„Hærri prósentutala en við höfum nokkurn tímann séð áður á Íslandi“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. janúar 2021 14:00 Andrés Magnússon er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Visir/Baldur Hrafnkell/Vilhelm Velta Íslendinga í verslunum innanlands nam 46 milljörðum króna í nóvember og hefur hún aldrei verið meiri í einum mánuði. 17 prósent af veltunni var í formi netverslunar og er það hærri tala en nokkurn tímann hefur sést hér á landi. Stór hluti jólaverslunar fer fram í nóvember og skipta þar afsláttardagar á borð við svokallaðan „svartan föstudag“ (e. Black Friday) og „dag einhleypra“ (e. singles day) miklu máli. „Það sem ýtir undir þetta líka er það að Covid leiddi til þess að það voru miklar fjöldatakmarkanir inni í búðunum allan nóvember þannig að gífurlega stór verslunar á þeim tíma fór fram á netinu. 17 prósent af veltu í smásölu í nóvember var í formi netverslunar og það er hærri prósentutala en við höfum nokkurn tíman séð áður á Íslandi,“sagði Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri samtaka Verslunar og þjónustu. 46 milljarða velta í nóvember Velta Íslendinga í verslunum innanlands nam rúmum 46 milljörðum króna og hefur hún aldrei verið meiri í einum mánuði. Þessi mikla verslun á netinu, er hún komin til að vera eða var þetta einstakt tilvik vegna Covid-19 faraldursins? „Það er góða spurningin og það náttúrulega verður framtíðin að leiða í ljós. Það liggur hinsvegar fyrir að við höfum verið eftirbátar nágrannalanda okkar hvað það varðar. Víða í löndunum sem við berum okkur saman við, Norðurlönd og önnur nágrannalönd, þá ernetverslun orðin mun stærri hluti heildarveltu á smásölumarkaði en hér,“ sagði Andrés. „Þannig ég hef trú á því að þetta gangi eitthvað til baka en það liggur hins vegar alveg klárt fyrir að stærri og stærri hluti verslunar mun fara fram á netinu.“ Jól Verslun Neytendur Tengdar fréttir Jólaverslunin betri í ár en verið hefur undanfarin ár Jólavertíðin hefur gengið nokkuð vel í ár, og jafnvel betur en undanfarin ár, að sögn nokkurra kaupmanna sem fréttastofa ræddi við á dögunum. Eitt er víst að jólin koma í desember, þrátt fyrir að við séum í miðjum heimsfaraldri. Kaupmenn eru ánægðir með jólavertíðina og segja söluna hærri í ár en síðustu ár. 23. desember 2020 19:57 Segir tilslakanir hafa gríðarlega þýðingu fyrir rekstraraðila Verslunareigendur eru nokkuð ánægðir með tilslakanir, sem boðaðar voru af heilbrigðisráðherra í dag, enda skiptir það miklu máli þegar jólaverslun er við það að fara á fullt. Tinna Jóhannsdóttir markaðsstjóri Smáralindar segir það skipta miklu máli fyrir rekstraraðila að geta sinnt jólavertíðinni með sem eðlilegustum hætti. 8. desember 2020 18:47 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Stór hluti jólaverslunar fer fram í nóvember og skipta þar afsláttardagar á borð við svokallaðan „svartan föstudag“ (e. Black Friday) og „dag einhleypra“ (e. singles day) miklu máli. „Það sem ýtir undir þetta líka er það að Covid leiddi til þess að það voru miklar fjöldatakmarkanir inni í búðunum allan nóvember þannig að gífurlega stór verslunar á þeim tíma fór fram á netinu. 17 prósent af veltu í smásölu í nóvember var í formi netverslunar og það er hærri prósentutala en við höfum nokkurn tíman séð áður á Íslandi,“sagði Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri samtaka Verslunar og þjónustu. 46 milljarða velta í nóvember Velta Íslendinga í verslunum innanlands nam rúmum 46 milljörðum króna og hefur hún aldrei verið meiri í einum mánuði. Þessi mikla verslun á netinu, er hún komin til að vera eða var þetta einstakt tilvik vegna Covid-19 faraldursins? „Það er góða spurningin og það náttúrulega verður framtíðin að leiða í ljós. Það liggur hinsvegar fyrir að við höfum verið eftirbátar nágrannalanda okkar hvað það varðar. Víða í löndunum sem við berum okkur saman við, Norðurlönd og önnur nágrannalönd, þá ernetverslun orðin mun stærri hluti heildarveltu á smásölumarkaði en hér,“ sagði Andrés. „Þannig ég hef trú á því að þetta gangi eitthvað til baka en það liggur hins vegar alveg klárt fyrir að stærri og stærri hluti verslunar mun fara fram á netinu.“
Jól Verslun Neytendur Tengdar fréttir Jólaverslunin betri í ár en verið hefur undanfarin ár Jólavertíðin hefur gengið nokkuð vel í ár, og jafnvel betur en undanfarin ár, að sögn nokkurra kaupmanna sem fréttastofa ræddi við á dögunum. Eitt er víst að jólin koma í desember, þrátt fyrir að við séum í miðjum heimsfaraldri. Kaupmenn eru ánægðir með jólavertíðina og segja söluna hærri í ár en síðustu ár. 23. desember 2020 19:57 Segir tilslakanir hafa gríðarlega þýðingu fyrir rekstraraðila Verslunareigendur eru nokkuð ánægðir með tilslakanir, sem boðaðar voru af heilbrigðisráðherra í dag, enda skiptir það miklu máli þegar jólaverslun er við það að fara á fullt. Tinna Jóhannsdóttir markaðsstjóri Smáralindar segir það skipta miklu máli fyrir rekstraraðila að geta sinnt jólavertíðinni með sem eðlilegustum hætti. 8. desember 2020 18:47 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Jólaverslunin betri í ár en verið hefur undanfarin ár Jólavertíðin hefur gengið nokkuð vel í ár, og jafnvel betur en undanfarin ár, að sögn nokkurra kaupmanna sem fréttastofa ræddi við á dögunum. Eitt er víst að jólin koma í desember, þrátt fyrir að við séum í miðjum heimsfaraldri. Kaupmenn eru ánægðir með jólavertíðina og segja söluna hærri í ár en síðustu ár. 23. desember 2020 19:57
Segir tilslakanir hafa gríðarlega þýðingu fyrir rekstraraðila Verslunareigendur eru nokkuð ánægðir með tilslakanir, sem boðaðar voru af heilbrigðisráðherra í dag, enda skiptir það miklu máli þegar jólaverslun er við það að fara á fullt. Tinna Jóhannsdóttir markaðsstjóri Smáralindar segir það skipta miklu máli fyrir rekstraraðila að geta sinnt jólavertíðinni með sem eðlilegustum hætti. 8. desember 2020 18:47