Már og Iva gefa út reggí-útgáfu af lagi Ragga Bjarna Andri Eysteinsson skrifar 3. maí 2020 19:01 Már og Íva heimsóttu Hvata á Bylgjunni í dag. Vísir „Ég horfði á fallega minningaþáttinn um Ragnar heitinn Bjarnason og þá var þetta lag sungið svo ofboðslega fallega. Ég hafði heyrt það margoft en það sat svo í mér,“ sagði Keflvíkingurinn Már Gunnarsson sem ásamt Ivu Adrichem hefur endurgert frægt lag Ragnars Bjarnasonar eftir ljóði Steins Steinarrs, Barn. Már og Iva voru gestir í útvarpsþættinum Helgin með Hvata á Bylgjunni í dag. „Mig langaði til að gera eitthvað aðeins öðruvísi og þá datt mér í hug að gefa út lagið Barn í reggí-útgáfu. Ég hafði samband við Ivu en við höfum verið góðir vinir í fjölmörg ár,“ segir Már. „Þetta lag er bara fallegt út í eitt,“ segir Már sem ásamt því að vera öflugur tónlistarmaður er einnig afreksmaður í sundi. „Laglína, texti og boðskapur.“ Iva sem þekktust er fyrir þátttöku í Söngvakeppni sjónvarpsins með lagið Oculis Videre segir „algjöra fagmenn“ hafa komið að gerð lagsins. Myndbandið við lagið, sem má sjá hér að neðan, var gert af Hilmari Braga Bárðarsyni en auk Más sá Þórir Baldursson um útsetningu lagsins. Iva og Már viðurkenna að við gerð myndbandsins hafi tveggja metra reglan verið brotin á stundum og biðjast þau afsökunar á því. „Sorrý Víðir.“ „Við vorum alls ekki mörg í þessu. Við og myndatökumaðurinn Hilmar Bragi sem hefur verið að taka upp fyrir Víkurfréttir í mörg ár en þetta er hans fyrsta tónlistarmyndband. „Þetta er svo einlægt, boðskapur er svo einlægur og ég held að allir geti einhvern veginn tengt við lagið. Ég var reyndar svolítið skeptísk þegar Már sagði mér frá hugmyndinni, ég sagði „ertu orðinn snarvitlaus. Þetta er svo langt fyrir utan minn þægindaramma og söngstíl,“ segir Iva en viðurkennir að lagið hafi heppnast betur en hún þorði að vona. Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ég horfði á fallega minningaþáttinn um Ragnar heitinn Bjarnason og þá var þetta lag sungið svo ofboðslega fallega. Ég hafði heyrt það margoft en það sat svo í mér,“ sagði Keflvíkingurinn Már Gunnarsson sem ásamt Ivu Adrichem hefur endurgert frægt lag Ragnars Bjarnasonar eftir ljóði Steins Steinarrs, Barn. Már og Iva voru gestir í útvarpsþættinum Helgin með Hvata á Bylgjunni í dag. „Mig langaði til að gera eitthvað aðeins öðruvísi og þá datt mér í hug að gefa út lagið Barn í reggí-útgáfu. Ég hafði samband við Ivu en við höfum verið góðir vinir í fjölmörg ár,“ segir Már. „Þetta lag er bara fallegt út í eitt,“ segir Már sem ásamt því að vera öflugur tónlistarmaður er einnig afreksmaður í sundi. „Laglína, texti og boðskapur.“ Iva sem þekktust er fyrir þátttöku í Söngvakeppni sjónvarpsins með lagið Oculis Videre segir „algjöra fagmenn“ hafa komið að gerð lagsins. Myndbandið við lagið, sem má sjá hér að neðan, var gert af Hilmari Braga Bárðarsyni en auk Más sá Þórir Baldursson um útsetningu lagsins. Iva og Már viðurkenna að við gerð myndbandsins hafi tveggja metra reglan verið brotin á stundum og biðjast þau afsökunar á því. „Sorrý Víðir.“ „Við vorum alls ekki mörg í þessu. Við og myndatökumaðurinn Hilmar Bragi sem hefur verið að taka upp fyrir Víkurfréttir í mörg ár en þetta er hans fyrsta tónlistarmyndband. „Þetta er svo einlægt, boðskapur er svo einlægur og ég held að allir geti einhvern veginn tengt við lagið. Ég var reyndar svolítið skeptísk þegar Már sagði mér frá hugmyndinni, ég sagði „ertu orðinn snarvitlaus. Þetta er svo langt fyrir utan minn þægindaramma og söngstíl,“ segir Iva en viðurkennir að lagið hafi heppnast betur en hún þorði að vona.
Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira