Forstjóri almannavarna Svíþjóðar taldi jólaferð til Kanaríeyja nauðsynlega Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2021 20:18 Dan Eliasson, forstjóri almannavarna í Svíþjóð. JANERIK HENRIKSSON/EPA Dan Eliasson, framkvæmdastjóri almannavarna í Svíþjóð, hefur verið harðlega gagnrýndur í heimalandinu fyrir ferð sína til Las Palmas um jólin. Sjálfur segir hann ferðina hafa verið nauðsynlega. Sænski miðillinn Expressen greinir frá og segir að almannvarnastofnun Svíþjóðar, MSB, sem leikið hefur stórt hlutverk í baráttu við útbreiðslu veirunnar í Svíþjóð, hafi ítrekað ráðið fólki frá óþarfa ferðalögum. Þar að auki hafi Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, bent á að ferðalög út fyrir landsteinana gætu verið varasöm þar sem ferðatakmarkanir mismunandi landa gætu breyst með litlum fyrirvara. Þrátt fyrir þetta virðist Eliasson hafa ákveðið að ferðast til Kanaríeyjunnar Las Palmas fyrir jólin. Frá þessu var greint á næst síðasta degi síðasta árs. Hann hefur nú tjáð sig um ferðalag sitt, sem hann segir hafa verið nauðsynlegt. „Ég komst að þeirri niðurstöðu að ferðalagið hafi verið nauðsynlegt. Ég á dóttur sem býr hér og starfar. Ég fagnaði jólunum með henni og fjölskyldu minni,“ hefur Expressen eftir Eliasson. Íhugaði ekki að hætta við eftir útgáfu nýrra ráðlegginga Expressen bendir þá á ráðleggingar Lýðheilsustofnunar Svíþjóðar um ferðalög sem gefnar voru út 14. desember, þar sem allir voru hvattir til þess að ferðast með fyllstu varúð og reyna að draga sem mest úr ferðalögum. Auk þess var fólk hvatt til þess að spyrja sig hvort fyrirhugaðar ferðir væru raunverulega nauðsynlegar. Eliasson kveðst hafa bókað ferðina, sem farin var 19. desember, tíu til fjórtán dögum fyrir brottför. Aðspurður kvaðst hann ekki hafa íhugað að hætta við ferðina eftir að lýðheilsustofnunin gaf út sínar ferðaráðleggingar. „Við verðum alltaf að forðast ónauðsynleg ferðalög. Ég er búinn að hætta við fjölda ferðalaga. En í þetta skiptið vildum við fagna jólunum saman,“ sagði Eliasson sem kvaðst hafa unnið í jólafríinu með hjálp fjarfundabúnaðar. Þá sagðist hann þegar hafa gert ráðstafanir um hvernig heimferðinni yrði háttað ef ferðatakmarkanir til Svíþjóðar eða frá Las Palmas myndu skyndilega breytast. Hann sagðist þá taka faraldur kórónuveirunnar afar alvarlega, en sagðist telja að Las Palmas væri einn öruggasti staðurinn í Evrópu með tilliti til þess. Eliasson var einnig spurður hvort hann teldi ferð sína réttlætanlega. „Algjörlega,“ svaraði Eliasson. Forsætisráðherrann einnig verið gagnrýndur Á dögunum fyrir jól var Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, harðlega gagnrýndur eftir að til hans sást í Gallerian, verslunarmiðstöð í miðborg Stokkhólms, tveimur dögum eftir að ríkisstjórn hans hvatti fólk til að forðast verslunarmiðstöðvar og hvers kyns mannmargar samkomur. Haft var eftir Mikael Lindström upplýsingafulltrúa Löfven að forsætisráðherra hafi verið í verslunarmiðstöðinni í „vandlega skipulögðum erindagjörðum“ umræddan dag. Expressen greindi þá frá því að hann hafi jafnframt gert sér ferð í Gallerian tvisvar áður í desember. Morgan Johansson dómsmálaráðherra Svía hefur einnig sætt gagnrýni eftir að hafa skellt sér á útsölur í Nova-verslanamiðstöðinni í Lundi á annan í jólum. Löfven, sem er samflokksmaður dómsmálaráðherrans, hafði í aðdraganda jóla sagt að falla ætti frá útsölum þetta árið vegna kórónuveirufaraldursins. Löfven sagði jafnframt að Johansson hefði verið „óvarkár“ með verslunarferð sinni. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fór sjálfur í verslunarmiðstöð eftir að hafa beðið Svía að gera það ekki Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar fór í verslunarmiðstöðina Gallerian í miðborg Stokkhólms 20. desember síðastliðinn, tveimur dögum eftir að ríkisstjórn hans hvatti fólk til að forðast verslunarmiðstöðvar og hvers kyns mannmargar samkomur vegna faraldurs kórónuveiru. 29. desember 2020 17:36 Dómsmálaráðherra Svía sætir gagnrýni: Skrapp á útsölur til að kaupa jólagjöf handa mömmu og pabba Dómsmálaráðherra Svía sætir nú gagnrýni eftir að hafa skellt sér á útsölur í Nova-verslanamiðstöðinni í Lundi á annan í jólum. 28. desember 2020 10:27 Svíar takmarka samkomur við átta manns Sænsk stjórnvöld hafa boðað að frá og með 24. nóvember næstkomandi munu samkomutakmarkanir í landinu miða við átta manns. Að undanförnu hefur verið miðað við fimmtíu. 16. nóvember 2020 13:48 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Sjá meira
