Bæjarstjóri fagnar því að losna við flöskuhálsinn í Mosfellsbæ Kristján Már Unnarsson skrifar 5. maí 2020 22:03 Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Einn umferðarmesti flöskuháls þjóðvegakerfisins, kafli Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ, heyrir brátt sögunni til en lægsta tilboð sem barst Vegagerðinni í endurbætur í dag reyndist aðeins sjötíu prósent af kostnaðaráætlun. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir þetta mikið fagnaðarefni og löngu tímabært að losna við þennan hættulega kafla. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Kafli Vesturlandsvegar við Lágafell í Mosfellsbæ, milli Skarhólabrautar og Langatanga, er aðeins þriggja akreina og ekkert vegrið sem skilur á milli akstursstefna. Núna er komið að því að bæta úr en tilboð í breikkun vegarins í fjórar akreinar voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Nánar um verkið hér: Breikkun í Mosfellsbæ boðin út og á að klárast fyrir jólin Hér má sjá tilboðin og áætlaðan verktakakostnað.Grafík/Hafsteinn Þórðarson, Stöð 2. Athygli vekur að öll tilboðin fjögur voru vel undir 706 milljóna króna áætluðum verktakakostnaði. Það lægsta átti Loftorka, upp á 490 milljónir króna, eða 69,5 prósent af áætlun en einnig buðu í verkið Grafa og grjót, Ístak og Háfell. Bæjarstjóri þeirra Mosfellinga segir bæjarbúa fagna enda hafi menn beðið eftir þessu í mörg ár og lengi þrýst á endurbætur. Vegarkaflinn er 1,1 kílómetra langur.Stöð 2/Sigurjón Ólason. „Þetta er náttúrlega einn umferðarmesti þjóðvegur landsins sem fer hérna í gegnum Mosfellsbæ,“ segir Haraldur Sverrisson. „Hann er 2+1 vegur í dag og ekki með aðskildum akreinum. Þannig að hann hefur bæði verið mikill flöskuháls varðandi umferðina hér í gegn, sérstaklega þegar hún er mikil á föstudags eftirmiðdögum, sunnudögum líka, og svo bara gegnumsneitt svo sem orðið. Og svo er þetta líka bara hættulegur vegur og alls ekki miðaður við nútíma staðla." Til að koma fjórðu akreinni fyrir og miðeyju með vegriði þarf að skera bergið inn í Lágafell og fjarlægja göngustíginn.Stöð 2/Sigurjón Ólason. „Þannig að þetta er löngu tímabær framkvæmd og mikið fagnaðarefni,“ segir bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Verkið á að vinna rösklega því samkvæmt útboðslýsingu skal því að fullu lokið vel fyrir næstu jól, eigi síðar en 1. desember. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Umferðaröryggi Mosfellsbær Tengdar fréttir Verktakar bitust hart um fyrstu flýtiverkin Lægstu tilboð voru vel undir áætluðum verktakakostnaði í sex útboðsopnunum af átta hjá Vegagerðinni í gær, eða á bilinu 75-90 prósent af áætlun. Í tveimur opnunum reyndust lægstu boð yfir kostnaðaráætlun. 22. apríl 2020 09:51 Ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat á Kjalarnesi felld úr gildi vegna formgalla Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 21. apríl 2020 10:33 Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. 15. apríl 2020 21:18 Byrja að breikka þjóðveginn undir Ingólfsfjalli eftir páska Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss fer á fullt strax eftir páska. Skrifað var undir fimm milljarða króna verksamninga í dag, sem eru einhverjir þeir stærstu í sögu vegagerðar hérlendis. 8. apríl 2020 21:44 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Einn umferðarmesti flöskuháls þjóðvegakerfisins, kafli Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ, heyrir brátt sögunni til en lægsta tilboð sem barst Vegagerðinni í endurbætur í dag reyndist aðeins sjötíu prósent af kostnaðaráætlun. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir þetta mikið fagnaðarefni og löngu tímabært að losna við þennan hættulega kafla. