Kjósa í þriðja sinn á einu ári Samúel Karl Ólason skrifar 2. mars 2020 08:22 Avigdor Liberman verður mögulega aftur í kjörstöðu til að mynda ríkisstjórn. AP/Tsafrir Abayov Kjósendur í Ísrael ganga í dag að kjörborðunum í þriðja sinn á einu ári. Síðustu tvær kosningar landsins hafa ekki skilað afgerandi meirihluta og ekki hefur tekist að mynda ríkisstjórn. Benjamin Netanyahu hefur því starfað áfram sem forsætisráðherra, þrátt fyrir að hafa verið ákærður fyrir spillingu og að réttarhöldin gegn honum hefjist eftir tvær vikur. Miðað við kannanir er enn og aftur útlit fyrir að pattstaðan muni halda áfram, samkvæmt AP fréttaveitunni. Netanyahu hefur nú setið lengur í embætti en nokkur annar forsætisráðherra Ísrael. Benny Gantz, leiðtogi Bláa og hvíta bandalagsins, vonast til þess að geta velt Neytanyahu úr sessi. Eins og áður gefa kannanir þó í skyn að Avigdor Liberman, leiðtogi Yisrael Beiteinu, muni verða í kjörstöðu eftir kosningarnar og að hann muni mögulega geta myndað ríkisstjórn með annarri hvorri fylkingu Ísrael. Lieberman var varnarmálaráðherra í fyrri stjórn en lenti upp á kant við Netanyahu því honum þótti hann gefa flokkum heittrúaðra gyðinga innan ríkisstjórnarinnar of mikil völd á kostnað þjóðernishyggjuflokka. Heilt yfir bjóða 23 flokkar fram í kosningunum en samkvæmt Times of Israel þykir ólíklegt að fleiri en átta flokkar nái yfir þau 3,25 prósent sem til þarf til að fá mann inn á þing. Búist er við lágri kjörsókn í dag, þar sem kjósendur eru þreyttir á ástandinu. Leiðtogar flokkanna munu verja deginum í að hvetja kjósendur til að takka þátt í kosningunum. Ísrael Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Riveríutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Kjósendur í Ísrael ganga í dag að kjörborðunum í þriðja sinn á einu ári. Síðustu tvær kosningar landsins hafa ekki skilað afgerandi meirihluta og ekki hefur tekist að mynda ríkisstjórn. Benjamin Netanyahu hefur því starfað áfram sem forsætisráðherra, þrátt fyrir að hafa verið ákærður fyrir spillingu og að réttarhöldin gegn honum hefjist eftir tvær vikur. Miðað við kannanir er enn og aftur útlit fyrir að pattstaðan muni halda áfram, samkvæmt AP fréttaveitunni. Netanyahu hefur nú setið lengur í embætti en nokkur annar forsætisráðherra Ísrael. Benny Gantz, leiðtogi Bláa og hvíta bandalagsins, vonast til þess að geta velt Neytanyahu úr sessi. Eins og áður gefa kannanir þó í skyn að Avigdor Liberman, leiðtogi Yisrael Beiteinu, muni verða í kjörstöðu eftir kosningarnar og að hann muni mögulega geta myndað ríkisstjórn með annarri hvorri fylkingu Ísrael. Lieberman var varnarmálaráðherra í fyrri stjórn en lenti upp á kant við Netanyahu því honum þótti hann gefa flokkum heittrúaðra gyðinga innan ríkisstjórnarinnar of mikil völd á kostnað þjóðernishyggjuflokka. Heilt yfir bjóða 23 flokkar fram í kosningunum en samkvæmt Times of Israel þykir ólíklegt að fleiri en átta flokkar nái yfir þau 3,25 prósent sem til þarf til að fá mann inn á þing. Búist er við lágri kjörsókn í dag, þar sem kjósendur eru þreyttir á ástandinu. Leiðtogar flokkanna munu verja deginum í að hvetja kjósendur til að takka þátt í kosningunum.
Ísrael Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Riveríutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira