Bjarki fyrsti þýski markakóngurinn í ellefu ár til að brjóta átta marka múrinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2020 15:00 Bjarki Már Elísson fagnar í vetur með félögum sínum í Lemgo en myndin er af Twitter síðu TBV Lemgo Lippe. Mynd/@tbvlemgolippe Bjarki Már Elísson átti frábært tímabil í bestu deild handboltans en hann skoraði 216 mörk fyrir TBV Lemgo Lippe liðið í vetur eða átta mörk að meðaltali í leik. Hann varð þar með fyrsti markakóngurinn í ellefu ár til að skora átta mörk að meðaltali eða allt frá því að Grikinn Savas Karipidis varð markakóngur tímabilið 2008-09 með 8,3 mörk í leik. Bjarki og Savas Karipidis eru ásamt Dananum Lars Christiansen og Suður Kóreumanninum Yoon Kyung-shin þeir einu sem náð að vinna markakóngstitilinn og skora um leið yfir átta mörk í leik. Bjarki er líka þriðji Íslendingurinn sem nær að verða markakóngur í þýsku deildinni og fylgir þar í fótspor þeirra Sigurðar Vals Sveinssonar og Guðjóns Vals Sigurðssonar. Bjarki er aftur á móti sá eini af þeim sem var með átta mörk að meðaltali í leik. Sigurður Valur Sveinsson skoraði 7,35 mörk að meðaltali fyrir TBV Lemgo tímabilið 1984-85 og Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 7,76 mörk að meðaltali fyrir VfL Gummersbach tímabilið 2005-06. Bjarki er nú í áttunda sæti yfir hæsta meðalskor markakóngs þýsku deildarinnar á síðustu rúmu fjörtíu árum. Metið á Jerzy Klempel sem á reyndar tvö hæstu meðalskorin og er sá eini sem hefur unnið markakóngstitilinn með yfir níu mörk að meðaltali í leik. Bjarki skoraði þrettán mörkum meira en næsti maður sem var danski Íslendingurinn Hans Lindberg hjá Füchse Berlin. Það voru síðan fimmtíu mörk niður í Danann Michael Damgaard í þriðja sætinu en hann spilar með SC Magdeburg. Bjarki skoraði 72 marka sinna af vítalínunni, 67 komu úr vinstra horninu, 51 kom úr hraðaupphlaupi og 13 af línu. Bjarki skoraði einnig 11 mörk með langskotum. Bjarki nýtti 75,3 prósent skota sinna á tímabilinu. Hæsta meðalskor markakónga þýsku deildarinnar frá 1977: 9,19 Jerzy Klempel, Frisch Auf Göppingen 1986/87 8,96 Jerzy Klempel, Frisch Auf Göppingen 1985/86 8,53 Yoon Kyung-shin, VfL Gummersbach 2000/01 8,50 Lars Christiansen, SG Flensburg-Handewitt 2002/03 8,29 Savas Karipidis, MT Melsungen 2008/09 8,23 Erhard Wunderlich, VfL Gummersbach 1981/82 8,15 Jochen Fraatz, TUSEM Essen 1991/92 8,00 Bjarki Már Elísson, TBV Lemgo Lippe 2019/20 7,96 Jochen Fraatz, TUSEM Essen 1990/91 7,76 Guðjón Valur Sigurðsson, VfL Gummersbach 2005/06 Þýski handboltinn Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Bjarki Már Elísson átti frábært tímabil í bestu deild handboltans en hann skoraði 216 mörk fyrir TBV Lemgo Lippe liðið í vetur eða átta mörk að meðaltali í leik. Hann varð þar með fyrsti markakóngurinn í ellefu ár til að skora átta mörk að meðaltali eða allt frá því að Grikinn Savas Karipidis varð markakóngur tímabilið 2008-09 með 8,3 mörk í leik. Bjarki og Savas Karipidis eru ásamt Dananum Lars Christiansen og Suður Kóreumanninum Yoon Kyung-shin þeir einu sem náð að vinna markakóngstitilinn og skora um leið yfir átta mörk í leik. Bjarki er líka þriðji Íslendingurinn sem nær að verða markakóngur í þýsku deildinni og fylgir þar í fótspor þeirra Sigurðar Vals Sveinssonar og Guðjóns Vals Sigurðssonar. Bjarki er aftur á móti sá eini af þeim sem var með átta mörk að meðaltali í leik. Sigurður Valur Sveinsson skoraði 7,35 mörk að meðaltali fyrir TBV Lemgo tímabilið 1984-85 og Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 7,76 mörk að meðaltali fyrir VfL Gummersbach tímabilið 2005-06. Bjarki er nú í áttunda sæti yfir hæsta meðalskor markakóngs þýsku deildarinnar á síðustu rúmu fjörtíu árum. Metið á Jerzy Klempel sem á reyndar tvö hæstu meðalskorin og er sá eini sem hefur unnið markakóngstitilinn með yfir níu mörk að meðaltali í leik. Bjarki skoraði þrettán mörkum meira en næsti maður sem var danski Íslendingurinn Hans Lindberg hjá Füchse Berlin. Það voru síðan fimmtíu mörk niður í Danann Michael Damgaard í þriðja sætinu en hann spilar með SC Magdeburg. Bjarki skoraði 72 marka sinna af vítalínunni, 67 komu úr vinstra horninu, 51 kom úr hraðaupphlaupi og 13 af línu. Bjarki skoraði einnig 11 mörk með langskotum. Bjarki nýtti 75,3 prósent skota sinna á tímabilinu. Hæsta meðalskor markakónga þýsku deildarinnar frá 1977: 9,19 Jerzy Klempel, Frisch Auf Göppingen 1986/87 8,96 Jerzy Klempel, Frisch Auf Göppingen 1985/86 8,53 Yoon Kyung-shin, VfL Gummersbach 2000/01 8,50 Lars Christiansen, SG Flensburg-Handewitt 2002/03 8,29 Savas Karipidis, MT Melsungen 2008/09 8,23 Erhard Wunderlich, VfL Gummersbach 1981/82 8,15 Jochen Fraatz, TUSEM Essen 1991/92 8,00 Bjarki Már Elísson, TBV Lemgo Lippe 2019/20 7,96 Jochen Fraatz, TUSEM Essen 1990/91 7,76 Guðjón Valur Sigurðsson, VfL Gummersbach 2005/06
Hæsta meðalskor markakónga þýsku deildarinnar frá 1977: 9,19 Jerzy Klempel, Frisch Auf Göppingen 1986/87 8,96 Jerzy Klempel, Frisch Auf Göppingen 1985/86 8,53 Yoon Kyung-shin, VfL Gummersbach 2000/01 8,50 Lars Christiansen, SG Flensburg-Handewitt 2002/03 8,29 Savas Karipidis, MT Melsungen 2008/09 8,23 Erhard Wunderlich, VfL Gummersbach 1981/82 8,15 Jochen Fraatz, TUSEM Essen 1991/92 8,00 Bjarki Már Elísson, TBV Lemgo Lippe 2019/20 7,96 Jochen Fraatz, TUSEM Essen 1990/91 7,76 Guðjón Valur Sigurðsson, VfL Gummersbach 2005/06
Þýski handboltinn Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira