Kári varð „svolítið feiminn“ þegar hann sá sig í Skaupinu Vésteinn Örn Pétursson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 1. janúar 2021 15:59 Pálmi Gestsson fór með hlutverk Kára í Skaupinu. Vísir/Vilhelm/RÚV/Skjáskot „Pálmi er vinur minn og mér þykir alltaf vænt um að sjá hann. Ég varð svolítið feiminn þegar hann var að herma eftir mér,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar en hann var tekinn fyrir í áramótaskaupinu sem sýnt var í gær á gamlárskvöld venju samkvæmt. Það var leikarinn Pálmi Gestsson sem lék Kára í atriði þar sem söngleiknum Níu líf, um Bubba Morthens, hafið verið snúið á haus og snerist í Skaupinu um Kára og störf hans í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Fannst þér hann ná þér vel? „Ég bý við þau forréttinni að þurfa ekki oft að horfa á sjálfan mig og því er ég er ekki í góðri aðstöðu til að meta hvort hann gerði þetta vel eða ekki. Pálmi er þó mikill snillingur þannig ég efast ekki um að hann hafi gert þetta vel,“ segir Kári og bætir við að sér hafi þótt áramótaskaupið ágætt í ár. „Ekkert betra eða verra en þau eru yfirleitt. Skaupið reynir alltaf að gera of mikið. Skaupið sýnir þó mikilvægi þess að hafa þátt eins og gömlu Spaugstofuna á dagskrá. Satíra af þessari gerð er góð fyrir samfélagið,“ segir Kári Stefánsson forstjóri íslenskrar erfðagreiningar. „Skaupið var fönní“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var einnig á meðal þeirra sem tekin voru fyrir í Skaupinu og var sérstaklega vísað til þess þegar hún hitti vinkonur sínar og tók með þeim myndir þar sem fjarlægðartakmörk virtust ekki virt. Á Twitter lýsti Þórdís Kolbrún ánægju sinni með Skaupið og sagði það hafa verið fyrir alla fjölskylduna. Skaupið var fönní. Fyrir alla fjölskylduna, horfði með manni, börnum og tengdó. Góðir leikarar og ég held að flestir hafi tengt við covid raunveruleikann og steikina sem árið var #skaupið Gleðilegt nýtt ár 🎆 pic.twitter.com/VCsSKURwoV— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) January 1, 2021 „Horfði með manni, börnum og tengdó. Góðir leikarar og ég held að flestir hafi tengt við covid raunveruleikann og steikina sem árið var,“ skrifaði Þórdís Kolbrún á Twitter. Áramótaskaupið, sem er á dagskrá RÚV á hverju gamlárskvöldi, fær iðulega misgóðar viðtökur, enda erfitt að gera öllum til geðs. Netverjar voru líkt og fyrri ár duglegir að segja sína skoðun á því á samfélagsmiðlinum Twitter. Heilt yfir virðist Skaupinu þó hafa verið vel tekið. Áramótaskaupið Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Það var leikarinn Pálmi Gestsson sem lék Kára í atriði þar sem söngleiknum Níu líf, um Bubba Morthens, hafið verið snúið á haus og snerist í Skaupinu um Kára og störf hans í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Fannst þér hann ná þér vel? „Ég bý við þau forréttinni að þurfa ekki oft að horfa á sjálfan mig og því er ég er ekki í góðri aðstöðu til að meta hvort hann gerði þetta vel eða ekki. Pálmi er þó mikill snillingur þannig ég efast ekki um að hann hafi gert þetta vel,“ segir Kári og bætir við að sér hafi þótt áramótaskaupið ágætt í ár. „Ekkert betra eða verra en þau eru yfirleitt. Skaupið reynir alltaf að gera of mikið. Skaupið sýnir þó mikilvægi þess að hafa þátt eins og gömlu Spaugstofuna á dagskrá. Satíra af þessari gerð er góð fyrir samfélagið,“ segir Kári Stefánsson forstjóri íslenskrar erfðagreiningar. „Skaupið var fönní“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var einnig á meðal þeirra sem tekin voru fyrir í Skaupinu og var sérstaklega vísað til þess þegar hún hitti vinkonur sínar og tók með þeim myndir þar sem fjarlægðartakmörk virtust ekki virt. Á Twitter lýsti Þórdís Kolbrún ánægju sinni með Skaupið og sagði það hafa verið fyrir alla fjölskylduna. Skaupið var fönní. Fyrir alla fjölskylduna, horfði með manni, börnum og tengdó. Góðir leikarar og ég held að flestir hafi tengt við covid raunveruleikann og steikina sem árið var #skaupið Gleðilegt nýtt ár 🎆 pic.twitter.com/VCsSKURwoV— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) January 1, 2021 „Horfði með manni, börnum og tengdó. Góðir leikarar og ég held að flestir hafi tengt við covid raunveruleikann og steikina sem árið var,“ skrifaði Þórdís Kolbrún á Twitter. Áramótaskaupið, sem er á dagskrá RÚV á hverju gamlárskvöldi, fær iðulega misgóðar viðtökur, enda erfitt að gera öllum til geðs. Netverjar voru líkt og fyrri ár duglegir að segja sína skoðun á því á samfélagsmiðlinum Twitter. Heilt yfir virðist Skaupinu þó hafa verið vel tekið.
Áramótaskaupið Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira