta lag sungið svo ofboðslega fallega. Ég hafði heyrt það margoft en það sat svo í mér,“ sagði Keflvíkingurinn Már Gunnarsson sem ásamt Ivu Adrichem hefur endurgert frægt lag Ragnars Bjarnasonar eftir ljóði Steins Steinarrs, Barn. Már og Iva voru gestir í útvarpsþættinum Helgin með Hvata á Bylgjunni í dag. „Mig langaði til að gera eitthvað aðeins öðruvísi og þá datt mér í hug að gefa út lagið Barn í reggí-útgáfu. Ég hafði samband við Ivu en við höfum verið góðir vinir í fjölmörg ár,“ segir Már. „Þetta lag er bara fallegt út í eitt,“ segir Már sem ásamt því að vera öflugur tónlistarmaður er einnig afreksmaður í sundi. „Laglína, texti og boðskapur.“ Iva sem þekktust er fyrir þátttöku í Söngvakeppni sjónvarpsins með lagið Oculis Videre segir „algjöra fagmenn“ hafa komið að gerð lagsins. Myndbandið við lagið, sem má sjá hér að neðan, var gert af Hilmari Braga Bárðarsyni en auk Más sá Þórir Baldursson um útsetningu lagsins. Iva og Már viðurkenna að við gerð myndbandsins hafi tveggja metra reglan verið brotin á stundum og biðjast þau afsökunar á því. „Sorrý Víðir.“ „Við vorum alls ekki mörg í þessu. Við og myndatökumaðurinn Hilmar Bragi sem hefur verið að taka upp fyrir Víkurfréttir í mörg ár en þetta er hans fyrsta tónlistarmyndband. „Þetta er svo einlægt, boðskapur er svo einlægur og ég held að allir geti einhvern veginn tengt við lagið. Ég var reyndar svolítið skeptísk þegar Már sagði mér frá hugmyndinni, ég sagði „ertu orðinn snarvitlaus. Þetta er svo langt fyrir utan minn þægindaramma og söngstíl,“ segir Iva en viðurkennir að lagið hafi heppnast betur en hún þorði að vona. Tónlist Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Ég horfði á fallega minningaþáttinn um Ragnar heitinn Bjarnason og þá var þetta lag sungið svo ofboðslega fallega. Ég hafði heyrt það margoft en það sat svo í mér,“ sagði Keflvíkingurinn Már Gunnarsson sem ásamt Ivu Adrichem hefur endurgert frægt lag Ragnars Bjarnasonar eftir ljóði Steins Steinarrs, Barn. Már og Iva voru gestir í útvarpsþættinum Helgin með Hvata á Bylgjunni í dag. „Mig langaði til að gera eitthvað aðeins öðruvísi og þá datt mér í hug að gefa út lagið Barn í reggí-útgáfu. Ég hafði samband við Ivu en við höfum verið góðir vinir í fjölmörg ár,“ segir Már. „Þetta lag er bara fallegt út í eitt,“ segir Már sem ásamt því að vera öflugur tónlistarmaður er einnig afreksmaður í sundi. „Laglína, texti og boðskapur.“ Iva sem þekktust er fyrir þátttöku í Söngvakeppni sjónvarpsins með lagið Oculis Videre segir „algjöra fagmenn“ hafa komið að gerð lagsins. Myndbandið við lagið, sem má sjá hér að neðan, var gert af Hilmari Braga Bárðarsyni en auk Más sá Þórir Baldursson um útsetningu lagsins. Iva og Már viðurkenna að við gerð myndbandsins hafi tveggja metra reglan verið brotin á stundum og biðjast þau afsökunar á því. „Sorrý Víðir.“ „Við vorum alls ekki mörg í þessu. Við og myndatökumaðurinn Hilmar Bragi sem hefur verið að taka upp fyrir Víkurfréttir í mörg ár en þetta er hans fyrsta tónlistarmyndband. „Þetta er svo einlægt, boðskapur er svo einlægur og ég held að allir geti einhvern veginn tengt við lagið. Ég var reyndar svolítið skeptísk þegar Már sagði mér frá hugmyndinni, ég sagði „ertu orðinn snarvitlaus. Þetta er svo langt fyrir utan minn þægindaramma og söngstíl,“ segir Iva en viðurkennir að lagið hafi heppnast betur en hún þorði að vona.
Tónlist Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira