Oft svolítið „brútal“ aðgerðir sem getur verið erfitt að horfa á Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. maí 2020 22:30 Andrea Eyland þáttastjórnandi hlaðvarpsins Kviknar ræddi við Hönnu Lilju Oddgeirsdóttur sérnámslækni um tjaldið sem sett er upp í keisaraaðgerðum. Mynd/Hanna Lilja Oddgeirsdóttir Í keisarafæðingum á Íslandi er tjald fyrir ofan skurðsvæðið svo foreldrarnir geta þá eiginlega ekki fylgst með barni sínu koma í heiminn. Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir var gestur í hlaðvarpinu Kviknar og ræddi þar meðal annars um tilgang tjaldsins í þessum aðgerðum. Sjálf hefur hún gert marga keisaraskurði, bæði með og án þessa umtalaða tjalds. „Ég byrjaði í mínu sérnámi í Danmörku, stundum var það en svo var það stundum þannig að tjaldið var niðri og það var bara settur dúkur yfir konuna. Hún liggur og getur varla séð en pabbinn gat samt séð. Þar réttum við barnið bara til ljósmóður sem var þá líka í slopp og hönskum og hún tekur barnið og fer með það beint til foreldranna. Þá er hún í rauninni orðin ósteríl og má þá ekki koma á skurðsvæðið aftur. En við læknarnir vorum þá ennþá steríl af því að hún var í hönskum. Það var öruggur máti og þar var barnalæknir til dæmis ekki á stofunni nema að barnið sýndi einhvern slappleika eða eitthvað. Þannig að þau fóru ekki á barnaborðið nema það væri ástæða til þess.“ Andrea Eyland, þáttastjórnandi Kviknar, er ein þeirra fjölmargra kvenna sem reynt hefur að fá það í gegn að tjaldinu sé sleppt í fæðingu en allar fá þær sama svarið, nei. Andrea segir að hún hafi verið mjög hörð á sínu og því hafi tjaldið verið lækkað, en það var Hanna Lilja sem var skurðlæknirinn í þeirri aðgerð. Fyrst og fremst öryggisatriði „Það er kannski erfitt þegar ég var þarna korter í fæðinguna sjálfa að reyna að berjast fyrir þessu, að útskýra þetta eða fá einhverju framgengt sem ég vildi. En þetta er samt eitthvað sem að má setja út í umræðuna og er alveg mögulega hægt að breyta ef réttum verkferlum er breytt. Af því að þetta er í rauninni bara byggt á vana,“ segir Andrea. Hanna Lilja tekur undir þetta og segir að úti í heimi eru þessar aðgerðir alveg framkvæmdar án þess að tjaldið sé svona mikið fyrir. „Þetta er svolítið vani og þetta er það sem fólk er vant hér. Gömlum vönum er oft erfitt að breyta. En þetta er vissulega líka öryggisatriði, það er mjög mikilvægt að það komi fram. Þetta er ekki bara af því að við erum leiðinleg. Þetta er vissulega upp á hreinlætið á aðgerðarsvæðinu.“ Hún bendir á að ef bakteríur komist á skurðsvæðið sé móðirin í mikilli hættu á að fá sýkingu eftir á. „Við erum að hugsa um öryggið.“ Einnig getur það verið erfitt fyrir suma að sjá slíka aðgerð, bæði móðurina og þann sem er með henni í fæðingunni. „Þetta er oft svolítið brútal aðgerð og það getur blætt mjög mikið. Það er oft erfitt fyrir fólk, það hefur alveg liðið yfir pabba eða aðstandendur í keisara og það er bara ekkert óeðlilegt við það,“ útskýrir Hanna Lilja. Andrea veltir fyrir sér hvort hægt sé að finna einhvern milliveg fyrir þær eða þau sem óska eftir því að fá að vera með í fæðingunni á þennan hátt, að fá að sjá. Viðtalið í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Kviknar Heilbrigðismál Frjósemi Tengdar fréttir „Í erfiðustu aðstæðunum þá skrúbbum við okkur ekki einu sinni“ Heilbrigðissstarfsfólk hefur stundum aðeins nokkrar mínútur til þess að flytja konur inn á skurðstofu og framkvæma keisaraskurð til þess að bjarga móður og barni. 29. apríl 2020 10:00 „Við þurfum að fara meira yfir í þetta dýrslega“ Auður Bjarnadóttir jógakennari segir að konur ættu að sleppa því að hugsa um það hvernig þær eru í fæðingum og sleppa frekar tökunum. 27. apríl 2020 21:00 „Þú hefur val um hvar þú vilt fæða barnið þitt“ Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar er rætt um fæðingarstaði, fæðingarsögur og undirbúning fyrir fæðingu. Í þættinum, sem hefur titilinn Óskalistinn, er meðal annars rætt við Hafdísi Rúnarsdóttur ljósmóður en hún hefur starfað á sjúkrahúsinu á Akranesi í tvo áratugi. 22. apríl 2020 20:00 Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Sjá meira