Sænski miðillinn Expressen greinir frá og segir að almannvarnastofnun Svíþjóðar, MSB, sem leikið hefur stórt hlutverk í baráttu við útbreiðslu veirunnar í Svíþjóð, hafi ítrekað ráðið fólki frá óþarfa ferðalögum. Þar að auki hafi Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, bent á að ferðalög út fyrir landsteinana gætu verið varasöm þar sem ferðatakmarkanir mismunandi landa gætu breyst með litlum fyrirvara. Þrátt fyrir þetta virðist Eliasson hafa ákveðið að ferðast til Kanaríeyjunnar Las Palmas fyrir jólin. Frá þessu var greint á næst síðasta degi síðasta árs. Hann hefur nú tjáð sig um ferðalag sitt, sem hann segir hafa verið nauðsynlegt. „Ég komst að þeirri niðurstöðu að ferðalagið hafi verið nauðsynlegt. Ég á dóttur sem býr hér og starfar. Ég fagnaði jólunum með henni og fjölskyldu minni,“ hefur Expressen eftir Eliasson. Íhugaði ekki að hætta við eftir útgáfu nýrra ráðlegginga Expressen bendir þá á ráðleggingar Lýðheilsustofnunar Svíþjóðar um ferðalög sem gefnar voru út 14. desember, þar sem allir voru hvattir til þess að ferðast með fyllstu varúð og reyna að draga sem mest úr ferðalögum. Auk þess var fólk hvatt til þess að spyrja sig hvort fyrirhugaðar ferðir væru raunverulega nauðsynlegar. Eliasson kveðst hafa bókað ferðina, sem farin var 19. desember, tíu til fjórtán dögum fyrir brottför. Aðspurður kvaðst hann ekki hafa íhugað að hætta við ferðina eftir að lýðheilsustofnunin gaf út sínar ferðaráðleggingar. „Við verðum alltaf að forðast ónauðsynleg ferðalög. Ég er búinn að hætta við fjölda ferðalaga. En í þetta skiptið vildum við fagna jólunum saman,“ sagði Eliasson sem kvaðst hafa unnið í jólafríinu með hjálp fjarfundabúnaðar. Þá sagðist hann þegar hafa gert ráðstafanir um hvernig heimferðinni yrði háttað ef ferðatakmarkanir til Svíþjóðar eða frá Las Palmas myndu skyndilega breytast. Hann sagðist þá taka faraldur kórónuveirunnar afar alvarlega, en sagðist telja að Las Palmas væri einn öruggasti staðurinn í Evrópu með tilliti til þess. Eliasson var einnig spurður hvort hann teldi ferð sína réttlætanlega. „Algjörlega,“ svaraði Eliasson. Forsætisráðherrann einnig verið gagnrýndur Á dögunum fyrir jól var Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, harðlega gagnrýndur eftir að til hans sást í Gallerian, verslunarmiðstöð í miðborg Stokkhólms, tveimur dögum eftir að ríkisstjórn hans hvatti fólk til að forðast verslunarmiðstöðvar og hvers kyns mannmargar samkomur. Haft var eftir Mikael Lindström upplýsingafulltrúa Löfven að forsætisráðherra hafi verið í verslunarmiðstöðinni í „vandlega skipulögðum erindagjörðum“ umræddan dag. Expressen greindi þá frá því að hann hafi jafnframt gert sér ferð í Gallerian tvisvar áður í desember. Morgan Johansson dómsmálaráðherra Svía hefur einnig sætt gagnrýni eftir að hafa skellt sér á útsölur í Nova-verslanamiðstöðinni í Lundi á annan í jólum. Löfven, sem er samflokksmaður dómsmálaráðherrans, hafði í aðdraganda jóla sagt að falla ætti frá útsölum þetta árið vegna kórónuveirufaraldursins. Löfven sagði jafnframt að Johansson hefði verið „óvarkár“ með verslunarferð sinni.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fór sjálfur í verslunarmiðstöð eftir að hafa beðið Svía að gera það ekki Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar fór í verslunarmiðstöðina Gallerian í miðborg Stokkhólms 20. desember síðastliðinn, tveimur dögum eftir að ríkisstjórn hans hvatti fólk til að forðast verslunarmiðstöðvar og hvers kyns mannmargar samkomur vegna faraldurs kórónuveiru. 29. desember 2020 17:36 Dómsmálaráðherra Svía sætir gagnrýni: Skrapp á útsölur til að kaupa jólagjöf handa mömmu og pabba Dómsmálaráðherra Svía sætir nú gagnrýni eftir að hafa skellt sér á útsölur í Nova-verslanamiðstöðinni í Lundi á annan í jólum. 28. desember 2020 10:27 Svíar takmarka samkomur við átta manns Sænsk stjórnvöld hafa boðað að frá og með 24. nóvember næstkomandi munu samkomutakmarkanir í landinu miða við átta manns. Að undanförnu hefur verið miðað við fimmtíu. 16. nóvember 2020 13:48 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Sjá meira
Fór sjálfur í verslunarmiðstöð eftir að hafa beðið Svía að gera það ekki Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar fór í verslunarmiðstöðina Gallerian í miðborg Stokkhólms 20. desember síðastliðinn, tveimur dögum eftir að ríkisstjórn hans hvatti fólk til að forðast verslunarmiðstöðvar og hvers kyns mannmargar samkomur vegna faraldurs kórónuveiru. 29. desember 2020 17:36
Dómsmálaráðherra Svía sætir gagnrýni: Skrapp á útsölur til að kaupa jólagjöf handa mömmu og pabba Dómsmálaráðherra Svía sætir nú gagnrýni eftir að hafa skellt sér á útsölur í Nova-verslanamiðstöðinni í Lundi á annan í jólum. 28. desember 2020 10:27
Svíar takmarka samkomur við átta manns Sænsk stjórnvöld hafa boðað að frá og með 24. nóvember næstkomandi munu samkomutakmarkanir í landinu miða við átta manns. Að undanförnu hefur verið miðað við fimmtíu. 16. nóvember 2020 13:48