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Kafli Vesturlandsvegar við Lágafell í Mosfellsbæ, milli Skarhólabrautar og Langatanga, er aðeins þriggja akreina og ekkert vegrið sem skilur á milli akstursstefna. Núna er komið að því að bæta úr en tilboð í breikkun vegarins í fjórar akreinar voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Nánar um verkið hér: Breikkun í Mosfellsbæ boðin út og á að klárast fyrir jólin Hér má sjá tilboðin og áætlaðan verktakakostnað.Grafík/Hafsteinn Þórðarson, Stöð 2. Athygli vekur að öll tilboðin fjögur voru vel undir 706 milljóna króna áætluðum verktakakostnaði. Það lægsta átti Loftorka, upp á 490 milljónir króna, eða 69,5 prósent af áætlun en einnig buðu í verkið Grafa og grjót, Ístak og Háfell. Bæjarstjóri þeirra Mosfellinga segir bæjarbúa fagna enda hafi menn beðið eftir þessu í mörg ár og lengi þrýst á endurbætur. Vegarkaflinn er 1,1 kílómetra langur.Stöð 2/Sigurjón Ólason. „Þetta er náttúrlega einn umferðarmesti þjóðvegur landsins sem fer hérna í gegnum Mosfellsbæ,“ segir Haraldur Sverrisson. „Hann er 2+1 vegur í dag og ekki með aðskildum akreinum. Þannig að hann hefur bæði verið mikill flöskuháls varðandi umferðina hér í gegn, sérstaklega þegar hún er mikil á föstudags eftirmiðdögum, sunnudögum líka, og svo bara gegnumsneitt svo sem orðið. Og svo er þetta líka bara hættulegur vegur og alls ekki miðaður við nútíma staðla." Til að koma fjórðu akreinni fyrir og miðeyju með vegriði þarf að skera bergið inn í Lágafell og fjarlægja göngustíginn.Stöð 2/Sigurjón Ólason. „Þannig að þetta er löngu tímabær framkvæmd og mikið fagnaðarefni,“ segir bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Verkið á að vinna rösklega því samkvæmt útboðslýsingu skal því að fullu lokið vel fyrir næstu jól, eigi síðar en 1. desember. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Umferðaröryggi Mosfellsbær Tengdar fréttir Verktakar bitust hart um fyrstu flýtiverkin Lægstu tilboð voru vel undir áætluðum verktakakostnaði í sex útboðsopnunum af átta hjá Vegagerðinni í gær, eða á bilinu 75-90 prósent af áætlun. Í tveimur opnunum reyndust lægstu boð yfir kostnaðaráætlun. 22. apríl 2020 09:51 Ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat á Kjalarnesi felld úr gildi vegna formgalla Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 21. apríl 2020 10:33 Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. 15. apríl 2020 21:18 Byrja að breikka þjóðveginn undir Ingólfsfjalli eftir páska Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss fer á fullt strax eftir páska. Skrifað var undir fimm milljarða króna verksamninga í dag, sem eru einhverjir þeir stærstu í sögu vegagerðar hérlendis. 8. apríl 2020 21:44 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Verktakar bitust hart um fyrstu flýtiverkin Lægstu tilboð voru vel undir áætluðum verktakakostnaði í sex útboðsopnunum af átta hjá Vegagerðinni í gær, eða á bilinu 75-90 prósent af áætlun. Í tveimur opnunum reyndust lægstu boð yfir kostnaðaráætlun. 22. apríl 2020 09:51
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat á Kjalarnesi felld úr gildi vegna formgalla Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 21. apríl 2020 10:33
Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. 15. apríl 2020 21:18
Byrja að breikka þjóðveginn undir Ingólfsfjalli eftir páska Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss fer á fullt strax eftir páska. Skrifað var undir fimm milljarða króna verksamninga í dag, sem eru einhverjir þeir stærstu í sögu vegagerðar hérlendis. 8. apríl 2020 21:44