Í keisarafæðingum á Íslandi er tjald fyrir ofan skurðsvæðið svo foreldrarnir geta þá eiginlega ekki fylgst með barni sínu koma í heiminn. Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir var gestur í hlaðvarpinu Kviknar og ræddi þar meðal annars um tilgang tjaldsins í þessum aðgerðum. Sjálf hefur hún gert marga keisaraskurði, bæði með og án þessa umtalaða tjalds. „Ég byrjaði í mínu sérnámi í Danmörku, stundum var það en svo var það stundum þannig að tjaldið var niðri og það var bara settur dúkur yfir konuna. Hún liggur og getur varla séð en pabbinn gat samt séð. Þar réttum við barnið bara til ljósmóður sem var þá líka í slopp og hönskum og hún tekur barnið og fer með það beint til foreldranna. Þá er hún í rauninni orðin ósteríl og má þá ekki koma á skurðsvæðið aftur. En við læknarnir vorum þá ennþá steríl af því að hún var í hönskum. Það var öruggur máti og þar var barnalæknir til dæmis ekki á stofunni nema að barnið sýndi einhvern slappleika eða eitthvað. Þannig að þau fóru ekki á barnaborðið nema það væri ástæða til þess.“ Andrea Eyland, þáttastjórnandi Kviknar, er ein þeirra fjölmargra kvenna sem reynt hefur að fá það í gegn að tjaldinu sé sleppt í fæðingu en allar fá þær sama svarið, nei. Andrea segir að hún hafi verið mjög hörð á sínu og því hafi tjaldið verið lækkað, en það var Hanna Lilja sem var skurðlæknirinn í þeirri aðgerð. Fyrst og fremst öryggisatriði „Það er kannski erfitt þegar ég var þarna korter í fæðinguna sjálfa að reyna að berjast fyrir þessu, að útskýra þetta eða fá einhverju framgengt sem ég vildi. En þetta er samt eitthvað sem að má setja út í umræðuna og er alveg mögulega hægt að breyta ef réttum verkferlum er breytt. Af því að þetta er í rauninni bara byggt á vana,“ segir Andrea. Hanna Lilja tekur undir þetta og segir að úti í heimi eru þessar aðgerðir alveg framkvæmdar án þess að tjaldið sé svona mikið fyrir. „Þetta er svolítið vani og þetta er það sem fólk er vant hér. Gömlum vönum er oft erfitt að breyta. En þetta er vissulega líka öryggisatriði, það er mjög mikilvægt að það komi fram. Þetta er ekki bara af því að við erum leiðinleg. Þetta er vissulega upp á hreinlætið á aðgerðarsvæðinu.“ Hún bendir á að ef bakteríur komist á skurðsvæðið sé móðirin í mikilli hættu á að fá sýkingu eftir á. „Við erum að hugsa um öryggið.“ Einnig getur það verið erfitt fyrir suma að sjá slíka aðgerð, bæði móðurina og þann sem er með henni í fæðingunni. „Þetta er oft svolítið brútal aðgerð og það getur blætt mjög mikið. Það er oft erfitt fyrir fólk, það hefur alveg liðið yfir pabba eða aðstandendur í keisara og það er bara ekkert óeðlilegt við það,“ útskýrir Hanna Lilja. Andrea veltir fyrir sér hvort hægt sé að finna einhvern milliveg fyrir þær eða þau sem óska eftir því að fá að vera með í fæðingunni á þennan hátt, að fá að sjá. Viðtalið í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar Heilbrigðismál Frjósemi Tengdar fréttir „Í erfiðustu aðstæðunum þá skrúbbum við okkur ekki einu sinni“ Heilbrigðissstarfsfólk hefur stundum aðeins nokkrar mínútur til þess að flytja konur inn á skurðstofu og framkvæma keisaraskurð til þess að bjarga móður og barni. 29. apríl 2020 10:00 „Við þurfum að fara meira yfir í þetta dýrslega“ Auður Bjarnadóttir jógakennari segir að konur ættu að sleppa því að hugsa um það hvernig þær eru í fæðingum og sleppa frekar tökunum. 27. apríl 2020 21:00 „Þú hefur val um hvar þú vilt fæða barnið þitt“ Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar er rætt um fæðingarstaði, fæðingarsögur og undirbúning fyrir fæðingu. Í þættinum, sem hefur titilinn Óskalistinn, er meðal annars rætt við Hafdísi Rúnarsdóttur ljósmóður en hún hefur starfað á sjúkrahúsinu á Akranesi í tvo áratugi. 22. apríl 2020 20:00 Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Sjá meira
„Í erfiðustu aðstæðunum þá skrúbbum við okkur ekki einu sinni“ Heilbrigðissstarfsfólk hefur stundum aðeins nokkrar mínútur til þess að flytja konur inn á skurðstofu og framkvæma keisaraskurð til þess að bjarga móður og barni. 29. apríl 2020 10:00
„Við þurfum að fara meira yfir í þetta dýrslega“ Auður Bjarnadóttir jógakennari segir að konur ættu að sleppa því að hugsa um það hvernig þær eru í fæðingum og sleppa frekar tökunum. 27. apríl 2020 21:00
„Þú hefur val um hvar þú vilt fæða barnið þitt“ Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar er rætt um fæðingarstaði, fæðingarsögur og undirbúning fyrir fæðingu. Í þættinum, sem hefur titilinn Óskalistinn, er meðal annars rætt við Hafdísi Rúnarsdóttur ljósmóður en hún hefur starfað á sjúkrahúsinu á Akranesi í tvo áratugi. 22. apríl 2020 20:00