Enski boltinn

Fagnaði marki í GoPro mynda­vélina hans Bens Foster

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jamal bendir í myndavélina eftir að hafa skorað jöfnunarmarkið.
Jamal bendir í myndavélina eftir að hafa skorað jöfnunarmarkið. Athena Pictures/Getty

Enski markvörðurinn Ben Foster hefur vakið athygli að undanförnu en hann sýnir reglulega frá leikjum sínum úr GoPro myndavél sem hann er alltaf með í markinu.

Foster á mála hjá Watford, þar sem hann hefur spilað frá árinu 2018, en Watford féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og leikur þar af leiðandi í ensku B-deildinni.

Þar hefur Foster verið með GoPro myndavélina í markinu, í klefanum, í ræktinni og út um allt en eitt myndbanda Fosters má sjá hér að neðan.

Myndavélin var á sínum stað er Watford sótti Swansea heim. Tom Cleverley kom Watford yfir en Jamal Lowe jafnaði metin.

Hann vissi greinilega af GoPro vélinni þar sem hann fagnaði í vélina léttur í lund. Lowe var svo aftur á ferðinni á 67. mínútu er hann skoraði sigurmarkið.

Foster sló á létta strengi eftir leikinn og sagðist vera íhuga hvort að fögnuðurinn ætti heima í næsta myndbandi.

Swansea er í öðru sæti ensku B-deildarinnar með 43 stig en Watford er í sjötta sætinu með 37 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×