Hvatamaður útgöngubannsins segir af sér vegna heimsókna ástkonu í miðju útgöngubanni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. maí 2020 20:14 Útgöngubann var sett á í Bretlandi í mars. Getty/Jeff J Mitchell Neil Ferguson, vísindamaðurinn sem lék lykilhlutverk í að sannfæra Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að setja á útgöngubann í Bretlandi hefur sagt sæti sínu í sérstakri ráðgjafanefnd ríkistjórnarinnar lausu. Ástæðan er sú að hann braut útgöngubannið er hann leyfði ástkonu sinni að koma í heimsókn í tvígang. Daily Telegraph greinir frá og segir að Ferguson, faraldsfræðingur sem leiðir teymið sem skilaði víðlesinni skýrslu sem talin er hafa snúið við þankagangi bresku ríkistjórnarinnar um hvernig best væri að tækla útbreiðslu kórónuveirufaraldursins, hafi á sama tíma og hann hafi frætt almenning í Bretlandi um mikilvægi útgöngubannsis leyft ástkonu sinni, sem er gift og á tvö börn, í heimsókn til sín. Exclusive: Government scientist Neil Ferguson resigns after breaking lockdown rules to meet his married lover https://t.co/eLOfVjgHPL— The Telegraph (@Telegraph) May 5, 2020 Til að byrja með var nálgun breskra stjórnvalda á vandamálið mjög afslöppuð en eftir að spálíkan Ferguson og félaga sýndi að allt að 250 þúsund Breta gætu látist úr faraldrinum breytti Johnson um stefnu og herti aðgerðir til muna. Í færslu Guardian um málið segir að Ferguson sé maðurinn sem talinn er hafa sannfært ríkisstjórn Bretlands um að setja á hertari aðgerðir en upphaflega var ráðgert. Sér eftir því að hafa ekki farið eftir reglunum „Ég átta mig á því að ég hef sýnt dómgreindarleysi og tók rangar ákvarðanir. Ég hef því ákveðið að segja starfi mínu fyrir ráðgjafanefnd ríkistjórnarinnar lausu,“ segir í yfirlýsingu frá Ferguson sem Telegraph birti á vefsíðu sinni í kvöld. Segist hann sjá eftir því að hafa ekki sjálfur farið eftir þeim reglum sem hann sjálfur hafi predikað, enda væri mikilvægi útgöngubannsins í að hefta úbreiðslu veirunnar í Bretlandi afar mikið. Í opnu sambandi Það sem flækir málin er að konan, hin 38 ára gamla Antonia Staats, heimsótti Ferguson í byrjun apríl, þrátt fyrir að hafa sagt vinum sínum að hana grunaði að eiginmaður hennar sýndi einkenni Covid-19 sjúkdómsins. Hún og eiginmaður hennar eru í svokölluðu opnu sambandi og segir Staats að samband hennar og Ferguson hafi ekki verið leyndarmál. Boris Johnson hlustaði á ráðleggingar Ferguson og félaga.EPA/ANDREW PARSONS Raunar líti hún svo á að heimili Ferguson og heimili hennar og eiginmanns hennar sé eitt og hið sama, því telji hún sig ekki hafa brotið útgöngubannið með því að heimsækja Ferguson. Viku fyrir fyrstu heimsóknina í mars lá það þó fyrir að pör sem ekki byggju saman þyrftu að forðast hvort annað á meðan bannið væri í gildi Ráðgjafanefndinn sem Ferguson sat í ber nafnið SAGE sem er skammstöfun fyrir Scientific Advisory Group for Emergencies eða ráðgjafanefnd vísindamanna vegna neyðarástands. Ráðgjöf frá nefndinni hefur stýrt viðbrögðum yfirvalda í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldurins sem leikið hefur Breta grátt, þar sem 29,472 hafa látist af völdum faraldursins. Hvergi hafa fleiri látist í Evrópu vegna veirunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Neil Ferguson, vísindamaðurinn sem lék lykilhlutverk í að sannfæra Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að setja á útgöngubann í Bretlandi hefur sagt sæti sínu í sérstakri ráðgjafanefnd ríkistjórnarinnar lausu. Ástæðan er sú að hann braut útgöngubannið er hann leyfði ástkonu sinni að koma í heimsókn í tvígang. Daily Telegraph greinir frá og segir að Ferguson, faraldsfræðingur sem leiðir teymið sem skilaði víðlesinni skýrslu sem talin er hafa snúið við þankagangi bresku ríkistjórnarinnar um hvernig best væri að tækla útbreiðslu kórónuveirufaraldursins, hafi á sama tíma og hann hafi frætt almenning í Bretlandi um mikilvægi útgöngubannsis leyft ástkonu sinni, sem er gift og á tvö börn, í heimsókn til sín. Exclusive: Government scientist Neil Ferguson resigns after breaking lockdown rules to meet his married lover https://t.co/eLOfVjgHPL— The Telegraph (@Telegraph) May 5, 2020 Til að byrja með var nálgun breskra stjórnvalda á vandamálið mjög afslöppuð en eftir að spálíkan Ferguson og félaga sýndi að allt að 250 þúsund Breta gætu látist úr faraldrinum breytti Johnson um stefnu og herti aðgerðir til muna. Í færslu Guardian um málið segir að Ferguson sé maðurinn sem talinn er hafa sannfært ríkisstjórn Bretlands um að setja á hertari aðgerðir en upphaflega var ráðgert. Sér eftir því að hafa ekki farið eftir reglunum „Ég átta mig á því að ég hef sýnt dómgreindarleysi og tók rangar ákvarðanir. Ég hef því ákveðið að segja starfi mínu fyrir ráðgjafanefnd ríkistjórnarinnar lausu,“ segir í yfirlýsingu frá Ferguson sem Telegraph birti á vefsíðu sinni í kvöld. Segist hann sjá eftir því að hafa ekki sjálfur farið eftir þeim reglum sem hann sjálfur hafi predikað, enda væri mikilvægi útgöngubannsins í að hefta úbreiðslu veirunnar í Bretlandi afar mikið. Í opnu sambandi Það sem flækir málin er að konan, hin 38 ára gamla Antonia Staats, heimsótti Ferguson í byrjun apríl, þrátt fyrir að hafa sagt vinum sínum að hana grunaði að eiginmaður hennar sýndi einkenni Covid-19 sjúkdómsins. Hún og eiginmaður hennar eru í svokölluðu opnu sambandi og segir Staats að samband hennar og Ferguson hafi ekki verið leyndarmál. Boris Johnson hlustaði á ráðleggingar Ferguson og félaga.EPA/ANDREW PARSONS Raunar líti hún svo á að heimili Ferguson og heimili hennar og eiginmanns hennar sé eitt og hið sama, því telji hún sig ekki hafa brotið útgöngubannið með því að heimsækja Ferguson. Viku fyrir fyrstu heimsóknina í mars lá það þó fyrir að pör sem ekki byggju saman þyrftu að forðast hvort annað á meðan bannið væri í gildi Ráðgjafanefndinn sem Ferguson sat í ber nafnið SAGE sem er skammstöfun fyrir Scientific Advisory Group for Emergencies eða ráðgjafanefnd vísindamanna vegna neyðarástands. Ráðgjöf frá nefndinni hefur stýrt viðbrögðum yfirvalda í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldurins sem leikið hefur Breta grátt, þar sem 29,472 hafa látist af völdum faraldursins. Hvergi hafa fleiri látist í Evrópu vegna veirunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira