Eliza og Vigdís skrifuðu leyniskilaboð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. maí 2020 16:30 Tveggja metra reglan var virt í garðinum við Aragötu þar sem afmælisbarnið Eliza Reid, Vigdís Finnbogadóttir og Þórunn Árnadóttir (til hægri) hleyptu átakinu af stað. Vísir/Friðrik Þór Garður frú Vigdísar Finnbogadóttur forseta var vettvangurinn þegar Mæðrablóminu, árlegu söfnunarátaki Mæðrastyrksnefndar fyrir tekjulágar konur sem vilja mennta sig, var hleypt af stokkunum. Menntunarsjóður nefndarinnar hefur styrkt 250 konur til náms frá árinu 2012 þegar sjóðurinn var stofnaður. Mæðrablómið er Leyniskilaboðakerti sem selt er þriðja árið í röð en allur ágóði af sölu þess rennur óskertur til Menntunarsjóðsins. Markmið sjóðsins er að efla styrkþega til mennta og auka þannig möguleika þeirra á að finna góð störf sem geta tryggt þeim og fjölskyldum þeirra öruggari framtíð. Á síðasta ári veitti sjóðurinn 52 konum styrk til náms. Söfnunarátakið hófst í hádeginu í dag í garði frú Vigdísar með móttöku þar sem Vigdís, frú Eliza Reid forsetafrú og Sigríður Thorlacius söngkona tóku á móti kertum frá stjórn Menntunarsjóðsins, Þórunni Árnadóttur, vöruhönnuði, og öðrum velunnurum sjóðsins. Stutt er síðan 90 ára afmæli Vigdísar var fagnað í garðinum við Aragötu þar sem sungið var og sögur sagðar. Eliza og Vigdís eru sérstakir stuðningsaðilar átaksins og hafa verið undanfarin ár. Sigríður bættist í hópinn í ár. Allar hafa þær valið sinn leyniskilaboðatexta í kertin tileinkaðan mæðrum. Til styrktar átakinu í ár hefur Sigríður jafnframt tekið upp lagið Litli tónlistarmaðurinn eftir Freymóð Jóhannsson, betur þekktur sem Tólfti september, sem dreift verður ásamt nýju leiknu myndbandi á samfélagsmiðlum. Eliza Reid fagnar 44 ára afmæli sínu í dag og skrifaði Guðni Th. Jóhannesson forseti kveðju til konu sinnar í morgun. Kertin eru í postulínsskálum og þegar kveikt er á þeim og vaxið bráðnar koma smátt og smátt í ljós skilaboð á botni skálarinnar. Þórunn Árnadóttir er hönnuður kertisins og gefur hún vinnu sína nú þriðja árið í röð. Alls geta kaupendur valið um fimm mismunandi texta. Kertin eru kjörin tækifærisgjöf, sérstaklega á mæðradaginn, og bjóða upp á óvenjulega og skemmtilega upplifun. Kertin verða til sölu í verslunum Pennans Eymundssonar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri, í Epal í Skeifunni og Kringlunni, Snúrunni, Eldum Rétt, Nettó og hjá Heimkaup.is, í tvær vikur, frá 5.-19. maí. Hægt er að styrkja sjóðinn með frjálsum framlögum í banka: 515-14-407333, kennitala: 660612-1140. Forseti Íslands Vigdís Finnbogadóttir Félagsmál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Garður frú Vigdísar Finnbogadóttur forseta var vettvangurinn þegar Mæðrablóminu, árlegu söfnunarátaki Mæðrastyrksnefndar fyrir tekjulágar konur sem vilja mennta sig, var hleypt af stokkunum. Menntunarsjóður nefndarinnar hefur styrkt 250 konur til náms frá árinu 2012 þegar sjóðurinn var stofnaður. Mæðrablómið er Leyniskilaboðakerti sem selt er þriðja árið í röð en allur ágóði af sölu þess rennur óskertur til Menntunarsjóðsins. Markmið sjóðsins er að efla styrkþega til mennta og auka þannig möguleika þeirra á að finna góð störf sem geta tryggt þeim og fjölskyldum þeirra öruggari framtíð. Á síðasta ári veitti sjóðurinn 52 konum styrk til náms. Söfnunarátakið hófst í hádeginu í dag í garði frú Vigdísar með móttöku þar sem Vigdís, frú Eliza Reid forsetafrú og Sigríður Thorlacius söngkona tóku á móti kertum frá stjórn Menntunarsjóðsins, Þórunni Árnadóttur, vöruhönnuði, og öðrum velunnurum sjóðsins. Stutt er síðan 90 ára afmæli Vigdísar var fagnað í garðinum við Aragötu þar sem sungið var og sögur sagðar. Eliza og Vigdís eru sérstakir stuðningsaðilar átaksins og hafa verið undanfarin ár. Sigríður bættist í hópinn í ár. Allar hafa þær valið sinn leyniskilaboðatexta í kertin tileinkaðan mæðrum. Til styrktar átakinu í ár hefur Sigríður jafnframt tekið upp lagið Litli tónlistarmaðurinn eftir Freymóð Jóhannsson, betur þekktur sem Tólfti september, sem dreift verður ásamt nýju leiknu myndbandi á samfélagsmiðlum. Eliza Reid fagnar 44 ára afmæli sínu í dag og skrifaði Guðni Th. Jóhannesson forseti kveðju til konu sinnar í morgun. Kertin eru í postulínsskálum og þegar kveikt er á þeim og vaxið bráðnar koma smátt og smátt í ljós skilaboð á botni skálarinnar. Þórunn Árnadóttir er hönnuður kertisins og gefur hún vinnu sína nú þriðja árið í röð. Alls geta kaupendur valið um fimm mismunandi texta. Kertin eru kjörin tækifærisgjöf, sérstaklega á mæðradaginn, og bjóða upp á óvenjulega og skemmtilega upplifun. Kertin verða til sölu í verslunum Pennans Eymundssonar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri, í Epal í Skeifunni og Kringlunni, Snúrunni, Eldum Rétt, Nettó og hjá Heimkaup.is, í tvær vikur, frá 5.-19. maí. Hægt er að styrkja sjóðinn með frjálsum framlögum í banka: 515-14-407333, kennitala: 660612-1140.
Forseti Íslands Vigdís Finnbogadóttir Félagsmál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira