Á dögunum var greint frá því að vegna fjárhagsaðstæðna þyrfti að leggja félagið niður. Var ákvörðunin tekin þann 17.desember síðastliðinn og tilkynnt leikmönnum þann 29.desember síðastliðinn. Skömmu áður hafði félagið tryggt sér frækinn sigur í deildinni.
Kopparbergs/Gautaborg hefur verið rekið sem sjálfstætt félag eingöngu með kvennalið en forsvarsmenn félagsins töldu að ekki væri hægt að tryggja framtíð félagsins nema með því að sameinast félagi á svæðinu sem væri með karlalið.
Þróunin í evrópskum kvennafótbolta hefur verið hröð á undanförnum árum og hafa nær öll stærstu knattspyrnufélög álfunnar sett aukinn metnað í kvennaliðin sín á síðustu árum. Þar sem ekki náðust samningar við önnur fótboltalið í Gautaborg var tekin ákvörðun um að leggja liðið niður.
Þótti það skjóta skökku við svo skömmu eftir magnaðan árangur liðsins í deildinni. Í yfirlýsingu félagsins á Gamlársdag segir að í kjölfar fréttanna hafi fjöldi fyrirtækja og einstaklinga sett sig í samband við félagið sem hafi leitt til þess að ákvörðunin um að leggja félagið niður hafi verið dregin til baka um sinn.
Dagens pressmeddelande, från 31 december 2020, kan ni nu läsa på vår hemsida https://t.co/Z2RdtYKW25. Vi ser med glädje och spänning framemot att Göteborg kommer spela i OBOS Damallsvenskan och Champions League 2021 pic.twitter.com/BnphkKGs1b
— Kopparbergs/Göteborg FC (@goteborgsfc) December 31, 2020