Fengu að heimsækja ástvini eftir sextíu daga bann Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. maí 2020 22:00 Íbúar dvalar- og hjúkrunarheimila fengu margir heimsókn frá ástvini í dag - í fyrsta sinn í sextíu daga. Forstjóri Hrafnistu segir um mikinn hátíðisdag að ræða enda bannið verið gríðarlega þungbært fyrir marga. Heimsóknir verða þó áfram takmarkaðar. Tilslakanir á heimsóknarbanni á dvalar- og hjúkrunarheimilum tóku gildi í dag en nú má einn aðstandandi í einu heimsækja hvern íbúa, þó með nokkrum takmörkunum. Hvert heimili aðlagar fjölda heimsókna að sínum aðstæðum en lagt er til að aðeins nánasta aðstandanda verði leyft að koma í heimsókn fyrstu tvær vikurnar. visir/sigurjón „Það er mikill hátíðistdagur á hjúkrunarheimilum í dag. Það er búið að vera heimsóknarbann í tæplega sextíu daga. Markmiðið er að í þessari vikur fái allir eina heimsókn,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu. Um tvö hundruð heimsóknir voru á dagskrá á heimilum Hrafnistu í dag. Heimsóknartímar eru úthlutaðir og þeir sem koma í heimsókn þurfa að gæta að handþvotti og nota spritt. Heimsóknir fara fram á ákveðnum svæðum og fólk þarf að virða tveggja metra regluna. Heimasóknarbannið hefur reynst mörgum þungbært að sögn Péturs. Þau Arnlaugur Kristján Samúelsson og móðir hans Kristín Sigríður Guðjónsdóttir, hafa þó tekið þessu með stóískri ró. vísir/sigurjón „Mér hefur liðið nokkuð vel en þó ef ég á að vera alveg hreinskilin var ég byrjuð að finna til þess í lokinn að ég var svolítið viðkvæm á kvöldin,“ segir Kristín sem á nokkur börn. Arnlaugur, sonur hennar, segir að það hafa verið gott að heimsækja móður sína loksins, eftir tvo mánuði. Systkini hans séu einnig mjög spennt að fá að koma. Þá voru miklir fagnaðarfundir á hjúkrunarheimilinu Hömrum í dag. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá þegar ástvinir hittast í fyrsta sinn eftir langan tíma. Bræðurnir Eymundur og Bjarni Sigurðssynir voru mættir á Hamra í dag en þar dvelur móðir þeirra sem er með heilabilun. Bjarni fékk að fara inn en Eymundur þurfti að bíða úti. „Helsti óttinn er að hún muni ekki eftir manni,“ sagði Bjarni áður en hann fór á fund móður sinnar. Bræðurnir segja að óvissan um að hún gleymdi þeim hafi verið erfiðust. Smit kom upp á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir helgi og þá hafa smit verið að koma upp á hjúkrunarheimilum erlendis með hræðilegum afleiðingum. „Það minnir okkur á alvarleikann og hvað þetta er í raun nálægt okkur. Við verðum að standa saman og gera það besta til að kveða niður þessa veiru og við erum ekki sloppin enn þá þó að fyrstu áfangarnir hafi gengið mjög vel,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Íbúar dvalar- og hjúkrunarheimila fengu margir heimsókn frá ástvini í dag - í fyrsta sinn í sextíu daga. Forstjóri Hrafnistu segir um mikinn hátíðisdag að ræða enda bannið verið gríðarlega þungbært fyrir marga. Heimsóknir verða þó áfram takmarkaðar. Tilslakanir á heimsóknarbanni á dvalar- og hjúkrunarheimilum tóku gildi í dag en nú má einn aðstandandi í einu heimsækja hvern íbúa, þó með nokkrum takmörkunum. Hvert heimili aðlagar fjölda heimsókna að sínum aðstæðum en lagt er til að aðeins nánasta aðstandanda verði leyft að koma í heimsókn fyrstu tvær vikurnar. visir/sigurjón „Það er mikill hátíðistdagur á hjúkrunarheimilum í dag. Það er búið að vera heimsóknarbann í tæplega sextíu daga. Markmiðið er að í þessari vikur fái allir eina heimsókn,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu. Um tvö hundruð heimsóknir voru á dagskrá á heimilum Hrafnistu í dag. Heimsóknartímar eru úthlutaðir og þeir sem koma í heimsókn þurfa að gæta að handþvotti og nota spritt. Heimsóknir fara fram á ákveðnum svæðum og fólk þarf að virða tveggja metra regluna. Heimasóknarbannið hefur reynst mörgum þungbært að sögn Péturs. Þau Arnlaugur Kristján Samúelsson og móðir hans Kristín Sigríður Guðjónsdóttir, hafa þó tekið þessu með stóískri ró. vísir/sigurjón „Mér hefur liðið nokkuð vel en þó ef ég á að vera alveg hreinskilin var ég byrjuð að finna til þess í lokinn að ég var svolítið viðkvæm á kvöldin,“ segir Kristín sem á nokkur börn. Arnlaugur, sonur hennar, segir að það hafa verið gott að heimsækja móður sína loksins, eftir tvo mánuði. Systkini hans séu einnig mjög spennt að fá að koma. Þá voru miklir fagnaðarfundir á hjúkrunarheimilinu Hömrum í dag. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá þegar ástvinir hittast í fyrsta sinn eftir langan tíma. Bræðurnir Eymundur og Bjarni Sigurðssynir voru mættir á Hamra í dag en þar dvelur móðir þeirra sem er með heilabilun. Bjarni fékk að fara inn en Eymundur þurfti að bíða úti. „Helsti óttinn er að hún muni ekki eftir manni,“ sagði Bjarni áður en hann fór á fund móður sinnar. Bræðurnir segja að óvissan um að hún gleymdi þeim hafi verið erfiðust. Smit kom upp á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir helgi og þá hafa smit verið að koma upp á hjúkrunarheimilum erlendis með hræðilegum afleiðingum. „Það minnir okkur á alvarleikann og hvað þetta er í raun nálægt okkur. Við verðum að standa saman og gera það besta til að kveða niður þessa veiru og við erum ekki sloppin enn þá þó að fyrstu áfangarnir hafi gengið mjög vel,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira